Auglýsingablaðið

1142. TBL 11. maí 2022

Auglýsingablað 1142. tbl. 14. árg. 11. maí 2022.

 


Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 14. maí 2022
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 14. maí. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00.
Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Stafræn skilríki í síma þurfa að hafa verið uppfærð eftir 6. apríl 2022. Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit,
Einar Grétar Jóhannsson, Helga Hallgrímsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.

 


Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í eldhús – framtíðarstaða (móttökueldhús)
Um er að ræða 100% stöðu starfsmanns í eldhúsi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:

  • Reynsla af eldhússtörfum
  • Metnaður og áhugi
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn

Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is



Fermingarmessa í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 15. maí kl. 11:00
Fermd verður Lilja Karlotta Óskarsdóttir. Félagar úr Kór Laugalandsprestakalls leiða safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Auður Thorberg.
Athöfnin er öllum opin og við hvetjum sóknarbörn til að koma og gleðjast með Lilju Karlottu.

 

Sameiginlegur framboðsfundur listanna í kvöld 11. maí kl. 20:00
Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í Eyjafjarðarsveit í sveitarstjórnarkosningum næstkomandi laugardag. Fundurinn verður í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 11. maí og hefst kl. 20:00.
Frambjóðendur.

 


Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Miðvikudaginn 11. maí verða vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Þeir eru haldnir í Laugarborg og verða kl. 17:00, kl. 18:00 og kl. 20:00.
Dagskrá tónleikanna er blönduð og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Vatnsleikfimi
Íbúar Eyjafjarðarsveitar 60 ára+ vatnsleikfimitími undir stjórn Helgu Sigfúsdóttur sjúkraþjálfara verður í sundlauginni við Hrafnagilsskóla næstkomandi föstudag 6. maí klukkan 11:20, mjög góðar og liðkandi æfingar, mætum sem flest.
Gott er að mæta um klukkan 11:00.
Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveitar.

 


Frítt fyrir 60 ára og eldri - Námskeið í tæknilæsi
Lærðu á tækin þín, tæknina & möguleika internetsins. Frítt námskeið fyrir 60 ára og eldri. Kennt verður 17., 19., 24. og 26. maí í Félagsborg.
Hópur 1 kl. 10:00-12:00 og hópur 2 kl. 13:00-15:00.
Skráning hjá Huldu Magneu á tjarnir@simnet.is eða í síma 864-6191.
Nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Sif J. Ástudóttur í síma 460-4717 eða 848-3586.
Símey.

 


Leiðrétting - Auglýsingablaðið og nýtt dreifingadagatal landpósta 2022
Eftir að auglýsingablaðið fór í dreifingu í síðustu viku leiðrétti Pósturinn dreifingadagatalið sem var rangt á heimasíðu þeirra, Eyjafjarðarsveit er blá á dagatalinu (eftir breytinguna) og því verður pósti dreift um sveitina á miðviku- og föstudögum.

Auglýsingablaðinu verður dreift á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga verður óbreyttur þ.e. fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is Sjá nánar um auglýsingablaðið á https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/auglysingabladid

Fréttina um breitinguna má lesa á heimasíðu Póstsins: https://posturinn.is/frettir/almennar-frettir/2022/nu-dreifum-vid-brefum-tvisvar-i-viku/

 


Eva Líney Reykdal sellóleikari
Framhaldsprófstónleikar fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 20:00, í Hömrum, Hofi.
Eva Líney Reykdal hóf nám í sellóleik hjá Ásdísi Arnardóttur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Undanfarin ár hefur hún undirbúið framhaldspróf í sellóleik undir handleiðslu kennara síns Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur. Framhaldsprófinu lýkur með fyrrnefndum tónleikum þar sem Eva Líney leikur verk eftir Bach, Haydn, Beethoven og Debussy. Auk Evu Líneyjar koma fram á tónleikunum Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri, Helga Kvam píanóleikari, Styrmir Þeyr Traustason píanóleikari og Íris Orradóttir sem leikur á klarinett.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.

 

-Listinn, þar býr krafturinn!

Ágætu sveitungar, takk til ykkar sem komuð á vorhátíðina sl. sunnudag.

Nú nálgast stóri dagurinn óðfluga.
Eiður Jónsson tekur að sér að sjá um akstur á kjörstað fyrir þá sem vilja.
Þeir sem vilja nýta sér það hringi í númerið 861-5537.

Þá verður K-listinn með kosningavöku á Kaffi Kú kosningadagskvöldið 14. maí frá kl. 21:00.
Allir velkomnir.

Kosningakvöld hjá K listanum!

 

Laust starf
Óska eftir starfsmanni til að þrífa ferðaþjónustuhús. Um er að ræða hálfa stöðu sem unnin er á tímunum 9-13/10-14/11-15 virka daga í sumar. Mikill sveigjanleiki ef starfsmaður þarf á leyfi að halda. Viðkomandi þarf að vera vandvirkur, drífandi og geta unnið sjálfstætt.
Starfið hentar einungis líkamlega heilsuhraustu fólki.
Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 851-1360 milli 13:00 og 19:00 alla daga eða með tölvupósti á netfangið silva@silva.is

 


Lionsklúbburinn Sif
Minnum félagskonur á hitting miðvikudagskvöldið 18. maí kl. 19:45 á planinu við Félagsborg. Við ætlum að heimsækja og skoða Dyngjuna-Listhús.

Aðrar áhugasamar konur um félagsstarfið; endilega hafið samband við Lionsklúbbinn Sif í gegnum facebook-skilaboð eða við Hrönn, formann í síma 866-2796.

Síðar á döfinni er aðalfundur 8. júní og lokahóf stuttu síðar.
Starfsárinu lýkur síðan formlega 30. júní. Þá förum við í gott sumarfrí og byrjum aftur í haust.

Getum við bætt efni síðunnar?