Auglýsingablaðið

688. TBL 18. júlí 2013 kl. 12:16 - 12:16 Eldri-fundur

Sumardagur á sveitamarkaði  alla sunnudaga í sumar frá 14. júlí til 18. ágúst. Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.

Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.

áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

Fimmgangur

 

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra

Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00

 Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.

Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi   og   http://silva.is/

 Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is

Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)

 

 

Hryssa hvarf að heiman

Rauðglófext hryssa með litla stjörnu tapaðist frá Reykhúsum s.l. föstudag eða laugardag. þeir sem hafa grun um ferðir hryssunnar hafi vinsamlegast samband við Hákon í síma 868 8425.

 

 Veiði landeigenda í Eyjafjarðará

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár hefur ákveðið að landeigendur og börn þeirra geti veitt fyrir sínu landi dagana 15/7, 13/8 og 10/9.  Heimilt er að hirða tvær bleikju sem eru undir 50 cm á hvorri vakt.  öðrum bleikjum ber að sleppa, en aðrar fisktegundir má hirða.

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár 

 

 

íbúð til leigu.

íbúð til leigu frá og með 1. ágúst 2013. Staðsetning er við Hrafnagilshverfið. Er í góðu göngufæri frá Hrafnagilsskóla. það eru 5 svefnherbergi, 1 stofa, 1 baðherbergi 1 eldús + bílskúr. Nánar upplýsingar hjá Guðnýju Helgu í síma 867-9675.

 

Getum við bætt efni síðunnar?