Heilbrigðiseftirlit

Eyjafjarðarsveit á aðild að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, (HNE) sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á svæðinu. HNE hefur m.a. eftirlit með vatnsbólum, fráveitumálum, þrifnaði og umgengni utanhúss og veitir starfsleyfi fyrir atvinnustarfsemi.

Hunda- og kattahald

Í Eyjafjarðarsveit eru í gildi reglur um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Reglurnar í heild má sjá hér,  en að neðan má sjá atriði sem sveitarstjórn leggur mikla áherslu á.
Hundahald
Alla hunda ber að skrá og áður skulu þeir hafa verið örmerktir og ábyrgðartryggðir. Við skráninguna eiga að fylgja  örmerkisnúmer og vottorð um ábyrgðartryggingu.
Eyðublöð til skráningar hunda má fá á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar en einnig má skila rafrænum skráningum með tengli hér í valstikunni til vinstri á síðunni.
Eiganda ber að gæta þess að hundurinn valdi ekki hættu eða óþægindum og hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum. Eigendur bera ábyrgð á tjóni sem hundar þeirra valda.
Kattahald
Alla ketti á að merkja með ól um hálsinn þar sem fram koma upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer.
Ketti skal ormahreinsa árlega eða oftar eftir þörfum. Eigendum ber að varðveita vottorð um ormahreinsun katta sinna.
Eigendur eru jafnframt hvattir til að láta bólusetja ketti sína reglulega, gegn helstu smitsjúkdómum katta.

Frágangur á rotþróm og siturlögnum?
Ekki er sama hvernig gengið er frá rotþróm og siturlögnum og afar mikilvægt að vel sé að þessum málum staðið til að tryggja rétta virkni rotþróa. Hægt er að nálgast fræðslubækling um rotþrær og siturlagnir á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Bæklinginn á PDF formi  má lesa hér. Í Eyjafjarðarsveit er í gildi samþykkt um hreinsun og losun rotþróa, og samþykktina má lesa hér.
 
Litlar vatnsveitur
Árið 2003 gaf Umhverfisstofnun út bækling sem ber heitið "Litlar vatnsveitur" og er ætlaður þeim sem  hyggjast koma sér upp eða eiga slíkar svo sem bændum, sumarbústaðaeigendum, félagasamtökum og minni sveitarfélögum.
Í bæklingnum er sýnt hvernig á að bera sig að við val, hönnun og gerð lítilla vatnsveitna. Bæklinginn á PDF formi má sjá hér.
Síðast uppfært 26. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?