Auglýsingablaðið

686. TBL 02. júlí 2013 kl. 17:03 - 17:03 Eldri-fundur

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024. Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en athugasemdafresturinn rennur út eða fyrir 23. ágúst 2013. Sjá nánar í auglýsingu á heimasíðu- eða á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar

 

Friðarhlaup - alþjóðlegt kyndilboðahlaup
Sunnudaginn 30. júní tekur Eyjafjarðarsveit þátt í friðarhlaupi (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) sem er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Markmið hlaupsins er að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefjist í hjarta hvers og eins. Hvetjum alla til þess að taka þátt í hlaupinu en hlaupið hefst kl. 13:00 brúna yfir Miðbraut (fólki er frjálst að hitta á hópinn fyrr en hann kemur frá Svalbarðsstrandarhreppi). Hlaupið/gengið verður að Hrafnagilssvæðinu þar sem gróðursett verður friðartré.
íþrótta- og tómstundanefnd

 

Timbur- og járngámar
Timbur- og járngámar verða staðsettir við þverá og Litla-Garð frá föstudeginum 28. júní n. k. til mánudagsins 8. júlí og verða þá fluttir að Rifkelsstöðum og Vatnsenda.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

ágætu Funafélagar og sveitungar

Laugardaginn 29. júní:

• Vinnudagur 13-17:  Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13:00-17:00.  Farið verður í almenna tiltekt, girðingarvinnu og smíðavinnu.  Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni. 

• Grill 19-20:  Um kvöldið verður grill frá 19:00-20:00.  Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt,  hver og einn tekur með sér kjöt að eigin vali. 

• Reiðtúr 20:30-22:  Að loknum kvöldmat verður sameiginlegur reiðtúr á
 Melgerðismelum frá kl. 20:30-22:00. 

Sunnudaginn 30. júní: 

• Messureið.  Riðið verður frá Melgerðismelum til messu í Hólakirkju.  Haldið verður
 frá Melgerðismelum kl. 10:00 stundvíslega.  Messan hefst kl. 13:00. 

Vonumst til að sjá sem flesta.  Allir velkomnir.
Stjórn og ferðanefnd Funa


í óskilum
í óskilum er græn yfirbreiðsla sem fannst á þverbrautinni við Syðra-Laugaland efra fyrir nokkrum dögum. Hennar er hægt að vitja hjá Kristínu á Syðra-Laugalandi efra.

 

þAð ER úTKALL í HINA HEIMSFRæGU GASELLUFERð 2013
Eins og öllum er hollast að vita fara hinar frægu Gasellur í sína árlegu ferð í Sörlastaði þann 15. júlí nk. Við lofum að þær koma bústnari og sællegri heim því þar er hvergi sparað í mat og drykk og væntanlega verða allir kaffibrúnir, hvort sem er af sól eða mold!! Lofum engu öðru,
en reynum að koma í veg fyrir böð í Fnjóská, gassprengingar og aðrar tilfallandi uppákomur :-)
þær sem hafa hug á að mæta ættu að skrá sig sem fyrst hjá HULDUNNI
í síma 866-9420 .....eða bara á andlitsskruddunni....sjáumst hressar!!

 

árli frá Laugasteini
-verður til afnota að Bringu í Eyjafjarðarsveit frá 10. júlí n.k. árli er fífilbleikur og stjörnóttur. Bygging 8,14 – Hæfileikar 8,18 – Aðaleinkunn 8,17.
F: Stáli frá Kjarri – M: áróra frá Laugasteini. Verð kr. 60.000 með hagagjaldi.
Upplýsingar veita ármann 894-0304 og/eða Sverrir 899-6142

 

Andlitsmyndir
Sunnudaginn 30. júní verður Sonja Fuhrmann að teikna andlitsmyndir af gestum okkar á Silvu, frá kl. 11:00-18:00. Ekki er nauðsynlegt að panta fyrirfram. Hver mynd kostar 2.000 krónur. Myndirnar verða afhentar skv. samkomulagi dagana 1.-5. júlí á opnunartíma Silvu.
Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra. Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00.
Matseðill dagsins er á: https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu

 

Lamb Inn öngulsstöðum
Við opnum veitingastaðinn okkar aftur fyrir gestum og gangandi frá og með laugardagskvöldinu 29. júní.
Eins og áður er stoltið okkar lambalæri með heimalöguðu rauðkáli og brúnuðum, ásamt gömlu góðu rjómatertunni.
Nú bætist BITINN við; Lambasneið á heimabökuðu brauði með fersku salati og fleiru góðgæti... og svo þorskur og bleikja.
Opnunartilboð fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar: Lambalæri og rjómaterta á kr. 4.200.
Sigríður Hulda Arnardóttir tekur nokkur lög á laugardagskvöldið um kl. 20:00.
Borðapantanir í síma 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is

Getum við bætt efni síðunnar?