Auglýsingablaðið

371. TBL 01. júní 2007 kl. 14:10 - 14:10 Eldri-fundur
ágætu sveitungar
Skólaslit Hrafnagilsskóla verða þriðjudaginn 5. júní. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Skólastjóri

-------

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla
Sumaropnunartími: frá og með 1. júní.
Alla virka daga: 6:30 - 9:30 og 13:00 – 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.
Verðskrá Börn sund Fullorðnir sund Líkamsrækt
Stakt skipti 150.- 300.- 500.-
10 skipti 1.000.- 2.500.- 3.500.-
30 skipti 2.500.- 6.000.- 8.000.-
árskort 15.000.- 25.000.- 30.000.-

6 mánaðar fjölskyldukort sem gildir fyrir foreldra og börn undir 18 ára aldri: kr. 30.000.-
Ath. Frítt er fyrir börn 7ára og yngri sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
Sundlaug Hrafnagilsskóla

-------

Fréttir af Uppskeru og handverki við Hrafnagilsskóla
Nýjung á hátíðinni : Myndlistarsýning undir berum himni.
Gallerí Víðátta 601 hefur það að markmiði að standa fyrir myndlistarsýningum utan hefðbundinna sýningarsala hérlendis og erlendis. í Gallerí Víðáttu 601 verður Grálist með samsýningu en Grálist er samsýningahópur ungra myndlistamanna sem öll útskrifuðust frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorin 2006 og 2007. Grálistahópurinn er óháður og hæfileikaríkur myndlistahópur sem sýnir list sína ýmist saman í heild, í smærri hópum eða sem einstaklingar undir nafni Grálistar. Hópurinn vinnur í ýmsa miðla myndlistar á frjálslegan, frjóan og skapandi hátt. Gallerí Víðátta 601 verður staðsett á útisvæði hátíðarinnar og verður með afar frumlega útstillingu.

-------

Kvenfélagið Aldan/Voröld
Kæru félagskonur. fimmtudagskvöldið 7. júní n.k. ætlum við að hittast í reitnum okkar kl. 20:00 og grilla. Grill, kol og gos verður á staðnum en hver og ein kemur með eitthvað á grillið. Makar og fylgdarlið velkomið. Trúlega þarf eitthvað að hreinsa til í leiðinni, svo gott væri að hafa garðhanskana með.
Kv. stjórnin

-------

Athugið
Vikuna 14.-18. maí, hvarf silfurlitaður “Ipod” úr eigu nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar vinsamlegast kannið hvort hann hafi lent heim með börnum ykkar. Ef svo er, látið þá Nönnu ritara vita í síma 464 8100.

-------

BæNDUR ATH
PLAST……PLAST…….PLAST
Verð með plast á lager í sumar. Bæði Trio og Duo.
Pantanir og upplýsingar í símum: 461-2491 og 849-8857.
Elín í Fellshlíð
-------
Bækur og óskilamunir
Kæru foreldrar nemenda í Hrafnagilsskóla.
Vinsamlegast skilið námsbókum sem eru í eigu skólans og bókasafnsbókum sem kunna að leynast heima. Upplagt er að taka þær með sér á skólaslitin.
óskilamunir verða til sýnis á sama tíma og hvetjum við alla til að kíkja á þá. það sem ekki gengur út verður gefið til hjálparstofnana í vikulok.
Skólastjóri

-------

Sundnámskeið tilvonandi 1. bekkinga (barna fædd 2001)
áður auglýst sundnámskeið hefst fimmtudaginn 7. júní. Börnunum er boðið í heimsókn í skólann, bæði til að hitta væntanlegan umsjónarkennara. þau sem vilja þiggja þetta boð mæta því hálftíma áður en sundnámskeiðið hefst, þ.e. fyrri hópurinn kemur kl. 9:00 og sá seinni kl. 10:00.
Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri.

-------
Námskeið á næstunni
Silfurleir 6.júní - Silfursmíði 8.júní - Eldsmíði 8.júní - Jurtalitun 15.júní
Nánar á www.listalind.is og í síma : 864-3633

-------

Frá Hrafnagilsskóla og Smámunasafninu.
Sölvi flytur í Sólgarð.
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 1.- 4. bekk kynnt sér söguna um landnám Helga magra og sérstaklega afdrif galtarins Sölva sem Helgi flutti með sér frá Noregi.
Hvert barn bjó til sinn grís og standa þeir núna við skólann.
Laugardaginn 9. júní verður tekið á móti Sölva og öllum hans afkomendum til sumardvalar í Sólgarði. Nemendum er boðið ásamt foreldrum að koma í heimsókn, skoða Smámunasafnið í leiðinni og þiggja veitingar.

