Auglýsingablaðið
Næsta blað mun koma út miðvikudaginn 1. júní. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir klukkan 9, þriðjudaginn 31.
maí.
Skrifstofan
Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu mánudaginn 30. maí kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að
því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. óskilamunir verða á borðum í
íþróttahúsinu og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Skólastjóri
Almenn messa og ferming
Almenn messa og ferming verður í Saurbæjarkirkju 29. maí kl. 11. Fermdur verður Aron Freyr Garðarsson, Hleiðargarði.
á almennum bænardegi verður tekin stund til fyrirbæna fyrir bræðrum okkar og systrum á Suðurlandi. Kór Laugalandsprestakalls leiðir sönginn
undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Allir velkomnir.
Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi
Sumarlokun bókasafnsins
þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið lokar þar til í
ágúst.
Safnið er opið föstudaginn 27. maí kl. 9:00-12:30 og mánudaginn 30. maí kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00. það er jafnframt síðasti opnunardagurinn
í vor.
á skólaslitunum er hægt að skila af sér efni og gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af
safninu.
ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota
sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju, Margrét bókavörður
Fótboltabúningar Samherja - allra síðustu forvöð að panta
Eins og komið hefur fram í sveitapóstinum var
ákveðið að bjóða fótboltaiðkendum félagsins að kaupa sína eigin Samherjabúninga, merkta með nafni og númeri.
Búningarnir (merkt treyja, stuttbuxur og sokkar) kosta einungis 4000 kr. en það er Höldur hf sem styrkir kaupin og gerir það að verkum að hægt er að
bjóða búningana á svo hagstæðu verði.
Stærð búninga miðast við hæð barnanna (122 cm, 128 cm, 134 cm, 140 cm, 152 cm o.s.frv.)
Nú eru allra síðustu forvöð að panta búninga en hægt er að senda póst á odijudo@gmail.com til sunnudagsins 29. maí.
Með sumarkveðju, Stjórn Samherja
Lóðir í Eyjafjarðarsveit á tilboðsverði
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður
gatnagerðargjald af lóðum nr. 2, 4, 6 og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi vegna atvinnuuppbyggingar. þess í stað er óskað
eftir tilboði í lóðirnar. Tilboðum í lóðirnar skal skilað til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 31.
maí kl. 14 og verða þá opnuð þar að vistöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Nánari upplýsingar á
skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og vef sveitarfélagsins http://eyjafjardarsveit.is.
Sveitarstjóri
Sleppingardagar-girðingar-gangnadagar
ákveðið hefur verið að sleppingardagar verði fyrir sauðfé 10. júní og stórgripi 18. júní. Mælst er til þess að
girðingar verði komnar í lag 5. júní. Dagsetningar eru ákveðnar með fyrirvara um ástand gróðurs.
Gangnadagar vegna sauðfjár verða: fyrri göngur 3. og 4. og 10. og 11. sept. og seinni göngur 17. og 18. sept. Hrossasmölun verði 7. okt. og hrossaréttir 8.
okt., þverárrétt kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.
Fjallskilanefnd
Höskuldsstaðir - breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar,
25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna landnotkunar að Höskuldsstöðum
skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að afmörkun íbúðarsvæðis íS15 er breytt, færð að íbúðasvæði íS14
við Rein og minnkar þannig að íbúðum fækkar úr 25 í 19. Tillagan er breyting frá fyrri tillögu sem auglýst var 7. mars.
s.l.
Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi á þeim hluta svæðisins sem er austan við Eyjafjarðarbraut eystri, en það er lóð fyrir
eitt íbúðarhús skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagið, sem er sett fram á uppdráttum er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillagan aðalskipulagsbreytingarinnar liggur einnig frammi á
Skipulagsstofnun og breytingartillögurnar eru á heimasíðu sveitarfélagsins http://eyjafjardarsveit.is
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við
tillögurnar er til og með 11. júlí 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu EyjafjarðarsveitarSveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri
Gallerýið að Teigi
Opið er frá klukkan 10-18 alla daga til ágústloka. Allir hjartanlega velkomnir.
Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492
Gámur undir dýrahræ
Gámurinn við Stíflubrú verður tekinn á miðvikudögum í stað fimmtudaga
áður.
Sveitarstjóri
Kvennahlaup – Fjölskyldudagur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 4. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun hefst kl. 10:45.
Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.250 kr. Bolurinn í ár er blár úr „dry-fit“ efni. Eftir kvennahlaupið er
áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið.
þennan dag ætlum við einnig að hafa fjölskyldudag, þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum
ýmsu óhefðbundnu greinum s.s. hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl. Gaman væri ef liðin hefðu sinn
,,einkennisbúning”. Keppnin hefst eftir grill eða um kl. 13:00. Skráning fer fram meðan á grillinu stendur. Eins og venjulega
verða hestar og kassaklifur. Frítt í sund fyrir alla milli kl. 11 og 16.
Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd, Samherjar, Hestamannafélagið Funi og Hjálparsveitin Dalbjörg
Veiðidagar landeigenda
Veiðidagar landeigenda í Eyjafjarðará í sumar, verða þrír, þar sem landeigandi má veiða
fyrir sínu landi. þeir eru: 13. júlí- 10. ágúst og 14. sept. Hirða má 2 bleikjur á dag undir 50 cm, sleppa hinum. Hirða má allan
urriða, sjóbirting og lax. Veiðina skal skrá í Ellingsen, Akureyri.
Stjórnin
UMSE gallar
Nú er hægt að panta UMSE gallann en hann er sem fyrr frá Henson og er sérhannaður fyrir UMSE og aðildarfélög þess.
Verðin eru eftirfarandi:
UMSE gallar str. 86-158 cm barna með hettu 7.800 kr (Stakur jakki 4.400 kr. og stakar buxur 3.500 kr.)
UMSE gallar str. 86-158 cm barna áN hettu 7.000 kr. (Stakur jakki 4.000 kr. og stakar buxur 3.500 kr.)
UMSE gallar str. 164 cm og uppúr með hettu 8.900 kr. (Stakur jakki 5.000 kr. og stakar buxur 4.000 kr.)
UMSE gallar str. 164 cm og uppúr áN hettu 8.000 kr. (Stakur jakki 4.500 kr. og stakar buxur 4.000 kr.)
Gallarnir eru merktir UMSE en einnig er hægt að láta setja Samherjamerkið á sé þess óskað. það þarf að koma fram í
pöntun. Hægt er að panta buxur og peysu í mismunandi stærð.
Pantanir skal senda á umf.samherjar@gmail.com fyrir mánudaginn 30. maí nk.
Stjórn Samherja
Bæjarkeppni Funa
Bæjarkeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 2. júní. Um kvöldið verður haldið í hópreið frá Melgerðismelum. Allir
velkomnir. Félagar úr Funa munu safna ,,bæjar áheitum,, í sveitinni sem fyrr. Funamenn þakka frábærar móttökur á
liðnum árum í þessari árlegu fjáröflnun félagsins. Nánari upplýsingar á heimasíðu Funa www.funamenn.is.
Stjórn Funa
Reiðnámskeið fyrir byrjendur
Dagana 30., 31. maí og 1. júní verður börnum og unglingum boðið uppá reiðnámskeið á Melgerðismelum í tengslum
við bæjarkeppnina. Nánari upplýsingar gefur Auðbjörn í Hólakoti í síma 864 8000 og í póstfanginu audbjorn@internet.is. Einnig bendum við á heimasíðu Funa: www.funamenn.is
Stjórn Funa
Ungfolahólf Náttfara 2011
Eins og undanfarin ár býður Hrossaræktarfélagið Náttfari upp á hagabeit fyrir ungfola. Um er að ræða eitt hólf fyrir vetrunga og
annað hólf fyrir eldri fola.
í tengslum við sleppingu folanna í hólf þetta árið verður ungfolaskoðun þar sem meistari þorvaldur Kristjánsson mun gaumgæfa
folana og veita umsögn.
Sleppidagurinn er 18. júní (laugardagur). Ungfolaskoðunin hefst kl. 10 á Melgerðismelum og þar á eftir verður folunum komið til hólfa,
í síðasta lagi kl. 16 þennan sama dag. Við afhendingu folanna skrifa menn undir skjal þess efnis að vera fola í hólfum sé á
ábyrgð eigenda/umráðamanna.
áhugasamir sendi umsóknir um tiltekna folavist fyrir 10. júní n.k. á netfangið theg@isor.is með
upplýsingum um fnr., nafn, uppruna, lit og örmerki.
Stjórn Náttfara
Kettlingar
Gefins kettlingar. áhugasamir hafi samband í síma 899-9821, Víðir.