Auglýsingablaðið

1014. TBL 31. október 2019


Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 3. nóvember

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Félagsborg kl. 10:00. 
Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra. 
Messa allra heilagra í Munkaþverárkirkju kl. 20. Hlýleg samvera þar sem minnumst þeirra er látin eru. Kór Laugalandsprestakalls leiðir safnaðarsöng og organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Veitingar í Kapítuli að lokinni athöfn. Allir velkomnir. 
Vetrarkveðja, Jóhanna prestur.

 

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit - Afmælisfagnaður
Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins er öllum félagsmönnum boðið á afmælistónleika í Laugarborg sunnudaginn 3. nóvember kl. 16.00. Þar munu Óskar Pétursson og Ívar Helgason syngja við undirleik Valmars Valjaots. Einnig verða rifjuð upp atriði úr sögu félagsins. Í hléi verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Stjórnin.



Flaututónleikar í Laugarborg 3. nóv. kl. 11:00
Sunnudaginn kemur þann 3. nóvember verða haldnir flaututónleikar í Laugarborg. Tónleikarnir eru afrakstur námskeiðs sem haldið er þessa helgi þ.e. 1.-3. nóv. í Hofi og Laugarborg. 
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Tónlistarskóla Akureyrar, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Húsavíkur, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins. Kennarar á námskeiðinu eru Adrienne Davis, Guðrún Birgisdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Maria Cederborg, Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir og Una Björg Hjartardóttir. Á tónleikunum koma fram nemendur á öllum námsstigum frá grunnstigsnemum til framhaldstigs ásamt kennurum þeirra. 
Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. leikin verk eftir Händel, Béla Lajos og Nicole Chamberlain svo að nokkuð sé nefnt. 
Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Við hvetum ykkur til að koma og njóta þessarar góðu morgunstundar með þessu frábæra tónlistarfólki. 



Neyðarkall
Dagana 31. okt. til og með 3. nóv. munu meðlimir Hjálparsveitarinnar Dalbjargar koma í öll hús í sveitinni og bjóða neyðarkall til sölu. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Dalbjörgu og vonum við að þið takið okkur vel.
Munið það skiptir máli hvar þú kaupir kall “af þinni sveit, fyrir þína sveit“.
Að sjálfsögðu verðum við með batterí og reykskynjara til sölu á góðu verði. Góð regla er að skipta um batterí einu sinni á ári og mun Dalbjargarfólk aðstoða við það sé þess óskað.
Ef þú verður ekki heima en vilt kaupa eða hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband dalbjorg@dalbjorg.is eða 861-5537 Eiður.
Við erum til fyrir þig með þinni hjálp.
Hjálparsveitin Dalbjörg
Kt. 530585-0349
Rn. 0302-26-12482


 
Bingó - Bingó - Bingó
10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í Laugarborg á hrekkjavöku fimmtudaginn 31. október klukkan 20:00. 
Frábærir vinningar. Vöfflu- og kaffisala í hléinu.
Bingóið er liður í fjáröflun vegna vorferðalags tíunda bekkjar. 
Þökkum fyrirtækjum góðan stuðning. Verð á bingóspjaldi er 500 krónur.
ATH! enginn posi á staðnum.
Allir velkomnir.
Nemendur í 10. bekk.



Danssýning í Hrafnagilsskóla
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla.
Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 8. nóvember kl. 13:10.
Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.
Allir hjartanlega velkomnir.

 

Vistorka ehf. stendur fyrir fundi um verkefni sem tengjast nýtingu á úrgangi í Eyjafirði til framleiðslu á metani.
Fundurinn verður haldinn í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og kökur.
Dagskrá: 
Norðurorka: Hauggasvinnsla á Glerárdal - Sunna Guðmundsdóttir
Vistorka: Metan II, nýting á kúamykju – Hákon Stefánsson og Guðmundur H. Sigurðarson
Efla: Metan úr svínamykju – Börkur Smári Kristinsson
Orkusetur: Metanveita – Sigurður Ingi Friðleifsson
Spjall og skoðanaskipti



Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu! 
Næstu sýningar:
5. sýning 1. nóv. kl. 20:00
6. sýning 2. nóv. kl. 20:00
7. sýning 8. nóv. kl. 20:00
8. sýning 9. nóv. kl. 20:00
9. sýning 15. nóv. kl. 20:00
10. sýning 16. nóv. kl. 20:00 Minningarsýning
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is.

 

Kyrrðarhofið Eagles North – Vökulandi
Kyrrð - Hvíld – Vellíðan. Opnir tímar í jóga og slökun.
Verið velkomin í opna tíma í jóga og slökun, þriðjudaga kl. 17:00–18:00.
KyrrðarJóga – Miðvikudagskvöld kl. 19:00–20:00. 
Í Kyrrðarhofinu er einstök tilfinning og upplifun sem gefur fólki kost á að núllstilla sig og auka vellíðan á líkama og sál.
Finndu okkur á facebook: Eagles North kyrrðarhofið.
Hafðu samband: infoeaglesnorth@gmail.com, sími: 663-0498.

 

Jólamarkaður í Laugarborg – Takið daginn frá 

Getum við bætt efni síðunnar?