Skólasetning
Hrafnagilsskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst kl. 13.00 í íþróttahúsinu.
Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur
1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund (skólavistun) á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 21. ágúst hjá ritara í s. 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst og starf frístundar sama dag. Innkaupalistar eru aðgengilegir á heimasíðu skólans.
Skólastjórnendur
Vetraropnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Vetraropnunartími tók gildi frá og með mánudeginum 17. ágúst og verður sem hér segir:
Opið virka daga kl. 06.30-21.00
Opið um helgar kl. 10.00-17.00
Bestu kveðjur, starfsfólk ÍME
Kærar þakkir fyrir samstarfið á Handverkshátíð 2015
Við þökkum öllum sjálfboðaliðunum sem komu að Handverkshátíðinni fyrir samstarfið. Enn og aftur hafið þið sýnt eindæma samstöðu og hversu mikil orka býr í íbúum Eyjafjarðarsveitar. Hlökkum til að vinna með ykkur á næsta ári.
Bestu kveðjur, sýningarstjórn og framkvædastjóri Handverkshátíðar
Þakkir vegna Handverkshátíðar 2015
Stjórn Umf. Samherja vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg vegna Handverkshátíðarinnar í nafni félagsins. Mikið og óeigingjarnt starf var unnið af yfir 150 sjálfboðaliðum sem stóðu vaktir í veitingasölu, eldhúsi og/eða bökuðu og ekki má gleyma krökkunum sem vöktuðu innganga og sendust með veitingar milli eldhúss og veitingasölu.
Takk fyrir ykkar ómetanlega stuðning
Göngur og réttir 2015
Fyrstu fjárgöngur verða 5. og 6. september og aðrar göngur 19. og 20. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 12. september og aðrar göngur 26. september. Hrossasmölun verður 2. október og hrossaréttir 3. október.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd
Opið hús - nýju gistihúsin á Silvu að Syðra-Laugalandi efra
Þar sem gistihúsin okkar eru alveg að verða tilbúin til notkunar langar okkur til að bjóða sveitungum okkar að koma og skoða þau. Við verðum með opið hús næsta sunnudag, 23. ágúst kl. 13:00-16:00. Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.
Grettir og Kristín
Síðustu dagarnir!
Veitingastaðurinn Silva er opinn alla daga vikunnar frá kl. 12.00-20.00 út ágústmánuð. Heitur matur og hráfæðiréttir af matseðli, ömmukakó og kökur, hristingar ásamt alls kyns góðgæti í boði. Einnig er hægt að panta og taka heim.
Fljótandi fæði afgreitt eftir samkomulagi.
Velkomin, starfsfólk Silvu
Frá Laugalandsprestakalli
Þann 30. ágúst verður hátíð í Saurbæjarkirkju þegar haldið verður upp á að lokið er viðhaldi og viðgjörð við umgjörð Saurbæjarkirkjugarðs. Athöfnin hefst kl. 13.30 með messu í Saurbæjarkirkju þar sem biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir predikar. Að lokinni athöfn býður sóknarnefnd Saurbæjarsóknar til kaffisamsætis í Sólgarði þar sem reifuð verður saga viðgjörða.
Sóknarnefnd Saurbæjarkirkju
Hestamannafélagið Funi auglýsir
Ókeypis reiðnámskeið á Melgerðismelum fyrir byrjendur 9 ára og yngri. Kennt verður dagana 26., 27. og 28. ágúst og endað með þátttöku í bæjakeppni Funa laugardaginn 29. ágúst. Hestar og reiðtygi verða á staðnum. Kennari er Anna Sonja Ágústsdóttir. Skráning fer fram á annasonja@gmail.com. Aðeins 6 krakkar komast að á námskeiðið og komast þeir að sem fyrstir senda tölvupóst.
