Auglýsingablað 1093. tbl. 13. árg. 20. maí 2021.
Iðjuþjálfi / þroskaþjálfi
Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 80% stöðu og ráðið er frá 1. ágúst 2021. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 160 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og lögð er áhersla á teymisvinnu.
Starf iðjuþjálfa / þroskaþjálfa felst í því að auka færni nemenda við daglega iðju með markmiðssetningu, fjölbreyttum leiðum og lausnaleit í samstarfi við nemandann sjálfan, heimili og skóla. Hann sinnir íhlutun og eftirfylgd einstakra barna og veitir ráðgjöf til kennara, foreldra, forráðamanna og annarra fagaðila. Hann skipuleggur og annast einstaklingsmeðferð til að bæta aðlögun nemanda, starfshæfni og sjálfsbjargargetu. Iðjuþjálfi / þroskaþjálfi heldur utan um hreyfiþjálfun yngri barna og stjórnar skipulagi á tómstundahringekju sem er hluti af frístundarstarfi barna í 1. - 4. bekk.
Leitað er eftir starfsmanni sem:
● Hefur háskólamenntun í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
● Býr yfir frumkvæði, er lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
● Hefur reynslu og þekkingu á einhverfu, ADHD og tilfinningavanda barna og ungmenna.
● Er fær og lipur í samskiptum og samvinnu við nemendur, foreldra og starfsfólk.
● Hefur sýnt árangur í starfi.
● Hefur metnað fyrir hönd skjólstæðinga sinna.
Umsóknarfrestur er til 28. maí 2021.
Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.
Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Sumarið er alveg á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið fer í sumarfrí.
Þó er hugsanlegt að safnið verði opið eitt síðdegi í viku eins og var í fyrra sumar. Það verður þá auglýst síðar.
Síðasti útlánadagur safnsins verður fimmtudaginn 27. maí. Þá er opið frá kl. 16:00-19:00.
Þangað til er opið eins og venjulega:
Þriðjudag kl. 16:00-19:00.
Miðvikudag kl. 16:00-19:00.
Fimmtudaga kl. 16:00-19:00.
Gleðilegt sumar.
Íþróttamiðstöðin lokuð 26. og 27. maí
Vegna námskeiða og sundprófa starfsmanna verður Íþróttamiðstöðin lokuð miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. maí.
Forstöðumaður
Eurovisiongleði á Lamb-inn
Eurovisiongleði í betri stofunni á Lamb-inn laugardagskvöld kl. 18:00-22:00. Fimbul Cafe sér um veitingar. Víkingur á spjóti á 700 kr. Bjór á krana og vín á tilboði.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þátttaka í sumarferðinni okkar 7.–10. júní nk. er góð en enn eru þó laus sæti ef áhugi væri. Kostnaður á mann verður kr. 80.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 29. maí. Þann 7. júní verður brottför frá Félagsborg kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15. Nánari upplýsingar hjá Reyni, sími 862-2164, Jófríði, sími 846-5128 eða Ólafi, sími 894-3230.
Ferðanefndin
Fermingarmessa á Hvítasunnudag 23. maí í Grundarkirkju kl. 11
Fermdir verða:
Alex Þór Einarsson, Hjallatröð 7
Eyvar Örn Línberg Valsson, Jódísarstöðum 3
Gabríel Snær Benjamínsson, Víðigerði 2
Hallgrímur Ævar Kristjánsson, Sómatúni 13 Akureyri
Pétur Snær Hreiðarsson, Þrastalundi
Ýmir Logi Óðinsson, Aski
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Vegna samkomutakmarkanna eru einungis hægt að bjóða fjölskyldum fermingardrengjanna til kirkju að þessu sinni til að gleðjast með fermingardrengjunum. Hins vegar hefst almennt helgihald viku seinna með sumarmessu í Kaupangskirkju sunnudaginn 30. maí kl. 13.30 og helgistund í Grundarkirkju sunnudaginn 6. júní kl. 20 þar sem kirkjukórinn lætur ljós sitt skína. Nánar auglýst síðar.
Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, S: 696-1112
Kæru félagar (í Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit)
gönguferðir á þriðjudagskvöldum og mætum alltaf kl. 20:00.
MAÍ
25. Eyjafjarðaárbakkar
JÚNÍ
1. Jólagarður-Kristnes
8. Íþróttavöllur
15. Svalbarðseyri
22. Melgerðismelar
29. Listigarðurinn
JÚLÍ
6. Hólafell (í landi Hólakots, traktorssafn)
13. Fuglahús (farið frá syðri Kristnesafleggjara)
20. Vatnsendavegur
27. Grundarskógur
ÁGÚST
3. Hestabrúin
10. Kjarnaskógur
17. Rifkelsstaðir
24. Sama og fyrsta
Birt með fyrirvara um breytingar.
Verum svo dugleg að mæta í göngurnar og hafa gaman saman, eins og alltaf.
Upplýsingar í síma 846-3222.
Kv. Göngunefndin.