-------

Sumarlokun bókasafnsins
þá er sumarið komið og því fylgir að bókasafnið verður lokað þar til í haust.
Hægt er að skila bókum og öðru efni á safnið mánudaginn 4. og þriðjudaginn 5. júní frá kl.9:00-12:00.
ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur og vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju
Margrét bókavörður.

-------

æfingaráætlun umf.Samherja.
æfingartímar verða:
Mánudaga frá 19:00 – 21:00
þriðjudaga frá 19:00 – 21:00
fimmtudaga frá 17:30 -19:30 ath.breyttan tíma.
Stelpur athugið á
mánudögum frá 18:00 – 19:00 og
þriðjudögum frá 18:00 – 19:00
eru knattspyrnuæfingar eingöngu fyrir stelpur nú er um að gera að mæta.
Knattspyrnuþjálfari er Guðmundur ævar Oddsson gsm: 8624515.
Frjálsíþróttaþjálfari er Ari Jósavinsson gsm: 892077.
Stjórn Umf. Samherja.
-------
Sundnámskeið fyrir almenning
þá er loksins komið að því. Ingibjörg ísaksen ætlar að halda sundnámskeið í sundlaug Hrafnagilsskóla. það verður með sama sniði og verið hefur á Akureyri, kenndar eru ýmsar sundaðferðir og tækni til að ná betri árangri. Námskeiðið verður frá 25. júní – 20. júlí á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 21:00. Nefndin niðurgreiðir námskeiðið og því er verðið einungis 6.500.- fyrir 11 skipti.
Skráning í síma 463 1590 (Kristín) eða 463 1357 (Nanna) eftir kl. 20:00 á kvöldin. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kristin@krummi.is og nanna@krummi.is
Síðasti skráningardagur er föstudaginn 8. júní.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar

-------
Göngugarpar ath.
þar sem skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram n. k. þriðjudagskvöld, ætlum við að flýta göngukvöldi til mánudags og verður gengið frá Hrafnagilsskóla kl. 20:30.
Að vanda verður svo gengið í Kristnesskógi fimmtudagskvöldið kl 20:30.
Allar konur velkomnar í hressandi göngu!

-------
Skógarkerfill og Njóli
þriðjudaginn 15. maí stóð Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar fyrir fræðslufundi um varnir geng skógarkerfli og njóla. Bjarni E. Guðleifsson og ólafur Vagnsson fluttu erindi um helstu aðgerðir sem nota má til að bregðast við aukinni útbreiðslu þessara plantna. Hér fylgja helstu atriði fundarins:
Varnir gegn skógarkerfli:
• Beit: Hægt er að halda skógarkerfli í skefjum með sauðfjárbeit að vori. Hins vegar dugir beit ekki til að eyða honum.
• Sláttur: Heldur skógarkerfli niðri. árangursríkast að slá hann þegar hann er í fullum blóma.
• Varnarefni: Nota má gjöreyðingalyfið Roundup. úðun snemma vors skilar bestum árangri, hana þarf að tvítaka og endurtaka svo aftur næsta vor til að eyða fræbanka í jarðvegi.

Varnir gegn njóla:
Felast fyrst og fremst í notkun varnarefna ss. mecoprop, herbamix herbatox og harmony
• átaksverkefni á síðasta ári þar sem efnið harmony var notað. Harmony er sérhæft gegn njóla, hefur besta virkni á illgresið þegar það er í góðum vexti (komin ca 4-8 stór blöð) og hiti yfir 12°C. Vöxtur stöðvast eftir ca 1-3 vikur. Ekki má slá né beita land fyrr en 2 vikum eftir úðun. Fæst í Garðheimum, nota þarf viðloðunarefni með eitrinu. Reiknað er með svipuðu átaksverkefni í ár, það verður auglýst betur síðar.

Umhverfisnefnd hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu skógarkerfils í sveitarfélaginu. Reynt verður í fyrstu að halda hreinum þeim svæðum sem kerfillinn hefur ekki borist til og síðan leitað leiða til að fjármagna frekari útrýmingu á þessu illgresi.

það er ljóst að frekari útbreiðsla þessa illgresis verður ekki stöðvuð nema með samstilltu átaki landeigenda og sveitarfélagsins.

Umhverfisnefnd hvetur landeigendur til að fylgjast vel með útbreiðslu kerfilsins og að grípa til aðgerða þar sem jurtin er að byrja að stinga sér niður.

