Hrafnagilsskóli – atvinnuauglýsingar
Leikskólinn Krummakot óskar
eftir því að ráða starfsmann í sumarafleysingar
100% staða frá 3. júní-5. júlí og aftur 6.-23. ágúst. Umsóknarfrestur er til 21. maí n.k.
Leikskólinn Krummakot óskar eftir leikskólakennurum
Upplýsingar gefur Hugrún Sigmundsdóttir stjórnandi leikskólans hugruns@krummi.is
Aðstoðarskólastjóri óskast
frá og með 1. ágúst 2013. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er
ótvíræður leiðtogi og er fær í samskiptum.
Grunnskólinn óskar eftir grunnskólakennurum og stuðningsfulltrúum
Kennara vantar í umsjón á miðstigi (75% stöðu) frá 1. ágúst n.k.
Upplýsingar um störfin veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri hrund@krummi.is eða í símum 464-8100 og 699-4209.
Umsóknarfrestur fyrir þessar stöður er til og með 28. maí n.k.
Sjá nánar á heimasíðum Hrafnagilsskóla og/eða Eyjafjarðarsveitar
íþróttamiðstöð verður lokuð 18.-27. maí vegna
viðhalds
Opnum aftur í potta, eimbað og sal þriðjudaginn 28. maí kl. 8:00-21:00 virka daga og um helgar kl. 10:00-17:00.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1997, 1998 og 1999 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum
fyrir 25. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is
í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-0600
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 19. maí, hvítasunnudag, er ferming í Grundarkirkju kl.11:00:
Fermd verða:
Aðalheiður Anna Atladóttir, Meltröð 2
Andrea Björk Karelsdóttir, Skógartröð 5
Benedikt Máni Tryggvason, Skógartröð 1
Davíð Almar Víðisson, Grund 1
Freydís Erna Guðmundsdóttir, Syðra-Felli
Kristján Karl Randversson, Fosslandi 1
Kristrún ósk þórhallsdóttir, Snægil 30, Akureyri
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Sigtúni
Telma Rós Arnardóttir, Miklagarði
Valdís Sigurðardóttir, Hjallatröð 4
Valentína Björk Hauksdóttir, Skák
þorgerður Daníelsdóttir, Skógartröð 9
þorlákur Már Aðalsteinsson, Brekkutröð 7
þorsteinn Jón Thorlacius, Sunnutröð 2
þór ævarsson, Fellshlíð
Ferming annan í hvítasunnu, mánudaginn 20. maí, kl. 11:00 í
Munkaþverárkirkju:
Fermdur verður Vignir Gunnarsson, Heiðarlundi 7 B, Akureyri
íbúafundur um eyðingu skógarkerfils
Miðvikudaginn 22. maí kl. 20 verður haldinn íbúafundur í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Farið verður yfir aðgerðir sumarsins í
eyðingu kerfilsins. Landeigendur eru hvattir til að mæta og fræðast um þennan vágest. Umhverfisn. og landbúnaðar- og
atvinnumálan.
Bókasafnið verður lokað annan í hvítasunnu. Síðasti
útlánadagur er 31. maí.
ágætu kvenfélagskonur í öldunni Voröld
Minnum á
vorfundinn hjá Lóu á Sigtúnum fimmtudagskvöldið 16. maí klukkan 20.00.
Kveðja stjórnin
Félag aldraðra í Eyjafirði
Sumarferðin verður 10.-13. júní. Gist verður 3 nætur á Hótel Stykkishólmi.
Félagar tilkynnið þátttöku til Reynis, Jófríðar eða óttars.
Nefndin
árshátíð Eyjafjarðarsveitar -verður frestað fram til
haustsins.
Bestu kveðjur, nefndin
Frá Guðrúnu Steingrímsdóttur
þar sem ég hef nú látið af störfum fyrir Smámunasafnið langar mig að þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í starfi og
sýnt safninu velvild og skilning síðastliðin tíu ár.
það hefur verið einstaklega gaman að sjá viðbrögð fólks þegar það fer að ganga um og skoða safnið, algjörlega
dolfallið af undrun og hrifningu, fyrst og fremst yfir hve smekklega safnið er sett upp í húsinu og svo auðvitað að það var bara einn maður sem
safnaði þessu öllu.
Samstarfsfólki mínu þakka ég svo fyrir liðin ár og nýjum umsjónarmanni Berglindi Mari Valdemarsdóttur óska ég velfarnaðar
í starfi.
Lifið heil, Guðrún Steingrímsdóttir
Kæru sveitungar
Næstkomandi laugardag, 18. maí, fara framhaldsprófstónleikar mínir fram í Hömrum í Hofi. þeir byrja kl. 14:00. Allir hjartanlega
velkomnir.
Sigríður Hulda Arnardóttir
Rangó vantar nýtt heimili
Rangó er tveggja ára hundur, hrikalega skemmtilegur og góður við menn og dýr. Hann var í pössun í Eyjafjarðarsveit fyrir ca. 2
mánuðum og undi sér mjög vel og var mjög flottur í kringum dýrin. Nánari upplýsingar veitir Steinþór í síma:
612-8184
Neglur-ásetning og/eða lagfæring
Tímapantanir a.v.d. kl. 17:00-21:00 og laugard. kl. 13:00-17:00, í síma 866-2796 (Hrönn).
Mikið úrval af naglaskrauti, french- og glimmerlitum.
Sjá nánar á facebook: Naglaskúr HAB
Samherjar - lokafrestur til að panta íþróttagalla!
Minnum á sölu á keppnisgöllum Samherja og æfingagöllum UMSE. Myndir af göllunum er hægt að sjá inn á heimasíðu Samherja
http://www.samherjar.is/. Endilega drífið í að senda pöntun á netfangið brynhildurb@unak.is eða hringið í síma 863-4085 til frekari upplýsinga.
Síðasta dagsetningin til að panta galla er 22. maí.
Samherjar - Blómasala um hvítasunnu
Líkt og undanfarin ár selja Samherjar blóm fyrir hvítasunnuna til styrktar starfi félagsins. íbúar eru hvattir til að taka vel á
móti blómasölufólki um helgina og styrkja þannig starfið okkar :-) þá auglýsum við einnig eftir sölufólki og biðjum
félagsmenn sem gætu tekið að sér sölu á blómum seinnipartinn á föstudag og á laugardag, um að hafa samband við Valgerði
í síma 862-7854. Stjórnin