Auglýsingablaðið

697. TBL 12. september 2013 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

álagning fjallskila
þeir sem halda öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 16. september með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is, eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hvert hross sömu aðila.
Fjallskilanefnd


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið :
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og  16:00-19:00   
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30


Umhverfisþing fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar

Mánudaginn 16. september, á Degi íslenskrar náttúru, ætla nemendur og starfsfólk leik- og grunnskólans, Krummakots og Hrafnagilsskóla, að standa fyrir umhverfisþingi. Skólasamfélögin hafa verið að vinna markvisst að umhverfismennt innan skólanna undanfarin ár og vilja nú bjóða íbúum sveitarinnar á Umhverfisþing í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla milli klukkan 12:45 - 14:00.
Dagskrá:
*Setning
*Tónlistaratriði
*Kynning á verkefni úr leikskólanum
*Kynning á verkefni úr grunnskólanum
*Megi það byrja með mér. Vangaveltur um hvað við getum lagt af mörkum.
*Erindi flutt af Orra Páli Jóhannssyni búfræðingi og landverði.
*Landvernd afhendir báðum skólunum grænfána sem viðurkenningu fyrir árangur í umhverfismennt.


Opið hús í Krummakoti 16. september

í tilefni af 26 ára afmæli leikskólans þann 14. september og afhendingu grænfána í annað sinn þann 16. september verður Opið hús í leikskólanum mánudaginn 16. september milli kl. 14:00 - 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir að vera viðstaddir afhendingu grænfánans sem fer fram upp úr kl. 14:00, skoða leikskólann og þiggja kaffisopa.


Spákonukaffi í Smámunasafninu

Síðasti opnunardagur Smámunasafnsins fyrir vetrarlokun er sunnudagurinn 15. september. þann daginn verður spákona stödd á kaffihúsi safnsins og mun spá í bolla og tarot fyrir áhugasama frá kl. 14:00-16:00. Verið hjartanlega velkomin!
Ljúfar síðsumarkveðjur, starfsfólk Smámunasafnsins


Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 15. september er messa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Vænst er þátttöku væntanlegra fermingarbarna og aðstandenda þeirra.
á eftir athöfn langar prest að funda með foreldrum og aðstandendum um fræðslu, hugsanleg bókakaup og annað sem snýr að væntanlegri fermingu.
Vinsamlegast, Hannes


Minnum á árshátíð Eyjafjarðarsveitar, föstud. 13. sept. í Funaborg. Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Nefndin


Freyvangsleikhúsið minnir á aðalfundinn í kvöld 12. sept. kl 20:30
*Venjuleg aðalfundarstörf  *Vetrardagskráin kynnt
Spennandi og skemmtilegur vetur framundan.


Iðunnarkvöld verður miðvikudaginn 18. september kl. 20:00 í Laugarborg.
Minnum á haustfundinn sem verður laugard. 12. okt., nánar auglýst síðar. Stjórnin


Jóga
Helga Haraldsdóttir jógakennari verður með jógatíma í Hrafnagilsskóla/Hjartanu klukkan 16:30 á þriðjudögum. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17. september. Stefnt er á 8-10 skipti fyrir áramót og vonandi annað námskeið eftir áramót ef þátttaka er næg. Hver tími kostar 1.000 krónur sem er sama verð og á Akureyri.
Allir eru velkomnir – bæði þeir sem hafa verið í jóga áður og einnig nýir iðkendur.
Gott að mæta með teppi og púða (og þunna dýnu þeir sem eiga).
Skráning á netfangið hrund@krummi.is eða í síma 699-4209


Afleysingar
Tek að mér fjósafleysingar og önnur almenn bústörf. Reynir Sverrir S:866-0921


Til leigu Einbýlishúsið í Möðrufelli, 601 Ak. 180 fm íbúðarhús ásamt sambyggðum 55 fm bílskúr. Engin gæludýr leyfð. Reykleysi og reglusemi skilyrði. Allar nánari upplýsingar í síma 868-2885 Kristinn óskar eða 846-7380 Sigurlaug


SOS, einstæð móðir með barn í Hrafnagilsskóla bráðvantar húsnæði í sveitinni.
Sími: 867-4351 Inga


Vantar íbúdhús til langtíma leigu. Erum par med 2 ára strák og tvo rólega hunda. Endilega hringdu í mig ef þú vilt vita eitthvað meira um okkur í síma 844-0069.
Anna Margrèt


Kaffi kú
Vetraropnun tekur gildi um næstu helgi
Laugardag: kl. 13:00-00:00
Sunnudag: kl. 13:00-18:00
ávallt opið gegn pöntun fyrir hópa hverskonar


Atvinna

Starfsfólk óskast á Kaffi kú í þjónustustörf fyrir veturinn.
Helgarvinna auk aðstoðar við móttöku hópa þess utan.
áhugasamir hafi samband í síma 867-3826 Einar, eða sendi email á naut@nautakjot.is
Kaffiku.is og nautakjot.is

Getum við bætt efni síðunnar?