Auglýsingablaðið

1226. TBL 17. janúar 2024

Auglýsingablað 1226. tbl. 16. árg. miðvikudaginn 17. janúar 2024.



Iðunnarkvöld – Bókaormar!
Kvenfélagið Iðunn verður með bókakvöld fimmtudaginn 18. janúar kl. 20:00
í fundarherberginu upp á 2. hæð í Laugarborg, dyrnar hægra megin að
austan.

Bókaormarnir í félaginu segja frá bókum sem þeir hafa lesið að undanförnu,
hvort sem þær hafa verið skemmtilegar eða síður en svo!
Kaffi og smá kruðerý á boðstólum.
Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.



Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 19. janúar nk.
Hún hefst kl. 19:30 og stendur til kl. 22:30. Skólabílar aka heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu úr bíómyndinni ,,Footloose“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa í sýningunni sjá nemendur um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu.
Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði.
Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur á grunnskólaaldri og það kostar 2.000 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Ágóðinn rennur allur til nemenda, bæði í ferðasjóð 10. bekkjar og til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og fleira fyrir nemendur unglingastigs.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi.



Nú blæs úr norðri
Tónleikar í Menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 20. janúar kl. 16:00.
Stórsöngavararnir Gísli Rúnar Víðisson og Guðrún Ösp Sævarsdóttir ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, munu flytja margar af þekktustu óperuaríum allra tíma í bland við aðrar íslenskar og erlendar perlur, þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.
Miðasala á www.mak.is.

Getum við bætt efni síðunnar?