Handverkshátíð 2009 – 7.-10.ágúst
Opið föstudag til mánudags kl 12-19
Aðgangseyrir kr. 1.000.- gildir alla helgina, frítt fyrir börn yngri en 12 ára og 50% afsláttur fyrir 67 ára og eldri.
Dagskrá hátíðar:
Föstudagur
11:30 Setning hátíðar
14:00 Rúningur
Laugardagur
14:00 Rúningur
15:00 Verðlaunaafhending hönnunarsamkeppni
16:00 Tískusýning
20:30 Kvöldvaka
Sunnudagur
14:00 Rúningur
15:00 Fyrirlestur – Jurtalitun fyrr og nú með Jenný Karlsdóttur
16:00 Tískusýning
Mánudagur
16:00 Tískusýning
Helst ber að nefna :
• Yfir 100 sýnendur
• Hönnunarsamkeppni – þráður fortíðar til framtíðar
• Tískusýningar
• Fyrirlestur “Jurtalitun fyrr og nú”
• Rúningur
• Yfirlitssýning hjá Félagi aldraðra Eyjafirði
• Verksvæði handverksmanna
• Krambúð
• Námskeið
• Myndlistarsýning undir berum himni
• Laufáshópurinn
• Heimilisiðnaðarfélagið
• Kvenfélagasamband íslands
• Vélasýning
• Grillhlaðborð á laugardagskvöldi hefst kl. 19:30 og kvöldvaka kl. 20:30. Verð á grillhlaðborð er 2.500.-
í tengslum við Handverkshátíðina verða tónleikar í Blómaskálanum Vín á föstudagskvöld kl. 21. þar mun
Fanney Kristjánsdóttir söngkona koma fram ásamt Jazz og blússveitinni MOGADON. þarna er á ferðinni band sem spilar úrval
tónlistar í anda Chet Baker, Ellu Fitzgerald, Nick Cave, Tom Waits, Radiohead, Miles Davis, íslensk þjóðlög og fleira. Aðgangseyrir 1.000.-
Handverkshátíðarkvöldvakan laugardaginn 8. ágúst 2009 verður haldinn undir kjörorðinu “hollur er heimafenginn baggi”. Með
því er verið að leggja áherslu á að stærstur hluti kvöldvökunnar byggir á framlagi íbúanna eða einstaklinga
sem með einum eða öðrum hætti eiga tengsl við sveitina. Fjölbreyttur og vandaður tónlistarflutningur verður í fyrirrúmi auk
þess sem flutt verður efni í töluðu máli samanber framlag skálda og hagyrðinga o. fl. Allt þetta fólk leggur fram vinnu sína
án endurgjalds. þá er ánægjulegt að geta greint frá því að Guðni ágústsson fyrrv.
landbúnaðarráðherra verður sérstakur gestur kvöldvökunnar og mun hann flytja gamanmál eins og honum einum er lagið. Aðrir sem fram koma eru
eftirtaldin:
Auðrún Aðalsteinsdóttir, Bergsveinn þórsson, Bjarni Kristjánsson, Brynjólfur Brynjólfsson
Brynjólfur Ingvarsson, Daníel þorsteinsson, Einar Thorlacius, Eiríkur Bóasson, Eiríkur Stephensen, Elvy G. Hreinsdóttir, Emilía
Baldursdóttur, Eva Eyþórsdóttir, Eyþór Hannesson, George Hollanders, Hannes Blandon, Hannes Eyþórsson, Ingibjörg Bjarnadóttir,
Ingólfur Jóhannsson, María Gunnarsdóttir, óttar Björnsson, Rafn Sveinsson, Reynir Schiöth, Sara Blandon, Sigríður Hulda Arnardóttir,
Stefán Birgisson, Sveinn Sigmundsson, þorvaldur Ingi Schiöth, þór Sigurðsson, þuríður Schiöth og örn Viðar Birgisson
Hlakka til að sjá ykkur.
Dóróthea Jónsdóttir,
www.handverkshatid.is
s. 864-3633
-----
SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI alla sunnudaga í sumar frá 12. júlí til 16. ágúst. Sveitavörur og heimaunninn varningur.
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857
3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com. Fimmgangur
-----
óska eftir bárujárni fyrir lítinn pening, má vera í alls kyns ástandi ca. 130 fm.
á sama stað er til sölu Kawasaki kx 250 f árg 2008 gott hjól í toppstandi, ásett verð er um 850 þús. væri ljómandi
að fá 4x4 fjórhjól eða sexhjól í staðinn.
á sama stað vantar einnig gamlan heyhleðsluvagn í lagi.
Arnar Hólm ármannsson, Jórunnarstöðum sími 8693100-4681355
-----
ágætu bændur og búalið
Nú fer að líða að kornþreskingu og því þarf að gera áætlanir fyrir vertíðina um hversu marga hektara þarf að
þreskja.
þeir sem óska eftir því að fá örugga og góða þjónustu frá Fjarðarkorni ehf eru vinsamlegast beðnir um að
láta undirritaða vita, með tölvupósti hversu marga hektara korns þeir eru með. Einnig er hægt að ná á okkur í síma eða
stoppa okkur úti á götu/túni J
F.h Fjarðarkorns ehf
þórir Níelsson S: 862-6832 Tölvupóstfang vitorfur@simnet.is
Hákon Bjarki S: 896-9466 Tölvupóstfang hakonbja@hotmail.com