Auglýsingablaðið

493. TBL 09. október 2009 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

Karlakór Eyjafjarðar
hefur byrjað æfingar á ný. æft er tvisvar í viku, á mánudagskvöldum kl. 20:00 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla og miðvikudagskvöldum kl. 20:00 í Laugarborg. Alltaf er pláss fyrir hressa söngmenn. þeir sem áhuga hafa geta snúið sér til Petru Bjarkar Pálsdóttur í síma 892 3154 eða kórfélaga.
Stjórnin.



Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn n.k. 11. október kl. .21:00 er helgistund í Möðruvallakirkju.
ég hvet sóknarfólk að mæta með jákvæðu hugarfari. Látum oss lifa í núinu.
Kv. Hannes



Barnapössun.
ég er 14 ára stelpa í Reykárhverfi og óska eftir að passa börn á kvöldin.  Er vön.
María Hjelm í síma 462-7034.



Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit:
Minnum á næstu samveru sem verður á sunnudaginn kemur (11. okt) milli kl. 11 og 12 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Allir velkomnir….
Katrín, Hrund, Brynhildur og Hannes.



Frá Freyvangsleikhúsinu
Sl. föstudag frumsýndi Freyvangsleikhúsið leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur, í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.
Næstu sýningar eru n.k. föstudagkvöld 9. okt. og laugardagskvöld 10. okt. Sýningar hefjast kl.20:30. Reiknað er með a. m. k.tveimur sýningarhelgum í viðbót, jafnvel þremur en þá þarf sýningin að víkja fyrir kabarett.
Hægt er að nálgast miða í síma 857 5598, á http://freyvangur.net/ og í Pennanum/Eymundsson.



Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði.
Kvöldskemmtun verður í húsi félagsins í Hrafnagilskóla, 16. okt. n.k. kl. 20 - ?. Léttar veitingar verða í boði gegn vægu gjaldi. Dans.
Nefndin



óskilahross - Jarpnösótt hryssa
ómörkuð dökkjörp hryssa með litla nös, líklega tveggja til þriggja vetra var ekki tekin á Ysta-Gerðisrétt. Hryssan er spök, ekki örmerkt. þeir sem gætu gefið upplýsingar, vinsamlegast hafi samband við búfjáreftirlit í síma 895 4618.

Getum við bætt efni síðunnar?