Auglýsingablaðið

1219. TBL 29. nóvember 2023

Auglýsingablað 1219. tbl. 15. árg. 29. nóvember 2023.


Sveitarstjórnarfundur
622. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. desember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Frá íþróttamiðstöðinni
Vegna jólasamveru starfsfólks lokar íþróttamiðstöðin kl. 17:00 laugardaginn 2. desember.
Við opnum kát og hress kl. 10:00 sunnudaginn 3. desember.
Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar.

 


Aðventukvöld í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 3. desember kl. 20:00
Fjölbreytt og falleg aðventu- og jólatónlist flutt af Kirkjukór Grundarsóknar ásamt tónlistarkonunni Þórhildi Örvarsdóttur. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir rithöfundur flytur hugleiðingu og fermingarbörnin bænirnar. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Aðgangur ókeypis líkt og ætíð. Verið öll hjartanlega velkomin.

 


Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit 8. desember
Jólahlaðborðið verður að þessu sinni á Jaðri bistro (Golfskálanum á Akureyri) 8. desember, kl. 19:00. Glæsilegur matseðill með forréttum, aðalréttum og eftirréttum og verðið er 12.990 pr. mann.
Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig í síðasta lagi um hádegi föstudaginn 1. desember.
Skráning er hjá Önnu í síma 848-1888 og Benjamín í síma 899-3585.
Skemmtinefndin.

 


Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara
fer fram í Funaborg fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20:00.
Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kosning stjórnar
  • Umræður um framtíð dómshúss á Náttfaravelli

Kaffiveitingar í boði, stjórnin.

 


Leiðisgreinar
Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember.
Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 14. desember; Kristín í síma 846-2090 og á lionsklubburinnsif@gmail.com.

 


Opið verður í betri stofunni á Laugalandi
nk. mánudag kl. 18:00-21:00.
Við ætlum að eiga góða stund og sauma út.
Allir velkomnir, Handraðinn.



Minnum á
Bangsímon og Grísling í jólasveinaleit í Freyvangsleikhúsinu.
Sýnt á aðventunni.
Miðasala á tix.is og í síma: 857-5598.

 


Samlestur í Freyvangi – föstudaginn 1. des. kl. 20:00
Gaukshreiðrið í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.
Workshop laugardaginn 2. des. kl. 11:00-15:00.
Hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt, á sviði sem utan, smíða, sauma, tækni og allt hitt, til að mæta. 🎭 Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Nánari upplýsingar freyvangur@gmail.com og í sími 857-5598.

 


Aðalfundur og arðgreiðslur
Boðað er til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár í Funaborg Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit 7. desember 2023 klukkan 20:00.

Greiddur verður út arður samkvæmt gildandi arðskrá í kjölfar aðalfundarins.
Listi yfir jarðir er birtur í viðburðadagatali á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og eru eigendur jarðanna beðnir um að kynna sér listann og eftir atvikum að senda viðeigandi upplýsingar á hermann@enor.is.

Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2022–30/9 2023.
  2. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2022–30/9 2023.
  3. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
  5. Pollurinn veiðistjórnun og ólögleg bátaveiði.
  6. Önnur mál.

Stjórnin.

 


Vöfflukaffi og kökubasar í Laugarborg 3. desember nk. kl. 13:00-17:00
Notalega kaffihúsastemning; jólatónlist, vöfflukaffi, kökubasar og fleira til styrktar góðum málefnum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kvenfélagið Iðunn.

Getum við bætt efni síðunnar?