Auglýsingablaðið

1122. TBL 23. desember 2021


Auglýsingablað 1122. tbl. 13. árg. 23. desember 2021.



Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.



Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 27.-30. desember kl. 10:00-14:00. Lokað mánudaginn 3. janúar 2022.
Opið verður frá og með 4. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.



Jólakveðja

Óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegra jóla og blessunarríks nýárs.
Þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári, með ósk um að næsta ár verði okkur gott og gjöfult.
Hittumst hress á nýju ári.
Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit.



Skata á Þorláksmessu kl. 11:30-13:30

Þrátt fyrir nýjar samkomutakmarkanir bjóða lionsklúbbarnir Sif og Vitaðsgjafi upp á skötu á Þorláksmessu. Til þess að uppfylla allar reglur og tyggja sem best smitvarnir verður hólfum fjölgað svo fáir verða í hverju hólfi.
Hópur 1: frá 11:30 til 12:30, hópur 2: frá 12:30 til 13:30. Panta þarf hjá Bylgju 863-1315 eða Sigurði 894-9330.
Verð er 3.500 kr.-. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Rennum á lyktina í mötuneytið í Hrafnagilsskóla á Þorláksmessu.



Helgihald í kirkjunum í Eyjafjarðarsveit fellur niður um jól og áramót
vegna tilmæla sóttvarnalæknis og nýrra sóttvarnareglna. Hvet ég til varkárni, persónulegra sóttvarna og að forðast hópamyndanir.
Minni ég á jólaguðsþjónustur í útvarpi og sjónvarpi um hátíðarnar. Gleðiboðskapur jólanna heyrist á öldum ljósvakans. Þá verður send út jólaguðsþjónusta frá Glerárkirkju á jóladag, auk þess er jólaguðsþjónusta með söng kóra á Eyjafjarðarsvæðinu síðan í fyrra og annað jólaefni á eything.com,
einnig birt á facebook/Kirkjan í Eyjafjarðarsveit.
Í Guðs friði, Guðmundur Guðmundsson, prestur.



HÆLIÐ
óskar sveitungum gleðilegra og góðra jóla, við lokum nú í svartasta skammdeginu og opnum aftur með hækkandi sól. Alltaf er hægt að hafa
samband vegna gjafabréfa eða ef hópar vilja koma í heimsókn.
María Hælisstýra



Óskum
bæði fólki og ferfætlingum gleðilegra jól og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir góðar móttökur hérna í Eyjafirðinum!
Fjölskyldan á Jórunnarstöðum.


Kæru sveitungar

Því miður líst okkur ekki lengur á að halda jólaballið í ár, stefnum ótrauðar
á næsta ár. Hlýjar jólakveðjur til ykkar allra frá kvenfélaginu Hjálpinni.

Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu í Hrafnagilshverfi
Við erum 4 manna fjölskylda, par með tvær stelpur, í leit að leiguhúsnæði í Hrafnagilshverfi. Við óskum eftir 3-4 herbergja íbúð í vor/sumar, til leigu í að minnsta kosti ár. Erum reglusöm, reyklaus og drekkum ekki. Við eigum tengsl í sveitina og því hægt að fá meðmæli hjá vissum sveitungum ef áhugi er fyrir því.
Við erum auk þess að leita eftir leigjendum í okkar íbúð, 3 herbergja á besta stað í Hafnarfirði. Íbúðaskipti koma því til greina.
Frekari upplýsingar hjá Örnu Rún Oddsdóttur s. 8654537 eða arnarun@hotmail.com


Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.
Opnunartímar verða sem hér segir:
• 28. desember kl. 13-22
• 29.-30. desember kl. 10-22
• 31. desember kl. 9-16
• 5. janúar kl. 19-21. (Dalborg)
Við minnum á að gæta öryggis við meðferð flugelda, s.s. gæta að því að allir noti flugeldagleraugu, séu í hæfilegri fjarlægð frá skotstað og auðvitað nota vöruna eins og til er ætlast.
Flugeldasalan er ein af okkar stærstu fjáröflunum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest styrkja björgunarsveitina í ykkar heimabyggð.
Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
P.S. Það er alltaf heitt á könnunni!


Jólaopnun í íþróttamiðstöðinni

Hér er opnunartími íþróttamiðstöðvar um jól og áramót.
23.12. Kl. 6:30-14:00
24.12. Kl. 9:00-11:00
25.12. Lokað
26.12. Lokað
27.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
28.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
29.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
30.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
31.12. Lokað
1.1. Lokað
2.1. Kl. 10:00-19:00
3.1. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
Verið velkomin, starfsfólk íþróttamiðstöðvar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Opið verður þriðjudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 17:00.
Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 4. janúar og þá er opið milli
kl. 14:00 og 17:00.
Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00.
Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00.
Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00.
Föstudagar frá kl. 14:00-16:00.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.

Getum við bætt efni síðunnar?