Frá Freyvangsleikhúsinu
það hefur sannarlega verið líf og fjör í Freyvangsleikhúsinu í vetur þar sem Dýrin í Hálsaskógi hafa algjörlega
slegið í gegn og eru nú bráðum 3000 gestir búnir að sjá sýninguna sem hlotið hefur frábæra dóma.
Nú fer sýningum fækkandi og hver að verða síðastur að tryggja sér sæti á Dýrin í Hálsaskógi.
Næstu sýningar:
Laugardagur 10. apríl kl 14:00 UPPSELT
Sunnudagur 11. apríl kl 14:00 UPPSELT
Laugardagur 17. apríl kl 14:00
Sunnudagur 18. apríl kl 14:00
Laugardagur 24. apríl kl 14:00
Sunnudagur 25. apríl kl 14:00
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Freyvangsleikhússins
http://freyvangur.net/
Gott fólk!
Margir eru að vinna að handverki á þessum árstíma. Minnum á að sveitamarkaðurinn er kjörinn staður fyrir þá sem vilja koma
framleiðslu sinni á framfæri.
Markaðsdagarnir verða 6 og fyrsti markaðsdagur verður sunnudaginn 11. júlí.
Fimmgangur
Frá Dalbjörgu
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn þann 15. apríl n.k. Staðsetning fundarins verður auglýst á heimasíðu Dalbjargar
http://www.dalbjorg.is/
Stjórnin
Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Mánudaginn 12. apríl verður opnað eftir páskafrí í Félagsborg. Tekið verður á móti félagsgjöldum og afhent
félagsskírteini og afsláttarbækur. Einnig verða skráðir nýir félagar sem alltaf eru velkomnir.
Stjórnin
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Grundarsókar verður haldinn í Félagsborg, heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla, þriðjudaginn 13. apríl kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Kirkjuskólinn
Minnum á kirkjuskólann í Hjartanu, Hrafnagilsskóla n.k. sunnudag kl. 11.
Katrín, Brynhildur, Hrund og Hannes
Knapamerkjanámskeið
Funi býður upp á Knapamerkjanámskeið 1 og 2 á Melgerðismelum. Verklega kennslan verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30
frá 13/4 - 15/6. Námskeiðið verður 15 tímar verklegt og 8 tímar bóklegt.
Verð: 35.000 (kennslubækur ekki innifaldar).
Kennari: Sara Arnbro
Einnig verður hægt að taka stöðupróf.
Skráning og upplýsingar: 845 22 98
Einnig verður hægt að bóka allmenna einkatíma þessi kvöld.
Leitum að húsnæði fyrir haustið
Erum 4 manna fjölskylda með tvo hunda og óskum eftir húsnæði á Akureyri eða nágrenni vegna fyrirhugaðs náms á haustönn 2010
við HA.
Heitum skilvísum greiðslum og erum reyklaus. Höfðum hugsað okkur að fá afhent í kringum 1. ágúst. Endilega hafið samband;
Hafdís í síma 865-0707 eða á hafdisben@gmail.com
óskar í síma 846-5978 eða oskartor@internet.is
ágætu sveitungar
Kvenfélagið Hjálpin ætlar að hafa flóamarkað á Melgerðismelum sumardaginn fyrsta, á sama tíma og Hestamannafélagið Funi
verður með sinn árlega viðburð, kaffisölu og dýrasýningu. Til að halda flóamarkað þurfum við einhvern varning og það er
von okkar að vinir og velunnarar geti séð af einhverjum munum svo sem fatnaði og fl. Allt kemur til greina, buxur, vesti o.s.frv., bækur, búsáhöld,
létt húsgögn, og hvað eina sem þið eigið í geymslu eða bara búin að fá leið á. þetta á að vera
alvöru skemmtilegur flóamarkaður og munið að það sem einum finnst ljótt, finnst öðrum flott.
þeir sem vilja gefa dót mega hafa samband við Gunnu á Stekkjarflötum sími 865 1621 eða Siggu Rósu sími 898 5468.
Með von um góðar undirtektir, Kvenfélagið Hjálpin.