Auglýsingablaðið

956. TBL 12. september 2018 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

 Frá Laugalandsprestakalli
Messa sunnudaginn 16. september kl. 11:00 í Grundarkirkju.
Þessi athöfn er sérdeilis ætluð fermingarbörnum væntanlegum og þeirra fólki. En auðvitað eru allir velkomnir.
Sóknarprestur

 Kærar þakkir kæru sveitungar fyrir dásamlega jákvæð viðbrögð við kaffihúsi HÆLISINS og allar hlýju kveðjurnar og hamingjuóskirnar!
Frá 16. september breyti ég opnunartímanum og verð með opið á fös, lau og su kl. 14:00-18:00. Mig klæjar nefninlega í lófana að fara að undirbúa sýninguna um sögu berklanna sem opnar næsta vor! Tek á móti hópum í súpu, brauð og kynningu eftir hentugleikum. María Páls sími 863-6428.

 Snyrtistofan Sveitsæla - Afmælistilboð í september !!!
Í tilefni af eins árs afmæli snyrtistofunnar Sveitasælu í september verð ég með 20% tilboð á öllum snyrtingum, fyrir utan litun og plokkun.
Opið mánu- og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðju- og fimmtudaga kl. 14:00-16:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00. Sjá nánar á Facebook-síðunni: Snyrtistofan Sveitasæla, undir liðnum Þjónustur.
Minni á hágæðavörurnar frá Comfort Zone og gjafabréfin.
Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 Dansnámskeið fyrir byrjendur !
Dansnámskeið verður í Laugarborg og hefst þriðjudaginn 18. september
kl. 20:00-21:20 (seinkaði byrjun til að sjá hvort fleiri vilja skrá sig).
Kenndir verða dansar sem gera ykkur dansfær á næsta balli/blóti eins og t.d. gömlu dansarnir, Jive, Cha cha, vals og fl.
Ef ykkur hefur langað að fara á námskeið í langan tíma en ekki haft ykkur í að fara þá er tíminn núna 😊 Dansinn er holl og góð hreyfing fyrir sál og líkama og rannsóknir hafa sýnt að dansinn lengir lífið, betra verður það nú ekki. Til að fara af stað með námskeið þarf minnst sex danspör, en ég tek það fram að einstaklingar geta líka skráð sig. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Elín Halldórsdóttir danskennari.

 Magnaður september hjà Inspiration Iceland í Knarrarbergi
DAGSKRÁ
18.+25. september kl. 17:30 þriðjudagur - Frítt í Inside Gló Yoga.
13.+20.+27. september kl. 17:30 fimmtudagur - Frítt í Inside GLó Yoga.
14.+21.+28. september kl. 17:30 til kl. 22:00 - Frítt í Vellíðunarstofu.

Allan september: 50% afsláttur af nuddi og nálastungum.
Bókaðu nuddið þitt á netinu, afsláttarkóði: 092018.
https://www.inspiration-iceland.com/is/joga

 Íþróttaskóli barnanna
Íþróttaskóli Umf. Samherja byrjar laugardaginn 29. september.
Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í
leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. Íþróttaskólinn verður samtals sex skipti þetta haustið: 29.09., 06.10., 13.10., 27.10., 03.11. og 10.11, kl. 9:15-10:00. Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri. Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir.
Sjáumst í íþróttahúsinu :)

 Kvennablak
Opnir prufutímar verða í blakinu til 20. september en þá lýkur skráningu fyrir komandi vetur. Hvetjum allar konur í sveitinni sem hafa áhuga á að vera með í skemmtilegum félagsskap að koma og prófa. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 18:30-20:00 og fimmtudögum kl. 20:30-22:00. Þjálfari er Kristinn Reimarsson.
Þær sem vilja frekari upplýsingar geta haft samband við Söndru Einarsdóttur (s.866-2110) eða Lindu Margréti Sigurðardóttur (s.868-8180) í síma eða á Facebook. 


Vetrardagskrá Samherja pdf-skjal.
Nánari upplýsingar á www.samherjar.is og svo erum við líka á Facebook.

 

Getum við bætt efni síðunnar?