Auglýsingablaðið

988. TBL 30. apríl 2019 kl. 16:38 - 16:38 Eldri-fundur


Vinnuskólinn
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2003, 2004 og 2005 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri, frá og með 11. júní.
Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.


Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit
Grunnskólakennari/sérkennari
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 70% starfshlutfall. Um er að ræða sérkennarastöðu í sérdeild stúlkna sem dvelja á meðferðarheimilinu að Laugalandi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. 

Leitað er eftir kennara sem:
• Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
• Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
• Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Kennari í hönnun og smíði
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði. Um er að ræða hálfa stöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum úr margs konar efniviði. Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár unnið með skógarverkefni sem byggir m.a. á samþættingu smíða og hönnunar við aðrar greinar.
Leitað er eftir kennara sem:
• Sýnir metnað í starfi.
• Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Er skapandi og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2019. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2019
Dagana 6. – 10. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2013) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri


Félag eldri borgara

Kæru félagar, nú styttist í vetrarstarfinu hjá okkur.
Þriðjudaginn 7. maí komum við saman í félagsstarfinu í Félagsborg.
Þriðjudaginn 14. maí ætlum við að hittast á kaffihúsinu Hælinu, hjá Maríu Pálsdóttir kl. 15:00 og þannig slúttum við vetrarstarfinu.
Ef þið þurfið nánari upplýsingar, hafið samband við formann í síma 846-3222.
Svo taka við göngutúrar sumarsins, sem verða auglýstir síðar.
Geymið auglýsinguna.
Kv. stjórnin.


Lausaganga katta
Kvörtunum vegna lausagöngu katta hefur fjölgað að undanförnu.
Þar sem varptíminn fer nú í hönd er vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda- og kattahald þar sem segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.” Þar kemur einnig fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.
Sveitarstjóri


Eru góðar gönguleiðir í þínu landi?
Til skrifstofunnar leita ýmsir aðilar með spurningar um hvar séu góðar gönguleiðir í sveitarfélaginu.
Við höfum áhuga á að gera eitthvað af þeim sýnilegar á heimasíðunni hjá okkur sem og hjá aðilum sem eru að beina fólki á ákveðnar gönguleiðir.
Endilega bendið okkur á skemmtilegar gönguleiðir sem þið hafið áhuga á að beina fólki um með því að senda okkur tölvupóst á esveit@esveit.is.
Kveðja, sveitarstjóri.


Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar
Kvenfélagið Iðunn verður með sinn árlega vorfund þann 11. maí, kl. 11:00 í Laugarborg. Dagskrá fundarins verður send Iðunnarkonum í bréfpósti og auglýst á facebooksíðu Iðunnar. Léttar veitingar, happdrætti og skemmtilegheit. Nýjar konur ávallt velkomnar. Vorkveðjur, stjórnin.


Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar
Verða í Laugarborg laugardaginn 11. maí kl. 20:30.
Flutt verða lög úr ýmsum áttum.
Einsöngvarar: Margrét Árnadóttir, Engilbert Ingvarsson, Stefán Markússon og Jóhann Einar Óskarsson. Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Hljómsveit: Brynleifur Hallsson gítar, Eiríkur Bóasson bassi, Árni Ketill Friðriksson trommur og Valmar Valjaots píanó.
Miðaverð 3.500,- kr. Miðar seldir við innganginn.
ATH. ekki er posi á staðnum = ekki tekið við kortum.


Tún til slægna
Erum með tún til afnota.
Upplýsingar í síma: 899-4125.

Getum við bætt efni síðunnar?