Safnvörðurinn fundinn
Safnverðinum okkar hefur verið skilað og erum við þakklátar fyrir það. Hann þarfnast hinsvegar viðgerðar og er það von okkar að þeir aðilar sem urðu valdir að hvarfi hans, sjái sóma sinn í því að bæta fyrir skemmdirnar. Safnvörðurinn var gerður sérstaklega fyrir Smámunasafnið af félaginu Geðlist.
Kveðja, starfsfólk Smámunasafnsins
Afturgafl tapaðist!
Laugardaginn 20. júní tapaðist afturgafl af kerru milli Steinhóla og Kristness. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 8408842. Atli.
Ungfolahólf Náttfara
Sleppt verður í ungfolahólf Náttfara laugardaginn 27. júní frá kl. 13.00 - 15.00. Þeir sem vilja koma folum í hólfið er bent á að senda tölvupóst á netfangið einar@krummi.is með upplýsingum um IS númer, örmerki, nafn og heimilisfang eiganda. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Gíslason á Brúnum s: 8631470
Ágætu sveitungar
Okkur stúlkunum á Smámunasafninu langar til að bjóða uppá hannyrða-kaffihús á safninu á fimmtudögum milli kl. 13:00 og 16:00 í sumar, frá og með 2. júlí.
Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi.
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkur Smámunasafnsins
Sorphirða í Eyjafjarðarsveit
Sorphirðudagatal má sjá hér
Fleiri fuglahræður hafa bæst í hópinn
Ánægjulegt er að sjá að íbúar í sveitinni sýna verkefninu áhuga. Við hvetjum alla íbúa sveitarinnar til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur, útbúa fuglahræður og velja þeim stað hér í sveitinni sem sést frá veginum. Fuglahræðurnar mega vera óhefðbundnar og efnisval er frjálst. Þann 3. júlí þurfa þær að fara á stjá og hápunkturinn verður á Handverkshátíðinni þar sem einhverjum þeirra verður boðið inn á svæðið og í lok hátíðar verða verðlaun veitt. Þetta uppátæki mun án efa kæta gesti sveitarinnar líkt og póstkassarnir, traktorinn og kýrnar á Hvassafelli gerðu um árið og tryggir okkur vonandi enn fleiri gesti á Handverkshátíðina í ár en síðustu ár. Með von um góða þátttöku.
Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðar