Auglýsingablaðið

513. TBL 04. mars 2010 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010, verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason


Icesave-kosningar 2010 – Vöfflukaffi
Laugardaginn 6. mars verður kosið um Icesave samninginn. þann dag ætlum við nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að vera með vöfflukaffi í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl. 11:00 og 18:00. Vaffla með rjóma og kaffi/djús/te kostar 500 kr. ágóði af sölunni rennur í ferðasjóðinn okkar.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest.
Nemendur í 9. bekk


Fundur um ferðamál og markaðssetningu í Eyjafjarðarsveit
Almennur fundur um markaðssetningu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í fundarsal Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi miðvikudagskv. 10. mars kl. 20.30.
ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætir á fundinn til skrafs og ráðagerða. Allir hagsmunaaðilar og áhugamenn velkomnir.
Sveitarstjóri


Félagsborg er nafnið á nýju fundaraðstöðunni
Margar góðar tillögur bárust um nafn á nýju fundaraðstöðuna í heimavistarhúsinu við Hrafnagilsskóla. Skipuð var þriggja manna nefnd fulltrúa Félags aldraðra, sveitar¬stjórnar og Lionsmanna til að velja úr tillögunum. Niðurstaða nefndarinnar var að velja nafnið Félagsborg, en tillögu að því nafni átti Guðný Kristinsdóttur á Espihóli. Nefndinni og þeim fjölmörgu sem sendu inn tillögur að nafni er þakkað fyrir kærlega.
Sveitarstjóri


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudagur 14. mars: Sunnudagaskóli kl. 11:00.
Sama dag er messa í Kaupangskirkju kl.13:30
Sunnudagur 21. mars: Messa í Grundarkirkju kl. 11:00
Pálmasunnudagur 28.mars: Sunnudagaskóli í Munkaþverárkirkju kl.11:00. Foreldrar og aðrir aðstandendurhvattir til að mæta. þetta er svona dagur fjölskyldunnar.
Kveðja, Hannes.


Hálkuvörn
Tökum að okkur sanddreifingu á heimreiðar og plön.
Nánari upplýsingar og pantanir í s: 863 1207 Aðalsteinn / 895 5899 Hlynur.
GK verktakar Garði


Tapað – fundið en þó aðallega fundið.
Eitt svart kvenmanns-leðurstígvél í stærð 38 fannst við Hrafnagilsskóla fyrir einhverjum dögum. það stendur eitt og yfirgefið hjá Nönnu ritara. Ef einhver kannast við gripinn er hægt að hringja í síma 464-8100.


Frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár
Umsóknareyðublöð vegna veiði í Eyjafjarðará er hægt að nálgast í Ellingsen Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri og einnig inni á heimasíðunni www.svak.is
Veiðifélag Eyjafjarðarár


Unglingaskipti Lions
Unglingaskipti Lions er eitt stærsta alþjóðlega verkefni Lionshreyfingarinnar. Ungu fólki er gefinn kostur á að kynnast daglegu lífi, starfi og menningu annarra þjóða með því að búa hjá fjölskyldum Lionsmanna í öðrum löndum. árlega fara 15-20 íslenskir unglingar til nokkurra vikna dvalar erlendis og álíka margir koma hingað til lands.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi leitar nú eftir unglingi sem hefur áhuga á að þátt í þessu verkefni og kynnast öðrum löndum, hægt að velja á milli nokkurra landa. Ungmenni frá heimilum Lionsfélaga sitja fyrir, en allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Farið verður á bilinu 15.júní til 15. júlí 2010 og dvalið í 3 vikur, 1 viku á heimili og 2 vikur í búðum. Aldursbil unglinga er 17 til 21 árs og verða þau að vera reyklaus og enskumælandi. Ferðir og uppihald er greitt af Lionshreyfingunni.
íslenska Lionshreyfingin hefur tekið þátt í þessu verkefni frá 1965 og er mjög vel utan um þetta haldið. Nánari upplýsingar gefur Sveinn í síma 698 0315 og á hraunlist@simnet.is .
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

Getum við bætt efni síðunnar?