Umhverfisnefnd
-------

Gámar fyrir brotamálma og timbur

Flokkun og umgengni.
Kröfur um flokkun úrgangs fara sívaxandi og þess er skamms að bíða að hætt verði að taka við óflokkuðum úrgangi til förgunar á förgunarstöðum. Svo dæmi sé tekið þá er þegar hætt að taka við málmum til förgunar á Glerárdal. þess í stað ber að skila þeim til Hringrásar, sem hefur aðstöðu í Krossanesi. Allt timbur þarf einnig að koma með á förgunarstað aðskilið frá öðrum úrgangi.
Nú er sá tími þegar gámar fyrir brotamál og timbur eru setti út á ákveðnum stöðum í sveitarfélaginu. Töluvert hefur borið á því að timbri og járni sé blandað í sama gáminn og jafnvel og annars konar úrgangi einnig. þetta veldur óþægindum og gera má ráð fyrir því að þau skilyrði verði sett af móttakandanum að blandaður úrgangur sem berst í þessum gámum verði flokkaður við losun gámsins. það hefur í för með sér aukakostnað sem sveitarfélagið þarf þá að greiða.
það eru vinsamleg tilmæli til allra sem nýta sér þessa þjónustu að þeir virði þær reglur sem gilda um flokkun í timbur- og brotamálmsgámana. Dæmi um slæma umgengni um þessa gámi nú í vor hafa verið óþægilega mörg. Innréttingar og húsgögn hafa verið sett í járnagáma, jafnvel almennur heimilisúrgangur o. fl. þá hefur ekki alltaf verið sinnt um að losa staura frá girðingarflækjum sem verður að gera og setja gaddavír og girðingarnet í járnagám og staurana í timburgám.
Sýnið tillitssemi og virðið reglur um flokkun. Með því leggið þið ykkar að mörkum til að halda verði á sorphirðunni niðri. Hirðuleysi mun fyrr eða síðar leiða til aukins kostnaðar fyrir neitandann.

Fernur og pappír.
á gámasvæðunum eru gámar til að flokka í fernur annars vegar og pappír hins vegar. Engar breytingar hafa orðið á flokkun í þessa gáma og í þá á ekki að láta annan úrgang.
Almennt hafa reglur um flokkun í þessa gáma verið virtar og umgengnin góð. Hins vegar hefur það borið við upp á síðkastið að pappír og fernum hefur verið blandað saman og síðan hent í plastpokum í annan gáminn. Vinsamlegast losið úr plastpokunum í rétta gáma og hendið plastpokanum í almenna sorpgáminn.

Gámur fyrir dýrahræ.
Norðan Stíflubrúar er staðsettur gámur fyrir dýrahræ. það gerist of oft að lokin á gámnum séu skemmd vegna þess að reynt er að opna hann með ámoksturstækjum dráttarvélar að því er virðist. þau þola ekki slíka umgengni heldur verða menn að láta sig hafa það að stíga af vélinni og ýta þeim til hliðar með handafli sem er auðvelt þar sem þau renna á hjólum.
Sú þjónusta sem veitt er með því að hafa gám fyrir dýrahræ aðgengilegan er kostnaðarsöm en nauðsynleg. þeir sem hann nota er vinsamlegast beðnir að sýna lipurð og snyrtimennsku í umgengni við hann.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

-------

325. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 21.00.
Dagskrá.
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2006, síðari umræða.
2. Fundargerð félagsmálanefndar, 114. fundur, 24. maí 2007.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 106. fundur, 29. maí 2007.
4. Fundargerðir skipulagsnefndar 78. og 79. fundur, 22. og 24. maí 2007.
5. Fundargerð umhverfisnefndar, 76. fundur, 22. maí 2007.
6. Fyrirspurn dags. 11. maí 2007 um styrki til þeirra barna og unglinga sem sækja íþrótta- og/eða tómstundastarf til Akureyrar.
7. Listalíf, erindi dags. 21. maí, umsókn um styrk til að ljúka gerð heimildamyndar um lífshlaup Sverris Hermannssonar, húsasmíðameistara.
8. Erindi dags. 9. maí 2007 frá íbúum við Skólatröð um lóðarfrágang.
9. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, tillaga vinnuhóps dags. 31. maí 2007 um breytingu á skiptingu rekstrarkostnaðar skólans milli sveitarfélaganna.
10. Sundlaug Hrafnagilsskóla, valkostir og kostnaðaráætlun vegna aukinnar búningsaðstöðu o. fl.
11. Endurnýjun samnings um rekstur á mötuneyti fyrir Hrafnagilsskóla og Krummakot.
12. Skipan umsjónarnefndar með hönnun á lóð Hrafnagilsskóla.
13. Heimur hf., tilboð um birtingu upplýsinga um sveitarfélagið á vefsíðunni icelandreview.com.
14. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. maí 2007, viðbragðaáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.
15. Göngustígur Reykárhverfi – Kristnes, kostnaðaráætlun.
16. Flugmódelfélag Akureyrar, erindi dags. 18. maí 2007, beiðni um styrkveitingu vegna flugsamkomu að Melgerðismelum 11. ág. 2007.
17. Málefni Vinnuskólans.
18. Tjaldstæði við Hrafnagilsskóla.
19. Tillaga frá F listanum um að gerður verði samstarfssamningur milli Eyjafjarðarsveitar og Hjálpatsveitarinnar Dalbjargar.
Sveitarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?