Auglýsingablaðið

608. TBL 29. desember 2011 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 2. janúar 2011. Opið verður frá 3. janúar milli kl. 10-14. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Atvinna - Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða forstöðumann íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með rekstri íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, sem eru íþróttahús, sundlaug og íþróttavellir.
• Yfirumsjón með tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar.
• Starfsmannahald vegna ofanritaðs.
• Samstarf við félög og nefndir sem sinna íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.
• Samstarf við félög og nefndir sem sinna ferðamálum í sveitarfélaginu.
• Kynningarstarf og önnur verkefni sem lúta að rekstri á fyrrgreindum sviðum.

Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Umsækjandi þarf að búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
• Hann þarf að geta unnið sjálfstætt.
• æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja rekstrar- og stjórnunarreynslu.
• Tungumálakunnátta er æskileg.
• Umsækjandi þarf að standa þær hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna sundstaða.
Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 15. janúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.     Eyjafjarðarsveit


Jólakveðja
Fræðslunefnd Funa sendir félagsmönnum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samveruna á árinu sem er að líða.


Fræðslufundur Funa 5. janúar 2012
Fimmtudagskvöldið 5. janúar verður Jóhann Friðgeirsson reiðkennari með fræðslu-fyrirlestur í Funaborg. Farið verður yfir ábendingar knapa og skilaboð þeirra til hestsins og mun Jóhann einnig svara fyrirspurnum úr sal. Jóhann er með áratuga reynslu af reiðkennslu bæði hér heima og erlendis.
Húsið opnar kl. 20:00 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:30. Frítt inn, heitt á könnunni og bakkelsi með.  Allir velkomnir Fræðslunefnd Funa


Gjaldskrá fyrir sorphirðu í kynningu
Nú liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Eyjafjarðar¬sveit og endurspeglar hún hlutfall af kostnaði við sorphirðuna. Sú nýbreytni er í gjaldskránni að gjald er lagt á búfjáreigendur til að standa straum að förgun dýraleifa.
Tillagan er nú í umsagnar og kynningarferli, en í janúar er ætlunin að halda íbúafund til að ræða hana og sorphirðumál í sveitarfélaginu. Tillagan og minnisblað sem útskýrir forsendur hennar eru kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?