445. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í
Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. mars og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri
skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri
þverárnáma deiliskipulag
Með vísan til ákvæða 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar, 18. nóvember
2013, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi efnisnámu sunnan þverár ytri ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Efnisnáman er merkt ES16 á gildandi aðalskipulagi og hefur farið í umhverfismat. Tillagan er kynnt á heimasíðu Eyjafjarðar¬sveitar og mun einnig
liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins 9 til 22. apríl 2014.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við
tillöguna er til og með 22. apríl 2014.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30 í Víðigerði. Venjulega
aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Saurbæjarsókn
Aðalfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Hleiðargarði þann 25. mars kl. 10:30. Venjulega aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Fundarboð
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á Kaffi Kú þriðjudaginn 18. mars kl.11:00. Að loknum venjulegum
aðalfundarstörfum mun Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri koma og flytja erindi sem hann nefnir öryggismál, heilsa og umhverfi. Allir velkomnir.
Hádegisverður í boði félagsins. Stjórnin
Veiðileyfi í Eyjafjarðará
Opnað hefur verið á umsóknir fyrir veiðileyfi í Eyjafjarðará fyrir komandi sumar og eru umsóknareyðublöð aðgengileg á vef
árinnar, http://www.eyjafjardara.is/. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Umsóknir má senda á
netfangið veidileyfi@eyjafjardara.is
þegar úthlutun veiðileyfa á grundvelli umsókna er lokið, verða lausir dagar seldir í netsölu á vefnum eyjafjardara.is og í versluninni
Hornið veiði- og sportvöruverslun, Kaupvangstræti 4, Akureyri.
Sú nýbreytni verður árið 2014 að boðið verður upp á vorveiði á svæði 0 og 1, sem hefst á sumardaginn fyrsta og
verður veitt út maí.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár
áhugafólk um sauðfjárrækt athugið
Laugardaginn 22. mars á að leggja land undir fót og skoða sauðfjárbú í Skagafirði og Fljótum. áætlaður brottfaratími
er kl. 9:00 (eftir mjaltir) og er Syðri-Hofdalir fyrsta stopp, síðan verður fengið sér í svanginn á Hofsósi áður en farið verður
í Brúnastaði og þrasastaði. Síðasti bær er svo Sauðanes. Allir velkomnir, verði er stillt í hóf.
Skráningu skal lokið sunnudaginn 16. mars í síma 896-9466, Hákon
Iðunnarkvöld
Miðvikud. 19. mars, kl. 20:00 í Laugarborg. Nýjar konur ávallt velkomnar :-)
Stjórnin
Jógatímar hefjast að nýju
13. mars hefjast jógatímar að nýju í Hjartanu í Hrafnagilsskóla hjá jógakennaranum Helgu Haraldsdóttur. Tímarnir verða
á fimmtudögum klukkan 16:30 - 17:45.
Athugið að byrjað verður á fjórum tímum fram að páskum. Verð það sama og á síðasta ári eða 1.000 kr.
tíminn.
Allir velkomnir bæði þeir sem hafa komið á fyrri námskeið og einnig nýir iðkendur.
Góðar teygjur og slökun í lok tímanna. Gott að mæta með teppi og púða.
Upplýsingar gefur Hrund Hlöðversdóttir s: 699-4209 eða hrund@krummi.is
Ertu með´ann???
„Sá sem fékk lánaðan hjá mér loftslípifræsarann í svörtu töskunni, sem er merkt Ben Hj, í guðsbænum
skilaðu honum, ég þarf að nota hann!“
Benedikt Hjalta
Hverfisteinn
Er ekki einhvers staðar í sveitinni til hverfisteinn sem er ekki lengur í notkun?
Ef svo væri þætti mér fengur í gripnum ef hann er til sölu.
Ekki er skilyrði að hann sé í nothæfu ástandi - bara að hann sé óbrotinn.
Ef einhver vill svara þessu erindi er best að senda tölvupóst til vgunn@simnet.is
eða hringja í síma 463-1325 – þó ekki fyrr en eftir 16. mars.
Valdimar Gunnarsson, Rein II
Heimilishjálp
Getur þú gengið í þau störf á heimilinu sem þarf að vinna hverju sinni? Leitum að duglegri manneskju til að koma til okkar einu sinni
í viku 4-5 tíma í senn. Erum stödd ca. 20 km frá Akureyri. Góð laun fyrir rétta manneskju, upplýsingar í síma 775-1700.
Kaffi kú
ATH! Seinkun um eina viku á spjallfundi.
Fimmtudagur 20. mars kl 20:00: Framsögumaður óli þór Jónsson,
fyrirtækjaráðgjafi hjá Arion banka. Hvað gerist á næsta mjólkurkvótamarkaði? Hvað sjá bankamenn fyrir sér í
landbúnaðinum? óli mun fara yfir þessi atriði og fleiri. Fundurinn verður frekar á léttu nótunum og gefst bændum hér færi
á að koma sínum sjónarmiðum og spurningum á framfæri.
Laugardagur 22. mars: Meistaradeildin í hestaíþróttum kl. 12:00
Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni. Kíktu við og gerðu hagstæð
matarinnkaup.
Opnunartímar Kaffi kú:
Laugardag kl. 13:00-00:00
Sunnudag kl. 13:00-18:00
Freyvangsleikhúsið sýnir þorskur á þurru landi í leikstjórn
Daníels Freys Jónssonar.
Næstu sýningar
7. sýning 14. mars kl. 20:00 Aðeins sýnt í mars
8. sýning 15. mars kl. 20:00
9. sýning 21. mars kl. 20:00 Miðasala á freyvangur.net og í síma
10. sýning 22. mars kl. 20:00 857-5598 á milli kl. 17:00-19:00.
”Maður verður ekki svikinn af kvöldskemmtun í Freyvangi nú frekar en fyrri daginn”
Steinþór þráinsson - leiklist.is
Freyvangsleikhúsið