Barna- og unglingaráð Funa
Grettir og Gísli Súrsson í Leikhúsinu í Gamla bænum á Öngulsstöðum
Dagana 18. og 19. september n.k. ætlum við að endurvekja stemninguna í Leikhúsinu í Gamla bænum á Öngulsstöðum. Þar voru fyrr á öldum haldnar leiksýningar, veislur og fundir og var Leikhúsið helsti samkomustaður sveitarinnar. Við höfum fengið Elfar Loga og Marsibil úr Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði til að koma og setja upp einleikina Gretti, sem er nýr af nálinni og hinn margverðlaunaða einleik um Gísla sögu Súrssonar. Samhliða þessu mun Marsibil verða með málverkasýningu í Vinnustofunni á Lamb Inn þar sem hún sýnir verk sem byggð eru á Gísla sögu Súrssonar. Sýningar verða föstudaginn 18. september og laugardaginn 19. september kl. 20.00 og 21.30. Miðaverð á staka sýningu er 2.500 kr. en á báðar 4.500 kr. Þá verðum við með leikhúsmatseðil bæði kvöldin og tilboð á gistingu. Þarna er um einstakan menningarviðburð að ræða en aðeins er hægt að koma um 25 manns fyrir í salnum í einu. Miðasala er hafin á vefsíðu Lamb Inn www.lambinn.is, í s. 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is.
Lamb Inn Öngulsstöðum
Félag aldraðra í Eyjafirði
Haustferðin er ákveðin miðvikudaginn 2. september. Farið verður frá Félagsborg kl. 9.00. Ekið verður um Skagafjörð þar sem snæddur verður kvöldverður á nýja Hótel Sigló. Leiðsögumaður um innsveitir Skagafjarðar verður Bjarni Marinósson. Súpa í hádeginu í Áskaffi við Glaumbæ. Samgönguminjasafnið í Stóragerði og Vesturfarasafnið skoðað. Kaffi í Sólvík. Komið við hjá Björk og Gylfa á Hraunum, skoðað það sem Björk er að framleiða úr æðadúninum o.fl. áhugavert. Kostnaður ferðar á mann er 12.000 kr. (allt innifalið). Greiðist í rútunni (ekki posi).
Þátttaka tilkynnist til einhvers undirritaðs í síðasta lagi fimmutdaginn 27. ágúst.
Reynir Schiöth s. 862-2164
Ólafur s. 894-3230
Jófríður s. 846-5128
Síðsumarmarkaður á og við Smámunasafnið
Um komandi helgi, 22.-23. ágúst verður fjör á Smámunasafninu. Kvenfélagið Hjálpin verður með sitt sívinsæla Hjálparkex og ýmsar tegundir af sultum, spákona verður á laugardeginum kl. 12.00-14.00 og á sunnudeginum kl. 14.00-16.00. Ýmiskonar handverk eftir aðila úr sveitinni verður til sölu; kerti, smekkir, heklaðar krukkur, handunnar sápur, barnaföt, bútasaumur, borðbúnaður og margt, margt fleira. Svo má ekki gleyma hinum ljúffengu sveitarvöfflum á kaffistofu safnsins.
Ath! Það er ekki posi á staðnum. Verið hjartanlega velkomin.
Stúlkurnar á Smámunasafninu
Hannyrða-kaffihús á Smámunasafninu
Vikulega er boðið uppá hannyrða-kaffihús á fimmtudögum kl. 13.00-16.00.
Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi.
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkur Smámunasafnsins
Sólarmusterið Finnastöðum
Dagana 27.-30. ágúst verður viðburður hjá Sólarljósinu sem nefnist Whirling Rainbow festival (Hátíð hins Hvirflandi Regnboga). Andleg samvera þar sem boðið verður upp á svitahof, athöfn á fullu tungli og margt fleira. Dagskránna má sjá á FB undir Whirling Rainbow festival eða fá upplýsingar hjá mér. Ef þú hefur áhuga á að komast í svitahofið föstudag, laugardag, eða sunnudag kl. 13.00- 16.00 má panta tíma hjá mér.
Með kærleika og friði, Sólarljósið s. 863-6912