Auglýsingablað 1241. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 30. apríl 2024.
Sveitarstjórnarfundur
632. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. maí og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Leikskólinn Krummakot leitar að öflugum aðstoðarleikskólastjóra í stækkandi leikskóla á Hrafnagili
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti er 81 barn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Vegna framkvæmda við byggingu nýs og glæsilegs leikskólahúsnæðis fyrir leikskólann Krummakot auglýsum við eftir 50% stöðu aðstoðarleikskólastjóra til og með 31.júlí 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu aðstoðarleikskólastóra og 50% önnur störf innan leikskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vera faglegur leiðtogi sem og staðgengill leikskólastjóra
- Að vinna náið með leikskólastjóra við mótun faglegs leikskólastarfs í stækkandi skóla
- Að vinna með starfsfólki að því að ýta undir skapandi námsumhverfi þar sem vellíðan ríkir og tryggi að styrkleikar hvers og eins fái notið sín
Aðstoðarleikskólastjóri mun taka þátt í stefnumótandi vinnu og undirbúning á flutningi starfseminnar í nýtt húsnæði. Horft er til þess að um framtíðarráðningu starfsmanns verði að ræða en stjórnunarskipurit starfseminnar verður endurskoðað vorið 2025.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgir umsókn)
- Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða er kostur
- Reynsla af stjórnun og góð leiðtogahæfni
- Áhugi og reynsla í að leiða og þróa leikskólastarf
- Góðir samskiptahæfileikar og vilji til að leita nýrra og skapandi leiða í skólastarfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Sveikjanleiki og framsýni í hugsun
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
- Góð hæfni í samskiptum er mjög mikilvæg.
Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
SÖGULOK - tónleikar í tali og tónum - laugardaginn 4. maí kl. 15:00 og 17:00
Kynntur verður söguheimur tengdur þjóðsagnaarfinum og á milli verða leikin lög bæði þekkt íslensk þjóðlög, írskt þjóðlag og lög sem tengjast hulduheimum.
Nýja bókin mín ÓLGA, kynjaslangan verður til sölu en einnig er að hægt að kaupa miða og bók í gegnum tix.is.
Miðaverð 2.500 kr. en frítt er fyrir börn á skólaaldri.
Hlakka til að sjá ykkur, kveðja Hrund.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2024 verður haldinn mánudagskvöldið 20. maí, annan í hvítasunnu, kl. 20:00 á Ytra-Gili.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Athugið að framboðsfrestur til stjórnar rennur út viku fyrir aðalfund.
Veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.