ágætu sveitungar 29. nóvember nálgast, en þá ætlum við að halda 1. des
hátíð!
Já, við ætlum að halda 1. des hátíð þann 29. nóvember :-)
Munið að taka kvöldið frá fyrir hina árlegu menningarveislu sem haldin verður í Laugarborg, fimmtudaginn 29. nóv. kl. 20:00. þar mun Birgir
í Gullbrekku og fjölskylda flytja tónlist, haldin verður lagakeppni, Ingólfur á Uppsölum og fjölskylda flytja enn meiri tónlist. Selt verður
kaffi og með því, ásamt öðru góðgæti. Svona regluleg kaffihúsastemning að hætti Menningarmálanefndar og
Tónlistaskólans.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Munið að bókasafnið er opið seinni partinn mánudaga til fimmtudaga. Alltaf eitthvað nýtt! Jólabækurnar farnar að koma ásamt
jólablöðum.
Opnunartímar safnsins: Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.
ágætu sveitungar
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 25. nóvember kl. 11:00. Prestur er sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir.
Vinsamlegast Hannes
Danssýning
Danskennslu er að ljúka í 6.-10. bekk Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi
skólans föstudaginn 23. nóv. kl. 12:40. þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þau hafa lært hjá Elínu Halldórsdóttur
danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.
Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 1. des. kl. 11:00-13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á
staðnum á vægu verði. Gott væri að grípa með sér heftara. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt
súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið
Jólahlaðborði Félags eldri borgara er aflýst
því miður er jólahlaðborði sem vera átti 23. nóvember, aflýst vegna óviðráðanlegra ástæðna. Bestu
kveðjur, stjórnin
Listaverkaalmanak samtakanna 2013 komið út
Listaverkaalmanak Landssamtakanna þroskahjálpar er prýtt myndum eftir 3 stúlkur með þroskahömlun, þær eru Erla Björk
Sigmundsdóttir, Guðrún Bergsdóttir og Sigrún Huld Hrafnsdóttir . Að venju er almanakið einnig "happdrættismiði" þar sem vinningar eru
myndir eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Dregið verður úr vinningum 1. apríl 2013, 4-5 vinningar í hverjum mánuði.
ágóði af sölu almanaksins rennur til Landssamtakanna þroskahjálp og stendur undir stórum hluta reksturs þess.
Almanakið kostar 2.000 kr.
Hundar og kettir
Eigendur hunda og katta eru minntir á að ormahreinsa þarf dýrin, að minnsta kosti árlega. Fyrir lok janúar ár hvert á að tilkynna
skrifstofu um hreinsun hunda skv. 7. gr. samþykktar um hunda- og kattahald. Dýralæknir getur sent staðfestingu um að hreinsun hafi átt sér stað, með
tölvupósti til skrifstofunnar. Einnig þarf að senda staðfestingu á endurnýjun ábyrgðartryggingar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Dýralæknar á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð taka að sér
Garnaveikibólusetningar og hundahreinsun hjá þeim sauðfjárbændum sem þess óska. Kostnaður við aðgerðina er:
*Komugjald: 4.233.- *Gjald pr kind: 160.-*Gudair bóluefni 1 skammtur: 369.-
*Hundahreinsitafla / 1 stk pr 10 kg hund: 474.-*örmerking hunda og skráning í Völustall (gagnagrunn): 2.500.-*Hundahreinsunargjald þar sem ekki eru kindur:
1.950.-(Ekki tekið gjald þar sem bólusett er).*Akstur deilist milli bæja.*öll verð eru með vsk. Hægt er að panta komu hjá
Dýraspítalanum í síma 461-2550 alla virka daga frá kl. 9:00-13.30.
Bestu kveðjur, Elfa og Helga Sigríður
Velkomin á árlegan jólamarkað Dyngjunnar í landi Fífilbrekku, helgina 24. og 25.
nóv. frá 13:00-17:00. Alltaf gaman og kaffi á könnunni. Verslum af nágrönnum og styrkjum heimabyggð. Sjá nánar https://www.facebook.com/dyngjanlisthus
Silva grænmetis- og hráfæðisstaður
Opið fyrir pantanir í sal eða á heimsendum mat í síma 851-1360
Síðustu námskeið fyrir jól. Nokkur sæti laus ennþá.
•Sætt án samviskubits/konfektgerð 26. nóv. kl. 19:30
Nánari upplýsingar á heimasíðunni http://silva.is/
Skráning á netfangið: silva@silva.is /eða í síma: 851-1360
íbúð til leigu
þriggja herbergja íbúð á efri hæð Vökulands er til leigu frá og með 1. desember. Frekari upplýsingar í síma 861-1361
hjá Gretti eða í síma 861-4078 hjá Kristínu
ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN eftir þorvald þorsteinsson
ALLRA SíðUSTU SýNINGAR
16. sýning 24. nóvember kl. 14 öRFá SæTI LAUS
17. sýning 24. nóvember kl. 17
18. sýning 25. nóvember kl. 14 öRFá SæTI LAUS
19. sýning 25. nóvember kl. 17 UPPSELT
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og 10-14 um helgar
Freyvangsleikhúsið kynnir KABARETT 2012
30. nóvember – Kaffihúsastemming
1. desember - Og það verður dansað framundir morgun
TAKIð DAGANA FRá - Nánar auglýst í næsta pósti
Opnar æfingabúðir í borðtennis
Helgina 24.-25. nóv. ætlar landsliðsþjálfarinn í borðtennis, Bjarni Bjarnason, að koma til okkar og halda hér opnar æfingabúðir
í borðtennis. Bjarni hefur verið borðtennisþjálfari frá árinu 2006 og tók við A landsliðinu árið 2009 og hefur séð
um það síðan. Bjarni hefur lokið fjölmörgum námskeiðum sem þjálfari og rekið æfingabúðir fyrir byrjendur sem lengra
komna, bæði hér heima og erlendis og nú síðast í Svíþjóð þar sem leikmenn frá 5 löndum komu til æfinga og
keppni.
öllum nemendum á mið- og unglingastigi í Hrafnagilskóla er velkomið að koma og taka þátt og eru allir sem hafa gaman af að spila borðtennis
hvattir til að koma og læra meira og ná betri árangri. Miðstig hefur tíma frá 12:00-14:30. Unglingastig frá 14:30-17:00 (sami tími
báða dagana). þátttökugjald er 500 krónur á mann.
Frekari upplýsingar og skráning á siggiah@gmail.com eða í síma 663-2961
Sigurður H.