Auglýsingablaðið

819. TBL 02. febrúar 2016 kl. 14:32 - 14:32 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl.15.00 í
fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Ágætu sveitungar
Þegar unnið var að efni Eyvind urðu mér á mistök sem mig langar að leiðrétta. Þar láðist að birta nöfn eftirfarandi sem létust á árinu:
Ingólfur Wendel Birgisson sem fæddist 8. júní 1967, lést 22. ágúst 2015 og fór útför fram 8. september í Akureyrarkirkju.
Magnea Garðarsdóttir sem fæddist 17. september 1928, lést 1. september 2015 og fór útför fram í Munkaþverárkirkju 11. september 2015.
Guð blessi minningu þeirra.
Þann 28. júní var Sveinn Atlas Sigmundsson skírður í Hólakirkju en foreldrar hans eru Anna Sonja Ágústsdóttir og Sigmundur Sveinsson á Hólum.
Ég bið alla viðkomandi innilega afsökunar á mistökum mínum.
Hannes

Leiguíbúð óskast
Óska eftir húsnæði í Hrafnagilshverfi, frá stúdíóíbúð til 3 herb. Er traust og snyrtileg og er ekki með gæludýr. Get flutt inn í byrjun mars, apríl eða maí.
Allar upplýsingar í síma 780 7716 eða hvandersen75@gmail.com

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar
Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Í ár lítur uppbyggingarsjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða. Nánari upplýsingar má finna á http://www.eything.is/

Folaldasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara
Hrossaræktarfélagið Náttfari fyrirhugar að halda folaldasýningu sunnudaginn 7. febrúar n.k. Áhugasamir takið daginn frá ;O)
Nánar auglýst síðar !

Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn
6. febrúar kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýjar konur hvattar til að mæta.
Eftir fundinn verður boðið upp á súpu og salat að hætti Iðunnarkvenna.
Stjórnin

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016 (Facebook: Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2016)
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 30. janúar næstkomandi.
Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.
Veislustjóri kvöldsins verður hinn óborganlegi Sólmundur Hólm, eftirherma, uppistandari og útvarpsmaður.
Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi með þá Karl Örvarsson og Kobba Jóns í fararbroddi.
Aldurstakmark er 17 ár (þ.e. fæðingarár 1999)
Að vanda mæta gestir með trogin sín full af dýrindis krásum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað.
Engin sjoppa verður á staðnum.

Þar sem uppselt er á blótið verða ósóttar miðapantanir seldar fimmtudaginn 28. janúar.

Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd

Við opnum sveitina okkar á föstudögum
Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.
Lamb Inn verður með opið föstudaginn 29. janúar, Silva föstudaginn 5. febrúar og svo koll af kolli.

Þátttakendur í opnunarátakinu eru:
• Kaffi Kú : Besta kaffið í sveitinni, þó víðar væri leitað.
• Gamli bærinn á Öngulsstöðum: Upprunalegir innviðir frá árinu 1820.
• Lamb Inn veitingastaður: Lambið í öndvegi. Opið annan hvern föstudag frá 29. janúar.
• Silva veitingastaður: Hollustan í fyrirrúmi. Opið annan hvern föstudag frá 5. febrúar.
• Smámunasafnið, Sólgarði: Opið kl. 13.00 – 17.00.
• Sólarmusterið Finnastöðum: Friðarhjólið og orkustaðir heimsóttir með leiðsögn og fræðslu um álfa og aðrar verur jarðarinnar.
• Holtsel: Opnar 26. febrúar. Ís frá býli.
• Dyngjan listhús: Listmunir, handverk og námskeið, jafnvel kaffi hjá Höddu.
• Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar: Opin alla virka daga kl. 6.30 – 21.00 og um helgar frá kl. 9.00 – 17.00
• Jólagarðurinn og Bakgarðurinn: Töfraveröld jólanna og norræn sælkeraverslun. Opið alla daga frá kl. 14.00-18.00

Getum við bætt efni síðunnar?