Auglýsingablaðið

725. TBL 03. apríl 2014 kl. 09:53 - 09:53 Eldri-fundur

446. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 9. apríl og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Atvinna
Starfsfólk óskast í almenna heimaþjónustu.
Einnig vantar starfsmann í umönnunarstöðu, seinni hluta dags.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is.
Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofan


Leiðrétting á sorphirðudagatali - Almennt sorp verður tekið mánud. 14. og 28. apríl.
á sorphirðudagatali, sem dreift var með auglýsingablaði í janúar, slæddust með villur í apríl og maí. Almennt sorp verður tekið mánudagana 14. og 28. apríl, 12. og 26. maí. Sorphirðudagatalið má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins undir þjónusta – umhverfismál og einnig á dagatali sem er á forsíðunni.
Skrifstofan


Vortónleikar
Tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða  sem hér segir:
Tónleikar hljóðfæranemenda;  mánudaginn 7. apríl og fimmtudaginn 10. apríl í Laugarborg. 
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. 
.............................................................................................
þriðjudaginn 8. apríl verða í Laugarborg tónleikar söngdeildar og hefjast þeir einnig kl. 20:30. Undirleikari á þeim tónleikum verður Dóróthea Dagný Tómasdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 6. apríl kl. 11:00 er messa í Hólakirkju.
Prófastur sr. Jón ármann Gíslason vísiterar söfnuðinn og predikar.
Veitingar á Hólum að lokinni athöfn.
Sóknarprestur


Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2014
Fimmtudaginn 24. apríl kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar sem áður hýsti blómaskálann Vín. Kaffiveitingar verða á boðstólnum og hvetjum við sem flesta til að mæta, nýja sem eldri félaga.
Kær kveðja, stjórnin


Kæru kvenfélagskonur í öldunni-Voröld
þann 10. apríl nk. verður heimboð til Vilborgar á Ytra-Laugalandi.
Mætum með sól í sinni um kl. 20:30.
Stjórnin


Dans og jóga gleði :)

Gerður ósk Hjaltadóttir leikskóla-, krakkajóga- og danskennari ætlar að bjóða upp á dans fyrir fullorðna og áhugasama krakka á fimmtudögum kl. 18:00 í Hyldýpinu, 500 kr. tíminn. Einnig verður hún með krakkajóganámskeið í Kroppi. Leikskólahópur á laugardögum kl. 10:00-11:00 og grunnskólahópur á laugardögum kl. 11:00-12:00. Fjölskyldujóga á sunnudögum kl. 11:00-12:00. Einnig ef áhugi er fyrir Kundalini jóga fyrir fullorðna þá endilega hafið samband. Takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 849-1854 :-)


Fræðslustund um ilmkjarnaolíurnar frá Young Living
Frætt verður um helstu olíurnar til daglegra nota. þið fáið að prófa og skoða. KARLMENN þetta er einnig fyrir ykkur. BæNDUR frábært að nota á dýrin við hinum ýmsu kvillum. Komið og fræðist.
Staður: Finnastaðir Eyjafjarðarsveit í litla rauða húsinu mínu.
Tími: Föstudagur kl. 20:00.  Upplýsingar gefur: Sigríður ásný Ketilsdóttir


Stelpur - stelpur
þær sem hafa áhuga á að koma í blandaðan powerpumptíma í íþróttahúsinu, á þriðju- og laugardögum hafi samband við Elísu í síma 772-8096.
Innifalið er matar- og æfingaprógramm, vigtun og mælingar.


Barnapía óskast
14 ára eða eldri og þarf helst að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði.
áhugasamir hafi samband í síma 869-3696 eða 461-3115. þrúða.


Litun, plokkun og förðun 
Kem í heimahús. Hafið samband í síma 772-8096, Elísa.


Pssssst..!  
Von er á nýju og betra geli, hjá Naglaskúr HAB. Tímapantanir 866-2796.


Freyvangsleikhúsið kynnir; EMIL í KATTHOLTI  - Aðeins um páskana!
37. sýning 16. apríl kl. 20:00 Kvöldsýningin sem allir eru að bíða eftir
38. sýning 17. apríl kl. 14:00 Skírdagur
39. sýning 19. apríl kl. 14:00

Miðasala í síma 857-5598 kl. 17:00-19:00 og á freyvangur.net


Kaffi kú
Góðan dag gott fólk!
Fimmtudagsspjallfundur verður haldinn á Kaffi kú í kvöld kl. 20:00.
Framsögumaður óli þór Jónsson, viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Arion banka.
óli mun fara yfir hin ýmsu mál er snúa að framtíð og nútíð mjólkurframleiðslu.
Hér gefst bændum færi á að koma sínum sjónarmiðum og spurningum á framfæri og von er á líflegum umræðum. Allir velkomnir.

Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni bæði ferskt og frosið.  Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.

Opnunartímar Kaffi kú: Laugardag kl. 13:00-00:00. Sunnudag kl. 13:00-18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?