Auglýsingablaðið

534. TBL 29. júlí 2010 kl. 11:46 - 11:46 Eldri-fundur


Námskeið í tengslum við Handverkshátíð
Minnum á námskeið sem verða haldin dagana 10.-12.ágúst í Hrafnagilsskóla.
í ár höfum við fengið til liðs við okkur Hildi Rosenkjær og frá Svíþjóð koma Kerstin Lindroth og Sune Oskarsson. þau munu leiðbeina á eftirfarandi námskeiðum:
Gerð íláta úr næfur - Tálgun ölhænu - Flauelisskurður með perlusaumi eða snúrurlagningu.
það má geta þess að þau verða meðal sýnenda á hátíðinni.
Sjá nánari upplýsingar um námskeið á www.handverkshatid.is. Skráningar eru þegar hafnar á handverksdagar2010@gmail.com
Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Hadda í síma: 899 8770

út að borða í sveitinni
ágætu sveitungar
í sumar langar okkur að bjóða ykkur að njóta kvöldverðar hér á öngulsstöðum. Okkur finnst vanta stað í sveitinni þar sem fólk getur farið "út að borða" og látið dekra við sig. Við byrjum á morgun, laugardaginn 31. júlí og bjóðum upp á okkar "heimsfrægu" öngulsstaðasúpu, kjúkling og skyrköku á sérstöku tilboði til ykkar; 4000 kr. fyrir fullorðna og 2000 kr. fyrir börn. Panta þarf fyrir kl. 16 á laugardag í síma 463 1500.
Við hlökkum til að sjá ykkur :)
Starfsfólk Ferðaþjónustunnar öngulsstöðum

Happadrætti Funa
á handverkshátíðinni stendur Hestamannafélagið Funi fyrir nýstárlegu happadrætti þar sem hryssa og folald velja vinningsreiti innan afmarkaðs svæðis. Veglegir vinningar og takmarkaður miðafjöldi og miðaverð því nokkuð hátt. Biðjum við sveitunga að taka vel á móti sölufólki okkar.
Hestamannafélagið Funi

Sumardagur á sveitamarkaði
- alla sunnudaga í sumar frá 11. júlí til 15. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar  og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

Kettlingar
3 kettlingar fást gefins á góð heimili. þeir eru 13 vikna og kassavanir. Tveir svarthvítir högnar og ein svört læða. Nánari upplýsingar hjá Sverri í Brekku í síma 8471654.

Starfsmannabreytingar á skrifstofu
þórný Barðadóttir sem unnið hefur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá árinu 2005 hefur fengið ársleyfi og mun hún hefja nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri nú í haust. Starf þórnýjar var auglýst og bárust 8 umsóknir um það. Hrönn Arnheiður Björnsdóttir var ráðin og hefur þegar hafið störf. Hrönn er leikskólakennari og hefur frá árinu 2007 unnið á leikskólanum Krummakoti. Samhliða starfi sínu á Krummakoti hefur Hrönn stundað nám við Háskólann á Akureyri og lauk s.l. vor B.A. gráðu í lögfræði.
Um leið og Hrönn er boðin velkomin til starfa er þórnýju óskað góðs gengis á nýjum vettvangi.
Skrifstofustjóri

Fundir sveitarstjórnar
þriðjudaginn 3. ágúst kl. 15 verður fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarleyfi og verða þeir síðan reglulega á þriggja vikna fresti eftir það. Dagskrá er gefin út á föstudegi og þurfa því erindi að berast vel fyrir þann tíma. þess vegna getum við ekki auglýst dagskrána í auglýsingablaðinu, en birtum hana á vef sveitarfélagsins á föstudeginum og á auglýsingatöflu á skrifstofu. Ef einhverjir óska eftir að fá útprentaða dagskrá þá getum við sent hana eftir helgina fyrir fund. Athygli er vakin á því að fundir sveitarstjórnar eru opnir til áheyrnar.
Sveitarstjóri

 

Getum við bætt efni síðunnar?