Auglýsingablaðið

990. TBL 15. maí 2019 kl. 12:31 - 12:31 Eldri-fundur


Sveitarstjórnarfundur

532. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn miðvikud. 24. apríl, kl. 15:00 í Skólatröð 9. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Leikskólinn Krummakot
í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðar- og/eða sumarstarf.
Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda
Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
● Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
● Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
● Lipurð í samskiptum
● Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2019. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is

 
Hlutastarf á Smámunasafninu sumarið 2019

Ráðningatími 1. júní til 1. september. Vinnuhlutfall sem samsvarar að jafnaði 3 dögum á viku og aðra hverja helgi en er þó óreglulegt. Viðkomandi þarf að hafa lipurð í samskiptum, ríkulega þjónustulund, tala góða íslensku og ensku (önnur tungumál eru plús) og geta talað fyrir framan fólk.
Starfið felst í gestamóttöku, leiðsögn um safnið, veitingasölu, léttum þrifum og öðru sem til fellur. Vinsamlega skilið inn skriflegum umsóknum á esveit@esveit.is.
Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk.
Sveitarstjóri og safnstýra.


Íbúar Hrafnagilshverfis

Vegna minningarhlaups Ólivers, Síðasti hringurinn, þann 22. maí má búast við umferðartöfum eða lokunum í Laugartröð og götunum í kring frá kl. 17:00 og framyfir kvöldmat. Biðjum við fólk að sýna þessu skilning.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Tímatökumót Hjólreiðafélags Akureyrar
sunnudaginn 19. maí kl. 10:00-12:00.
Við vekjum athygli á að tímatökumót Hjólreiðafélags Akureyrar verður á Eyjafjarðarbraut vestri milli Akureyrar og Hrafnagils sunnudaginn 19. maí næstkomandi milli klukkan 10:00-12:00.
Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og sýna tillitssemi.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Kvenfélagið Aldan/Voröld
Kæru kvenfélagskonur! Kósý vorfundur verður að Jódísarstöðum 4, miðvikudaginn 22. maí kl. 20:00. Eigum notalega stund saman og eflum okkur fyrir komandi mánuð sem bíður okkar með tilheyrandi kleinu- og soðinsbrauðsbakstri 😊
Nýjar konur ætíð velkomnar.
Kv. stjórnin.


Kæru sveitungar

Sumaropnun hefst á Smámunasafni Sverris Hermannssonar nk. fimmtudag þann 16. maí. Opið verður alla daga frá kl. 11:00-17:00 fram til 15. september. Laugardaginn 18. maí verður mikið um að vera, við fáum góða gesti: John Bodinger dósent í mannfræði við Susquehanna háskóla í Bandaríkjunum og Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. John og Sigurjón Baldur eru að vinna sameiginlega að verkefni (bók) um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit. Eru þeir að skoða gildi safnsins fyrir gesti þess og samfélagið. Þeir hafa áhuga á að ræða við sem flesta sem heimsótt hafa safnið og/eða hafa skoðanir á tilvist þess. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á Smámunasafninu í sumar.
Með kærri kveðju, stúlkurnar á Smámunasafninu.


Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Funa auglýsir

Æskulýðsfund og pizzu í boði Funa, sunnudaginn 26. maí kl. 12:00. Til að kynna starfið framundan og hafa gaman saman. Hvetjum alla áhugasama hestakrakka til að mæta og eru foreldrar sérstaklega velkomnir með! Við viljum biðja fólk um að skrá sig í gegnum netfangið agustssonagustmani@gmail.com svo við getum áætlað magn af pizzum. Nýir félagar velkomnir!

Tímabundið húsnæði óskast
Viđ erum par međ 2 börn (4 og 7 ára) og erum ađ leita eftir tímabundnu húsnæđi frá 15. maí í 1-16 vikur. Skođum alla möguleika og þarf ekki ađ vera stórt. Húsnæđi međ helstu nauđsynjum, eins og t.d. sumarbústađur og jafnvel hjólhýsi/ferđabíll myndi nýtast vel. Erum snyrtileg, reglusöm og áreiđanleg.
Henrik og Ásta 849-3086

Óvelkominn köttur
Flekkóttur köttur, mikið hvítur á bringu en svartur á baki og með svart skott og svartur fremst á trýni, hefur verið á þvælingi hér í vor og er enn. Nú eru fuglar komnir í varp. Eigandi kattarins er vinsamlegast beðinn að fara að auglýstum tilmælum og halda kettinum heima.
Emilía á Syðra-Hóli


Snyrtistofan Sveitasæla

Dekraðu við fæturna fyrir sumarið og fáðu 15% afslátt af fótsnyrtingum í maí 😊 Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður upp á allar helstu snyrtimeðferðir. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð á Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri 😊 Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15.00. Tímapantanir í síma 833-7888, kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Galdranámskeið Einars Mikaels
- Eitt námskeið fyrir 6-12 ára
Flottasta Galdranámskeið sem hefur verið haldið hingað til verður vikuna 4. til 7. júní í Laugarborg. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og einnig fyrir þá sem hafa komið áður á námskeið. Leynigestur kemur í heimsókn. Í lok námskeiðs setja börnin upp sýningu ásamt Einari Mikael þar sem þau sýna afraksturinn.
Námskeiðið er 4 skipti, kl. 11:00 til 12:30. Verð: 9.900 kr. allt námskeiðsefni innifalið. 10% systkina afsláttur. Greiða þarf námskeiðið fyrir fyrsta tíma. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri.


Sumarlokun bókasafnsins

Þá er sumarið á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið lokar þar til í september.
Safnið er opið eins og venjulega til mánaðarmóta en lokað verður á uppstigningardag 30. maí.
Bestu kveðjur, Margrét bókavörður.


Gönguferðir eldri borgara sumarið 2019 😊
Þá er komið að gönguferðum sumarsins eftir líflegan Boccia vetur.

Ætlum við að byrja 21. maí kl. 20:00 og ganga eftir austurbakka Eyjafjarðarár, mæting austan þverbrautar.

28. maí Göngustígur frá Gili að Hvammi.
4. júní Fellur niður. 😃
11. -- Svalbarðsströnd, mæting við vitann á Eyrinni.
18. -- Melgerðismelar, mæting við hlið.
25.-- Göngustígur, frá Teigi að Gili.
2. júlí Möðruvallarhringur, mæting við afleggjarann að Hríshóli.
9.-- Kjarnaskógur, mæting; plan við aðstöðuhús.
16.-- Akur, hjá Þór og Hönnu. 😃
23.-- Grundarskógur.
30.-- Lystigarðurinn, mæting við hlið að sunnan.
6. ágúst Göngustígur frá Leirunesti og yfir Samkomubrúna😃
13.-- Hólar fram (ath. síðar) 😃
20.-- Tjarnir, Benjamín og Hulda 😃
27.-- Göngustígur frá Jólagarði að fuglahúsi við Kristnestjörn.

Birt með fyrirvara um breytingar.
Vonumst við svo til að sjá sem flesta í hressandi göngutúrum og allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Nánari upplýsingar veita Sveinbjörg í s. 8463-222, Ingibjörg s. 463-1114, Hildur s. 897-4333 og Guðný s. 848-5765.
Sjáumst, göngunefndin.

Getum við bætt efni síðunnar?