Auglýsingablaðið

559. TBL 21. janúar 2011 kl. 14:22 - 14:22 Eldri-fundur


Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða og umhverfisskýrslu áætlunarinnar.
Skipulagið nær til alls sveitarfélagsins.
Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem stystar en að efnistaka verði þó á tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagið, sem er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og fylgiskjöl með skipulaginu ásamt umhverfisskýrslu eru til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillögurnar liggja einnig frammi á Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.eyjafjardarsveit.is
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með    8. mars 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar


Fundur hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur fund í Garðsfjósinu fimmtudaginn 27. janúar 2010, kl.10:30. Gestur fundarins verður Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðanautur Bændasamtaka íslands. Skoðaðir verða gripir í fjósinu og flutt erindi um nautgriparækt. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.
Stjórnin


Frá Samherjum
Nú er vorönn formlega hafin hjá Samherjum og um að gera fyrir unga sem aldna að stunda fjölbreyttar íþróttir á vegum félagsins. Eins og sjá má á stundatöflunni á heimasíðu félagsins (www.samherjar.is) er nóg í boði og auðvelt að stunda fjölbreytta hreyfingu með ódýrum hætti.  Vakin er athygli á því að æfingagjöld gilda sem opinn aðgöngumiði í allar greinar að vild.  Slíkur sveigjanleiki er líklega einsdæmi hjá starfandi íþróttafélagi.
æfingagjöldum hjá Samherjum er mjög stillt í hóf. Félagið greiðir niður æfingagjöldin með styrkjum og fé sem aflað er með sjálfboðastarfi félagsmanna.
Gjöldin á vorönn eru eftirfarandi:

A) Börn og unglingar að 16 ára aldri
> 10.000 kr á hvert barn á önn.
> Einungis er rukkað eitt gjald fyrir hvert barn þótt æfðar séu fleiri íþróttagreinar.
> Mest er rukkað fyrir tvö systkini, eða að hámarki kr 20.000.
Stjórnin hvetur börn og unglinga að stunda sem flestar greinar.

 B) Fullorðnir

> 15.000 kr á mann óháð fjölda greina.
> æfingagjöld geta því mest orðið 50.000 kr á heimili á önn

í vor bætist borðtennis við sem grein fyrir unga sem aldna undir styrkri stjórn Sigurðar Eiríkssonar. það er mikilvægt fyrir félagið að sem flestir nýti sér það sem í boði er því að góð þátttaka er forsenda þess að hægt sé að halda úti öflugu íþróttastarfi í Eyjafjarðarsveit.
Allar upplýsingar má finna á vef Samherja www.samherjar.is


Kæru sveitungar
Fimmtudaginn 3. febrúar ætla nemendur í 10. bekk að halda bingó í Laugarborg. Veglegir vinningar og veitingasala. Nánar auglýst í næsta föstudagspósti.
Kveðja, nemendur í 10. bekk


Almanak þroskahjálpar 2011
Listaverkaalmanak Landssamtakanna þroskahjálpar er prýtt  myndum eftir Erró og kostar 2.000 kr. Að venju er almanakið einnig "happdrættismiði" þar sem vinningar eru myndir eftir fremstu listamenn þjóðarinnar á sviði grafíklistarinnar. Dregið er mánaðarlega og er hægt að skoða vinninga á  throskahjalp.is  ágóði af sölu almanaksins rennur til reksturs samtakanna.
þar sem enginn mun keyra um sveitina og selja Almanakið fyrir okkur að þessu sinni, vil ég benda þeim á sem vilja nálgast almanakið, að hafa samband við mig í síma 862-2472 og við finnum leið til að hittast.
Kolbrún Ingólfsdóttir, formaður þroskahjálpar á Norðurlandi eystra


Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn 5. febrúar 2011, kl. 11 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Kveðja stjórnin


Er ekki tími til kominn að dansa !!!
Cha cha, Samba, Jive, Enskur vals, Vínar vals, Tjútt, gömlu dansarnir og margt fleira.
Byrjendahópur verður á þriðjudögum, ef næg þáttaka fæst, kl. 21.00, 10 skipti og byrjar 1. febrúar. Konuhópurinn verður á sínum stað á þriðjudögum kl. 20.00-21.00 og byrjar einnig 1. febrúar.
Nú svo ef einhverjir kunna nú eitthvað fyrir sér í dansinum en hafa tekið sér pásu þá er framhaldshópur á fimmtudögum kl. 19.30. Kennsla fer fram í Laugarborg.
Nánari upplýsingar í síma 891-6276.
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir


Allt á fullu hjá Góða dátanum Svejk
Já, við vildum nú bara aðeins minna á okkur. Góði dátinn Svejk verður frumsýndur í febrúar. þarna er, eins og áður hefur komið fram, ærslafullur gamanleikur á ferðinni.
Leikgerð; Colin Teevan. Leikstjóri; þór Tulinius
Núna er til sölu í Eymundsson Akureyri (2. hæð) gjafabréf á sýninguna. Almennt verð á sýningu mun verða kr. 2.900 kr. en gjafabréfin eru seld á kr. 2.500.
Bestu kveðjur: Freyvangsleikhúsið


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg 7. febrúar kl. 20.30. Dagskráin auglýst síðar.
Stjórnin


Hesthúspláss til sölu á Melgerðismelum
Til greina kemur að selja hesthúspláss á Melgerðismelum, stakar stíur, eða jafnvel húsið í einu lagi. áhugasamir hafi samband við Huldu í Kálfagerði í síma 866-9420.
Hulda


Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - stofnfundur
Boðað er til stofnfundar Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar í Félagsborg miðvikudaginn 26. janúar kl. 20.30. þeir sem stunda ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og áhugamenn um málefnið eru hvattir til að mæta.
Undirbúningsnefnd

Getum við bætt efni síðunnar?