Auglýsingablaðið

400. TBL 21. desember 2007 kl. 12:57 - 12:57 Eldri-fundur
Jólakveðja

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Starfsfólk á
skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.




Jólakveðja
Við óskum sveitungum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða.

Jólakveðjur, starfsfólk Hrafnagilsskóla




JóLAKVEðJA

Kæru vinir og velunnarar,
óskum ykkur gleðilegra jóla árs og friðar,
sérstakar þakkir til starfsfólks fyrir vel unnin störf á liðnum árum.

Fyrir hönd Smámunasafns Sverris Hermannssonar,

Guðrún Steingrímsdóttir.




Jólatrésskemmtun

Kvenfélagið Hjálpin heldur sína árlegu jólatrésskemmtun í Sólgarði,  laugardaginn 29.des. Kl. 13.30. Allir velkomnir
Kvenfélagið Hjálpin




Jólatré

Jólatrjásalan í Gömlu garðyrkjustöðinni, Grísará  er opin frá 14 – 22. Jólastjarna fylgir hverju seldu jólatré meðan birgðir endast.

Gamla garðyrkjustöðin




Hross í afrétt

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að ekki verði gerð athugasemd við að hross séu í afrétt til 10. janúar 2008, enda sé nægur hagi og eftirlit haft með þeim.
Minnt er á að nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. þótt margir hafi gaman af á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Frá Laugalandsprestakalli

Aðfangadagur 24. desember:
Hátíðamessa í Grundarkirkju kl.22:00.

Jóladagur 25. Desember:
Hátíðamessa í Saurbæjarkirkju kl.11:00 og sama dag kl.13:30 í Kaupangskirkju.

Annar jóladagur 26. desember:
Barnamessa í Hólakirkju kl.11:00 og sama dag helgistund í Möðruvallakirkju kl13:30.

Gamlaársdagur 31. Desember:
Hátíðamessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.

Kveðja, Hannes




Frá Héraðsdýralækni

þeir fjáreigendur í Eyjafjarðarsveit sem enn hafa ekki látið bólusetja ásetningslömb við garnaveiki eru hvattir til að ljúka því á næstu dögum þannig að lögboðinni bólusetningu sé lokið fyrir áramót.

Héraðsdýralæknir




Atvinna

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir starfsfólki í laugarvörslu á kvöldin og um helgar. Vinnutími er frá 17-22 á virkum dögum og frá 10-17:30 um helgar. Um hlutastarf er að ræða. Hentar vel með skóla.

Frekari upplýsingar um starfið veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 895-9611 eða í netfang gardar@krummi.is




Mælaaflestur

Okkur hjá Norðurorku vantar aðila til að lesa af hitaveitumælum í Eyjafjarðarsveit. Greidd verður viss upphæð á mæli og eins verður greiddur kostnaður vegna bifreiðar, m. v. ákveðinn kílómetrafjölda. Verkið þarf að vinnast í janúar 2008.

Nánari upplýsingar gefur Páll í síma 897-6013 eða 460-1313 dagana 27. og 28.des. og svo eftir áramót.




Athugið

"Nú eru Eyfirðingar lausir við að sækja vatnið yfir lækinn“!
Hef hafið leigubifreiðaakstur í Eyjafjarðarsveit, veljum hagkvæma þjónustu. Hafið samband við Guðbjörgu í síma 849-4363
þjónusta allan sólarhringinn, allt árið um kring."

Kær kveðja,
Guðbjörg Bjarnar
Getum við bætt efni síðunnar?