Umsókn um akstursþjónustu

Akstursþjónusta er veitt þeim íbúum Eyjafjarðarsveitar sem vegna fötlunar eða langvarandi skerðingar á færni geta ekki komist ferða sinna með sambærilegum hætti og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Sækja þarf um akstursþjónustu skriflega til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar en ráðgjafaþjónusta velferðarsviðs Akureyrarbæjar framkvæmir mat á þörfum umsækjanda. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar annast framkvæmd þjónustunnar.

Umsókn um akstursþjónustu má prenta út og skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is

Reglur um akstursþjónustu má finna í listanum hér.

Gjaldskrá akstursþjónustu má finna í listanum hér

Síðast uppfært 09. mars 2021
Getum við bætt efni síðunnar?