Sveitarstjórnarfundur
434. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. júní og hefst hann kl.
17:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
því miður taka lagfæringar við sundlaugina fáeina daga í viðbót. áætlað er að taka sundlaugina í notkun sunnudaginn 23.
júní.
Sumaropnun sundlaugar tók gildi 18. júní:
Opið virka daga kl. 6:30-22:00 og um helgar kl. 10:00-20:00
Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013
Mikil eftirvænting ríkir vegna samkeppninnar um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar og búast má við mikilli umferð um sveitina
líkt og í fyrra. Allir kassarnir verða myndaðir og myndir birtar á heimasíðu og Facebooksíðu Handverkshátíðar. Gangi ykkur
vel í undirbúningnum.
Bestu kveðjur, Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðar
Jónsmessuganga Samherja á Torfufell
Sunnudaginn 23. júní stendur Ungmennafélagið Samherjar fyrir Jónsmessu-kvöldgöngu á fjallið Torfufell (ca. 1200 m hátt). Lagt verður af
stað frá Hólsgerði kl. 18:00 og áætlað er að gangan taki um 4-5 klst., það ræðst þó allt af gönguhraða.
þetta er tilvalin gönguferð fyrir fullorðna og "eldri börn" svo nú er bara að pússa gönguskóna, smyrja nesti og njóta þess að
hreyfa sig saman í bjartri sumarnóttinni :-)
Andspyrna í Hrafnagili...
Laugardaginn 22. júní kl. 18:00 verður spilaður leikur í íslensku andspyrnudeildinni á fótboltavellinum í Hrafnagili. þar mætast
Drekarnir, lið ungmennafélagsins æskunnar á Svalbarðsströnd og Griðungar, lið HK í Kópavogi.
http://www.andspyrna.is/
Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum
kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar,
safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar
veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)
Sætisæfingar - námskeið
Barna- og unglingaráð Funa stendur fyrir námskeiði í sætisæfingum fyrir börn og unglinga í Funa. Anna Sonja ágústsdóttir
sér um námskeiðið en um er að ræða einstaklingskennslu í þrjú skipti, um hálftíma í senn. Námskeiðið er
niðurgreitt af Funa en hver þátttakandi greiðir hlut í námskeiðinu sem nemur 4.000 krónum (mæta með í fyrsta tíma). Mæta
þarf með hjálminn og sjálfan sig á Melgerðismela, hestur og reiðtygi verða á staðnum.
Takmarkaður fjöldi, fyrstir koma - fyrstir fá :o)
Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 1.-13. júlí en Anna Sonja raðar þátttakendum niður eftir því hvernig hentar.
Hún sér um skráningu á námskeiðið og veitir jafnframt frekari upplýsingar í síma 846-1087.
Seinna í sumar er fyrirhugað að halda námskeið fyrir óvana (seinni partinn í júlí) og vana (seinni partinn í ágúst).
Auk þess minnum við á æSKULýðSDAGA á Melgerðismelum 26.-28. júlí :-)
Takið dagana frá!
Barna- og unglingaráð Funa
Póstur frá Litla-Dal
Póstur er 1. verðlauna stóðhestur og hefur hlotið m.a. 9 TöLT, 9 BROKK, 9 VILJA OG GEðSLAG, einungis 4 vetra gamall. Hæfileika 8,11, byggingu 7,98 og
aðaleinkunn: 8,06. Póstur hefur mikinn fótaburð og rými á tölti og brokki. Hann er viljugur, geðgóður og þjáll. Undan Kappa
frá Kommu og Kolku frá Litla-Dal. Póstur verður í hólfi í Hólshúsum frá 25. júní. Verð: 80.000.- með
öllu. Upplýsingar í síma 845-2298
Einbýlishúsið Borg í Eyjafjarðarsveit til leigu (skammtímaleiga)
Leigist frá mánaðarmótum júlí-ágúst. Húsið er 5 herbergja, 223 fermetrar með bílskúr, en bílskúrinn
leigist aðeins að hluta til. Hús með einstöku útsýni af svölum þar sem einnig er heitur pottur. Aðeins skilvíst og heiðarlegt
fólk kemur til greina.
Nánari upplýsingar gefur Elín Halldórsdóttir í síma 891-6276
Húsnæði óskast
Bráðvantar 4-5 herbergja húsnæði í sveitinni áður en skólinn byrjar aftur. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið.
Upplýsingar í síma 867-4351 eða 695-3505 Inga
Hænuungar til sölu
Er með hænuunga til sölu sem eru tveggja og hálfs mánaða.
áhugasamir hafið samband í síma 823-9904 eða 463-1189.
ísak Godsk Rögnvaldsson, Björk
Kaffi Kú
Opið alla daga í sumar frá kl. 13:00 - 21:00
þetta er allt sem þarf að segja!
Kaffiku.is