Auglýsingablað 1116. tbl. 13. árg. 11. nóvember 2021.
Sveitarstjórnarfundur
576. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. nóvember og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?
Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.
Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar.
Sveitarstjóri.
Kristniboðsdagur 14. nóvember í Kaupangskirkju kl. 13:30
Beyene Gailassie frá Konsó í Eþíópíu kemur í heimsókn og segir frá kristniboðinu í heimalandi sínu og starfi kristniboðssambandsins. Petra Björk Pálsdóttir organisti spilar og stjórnar kórnum.
Allir hjartanlega velkomnir og fermingarbörn sérstaklega boðuð til að kynna sér kristniboðið.
Með bestu kveðjum, Guðmundur Guðmundsson, prestur.
Kirkjugestir minntir á grímunotkun.
Iðunnarkvöld – miðvikudaginn 17. nóvember kl. 20:00
Hvert á kaffipokinn að fara? Af hverju mega útrunnu maíspokarnir ekki fara í moltuna? Hvað með lyfjaspjöldin?
Þann 17. nóvember kemur Eyrún Gígja frá Vistorku og fer yfir flokkunina með okkur.
Hittumst í fundarherberginu í Laugarborg klukkan 20:00.
Nýjar konur velkomnar.
Bestu kveðjur, annar flokkur.
Smán í Freyvangsleikhúsinu
Og hver heldurðu að hafi mætt þegar öll önnur sæti voru orðin upptekin? Nei! Ójú! Möllettið frá helvíti!
Miðasala í s. 857-5598 og á tix.is.
Fjáröflun
Kvenfélagið Iðunn hefur til sölu dagbókina Tíminn minn 2022, eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur.
Dagbókin er sniðin fyrir konur, full af góðum ráðum og jákvæðni.
Bókin kostar 4.000 kr. og rennur allur hagnaður í Hjálparsjóð.
Katrín Ragnheiður tekur við pöntunum á netfangið katrinrg@simnet.is eða í síma 858-1455.
Ps. Kvenfélagið Iðunn verður með bókina til sölu, smákökur og fleira á markaði í Laugarborg þann 4. des. nk.