Auglýsingablaðið

775. TBL 26. mars 2015 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

Breyttur skilafrestur auglýsinga í næstu viku
Næsta auglýsingablað kemur út miðvikudaginn 1. apríl. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl:10:00 þriðjudaginn 31. mars

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.



Opnunartími Íþróttamiðstöðvar um páskana

Pálmasunnudagur

kl.10:00-17:00

Skírdagur

kl.10:00-20:00

Föstudagurinn langi

kl.10:00-20:00

Laugardagur

kl.10:00-20:00

Páskadagur

kl.10:00-20:00

Annar í páskum

kl.10:00-20:00


Opnunartími Bókasafns Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Í dimbilviku verður opið mánudaginn 30. mars kl.10:30-16:00 og
þriðjudaginn 31. mars kl.10:30–12:30
Fyrsti opnunardagur eftir páska er þriðjudagurinn 7. apríl og þá er hefðbundinn opnunartími.

Mánudaga

kl.10:30-12:30 og 13:00-16:00

Þriðjudaga

kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00

Miðvikudaga

kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00

Fimmtudaga

kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00

Föstudaga

kl.10:30-12:30


Orgeltónleikar í Grundarkirkju
Fimmtudagskvöldið 26. mars kl.20:00 verða síðari tónleikar „Tóna á Grund“ sem haldnir eru til heiðurs nýja Klop orgelinu sem kom í Grundarkirkju í haust. Á þessum tónleikum verður orgelið sjálft í aðalhlutverki. Flytjendur á tónleikunum verða orgelleikararnir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Björn Steinar Sólbergsson, Eyþór Ingi Jónsson og Daníel Þorsteinsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á selló og Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur í einu verkanna.
Menningarráð Eyþings studdi Kirkjukór Laugalandsprestakalls til tónleikahaldsins. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis en tekið er á móti framlögum þeirra sem styðja vilja framtakið og starf kirkjukórsins.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Freyvangsleikhúsið - Fiðlarinn á þakinu

10. sýning

27. mars

kl.20:00

UPPSELT

11. sýning

28. mars

kl.20:00

UPPSELT

12. sýning

1. apríl

kl.20:00

Aukasýning

13. sýning

2. apríl

kl.20:00

UPPSELT

14. sýning

4. apríl

kl.20:00

Örfá sæti laus

15. sýning

10. apríl

kl.20:00

 

16. sýning

11. apríl

kl.20:00

 

Miðasla í s:857-5598 kl.18:00-20:00 og sýningardaga kl.17:00-19:00 og einnig á www.freyvangur.net


Skammir og skætingur
Hagyrðingakvöld og söngskemmtun verður haldin í Laugarborg miðvikudaginn
1. apríl kl.20:30 (húsið opnar kl. 19.30).
Fram koma hagyrðingarnir Árni Jónsson, Björn Ingólfsson, Hjálmar Freysteinsson Jóhannes Sigfússon og Pétur Pétursson, stjórnandi Birgis Sveinbjörnssonar.
Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Pálsdóttir syngur nokkur lög.
Kaffi, kleinur og kráarstemning. Forsala aðgöngumiða er hjá Búvís,
Grímseyjargötu 1. Miðaverð er 3.000 kr. (vinsamlegast ath. að við tökum ekki við kortum). Frekari upplýsingar veitir Valgeir Anton í s: 863-4003.
Karlakór Eyjafjarðar

Frá Laugalandsprestakalli

Hólakirkja Skírdag 2.apríl kl.11:00 fermist Kolbrá Brynjarsdóttir, Hólsgerði
Möðruvallakirkja Skírdag 2.apríl kl.13:30 fermist Arnar Burkni Gunnarsson, Heiðarlundi 7b, Akureyri
Munkaþverárkirkja Skírdag 2.apríl kl.15:00 fermist Skírnir Már Skaptason, Öngulsstöðum
Munkaþverárkirkja Föstudaginn langa 3.apríl kl.15:00 helgistund. Félagar úr Freyvangsleikhúsinu lesa úr Passíusálmunum. Organisti er Daníel Þorsteinsson
Grundarkirkja Páskadag 5.apríl kl.11:00 hátíðarmessa
Kaupangskirkja Páskadag 5.apríl kl.13:30 hátíðarmessa


Aðalfundur Náttfara 2015
Aðalfundur hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg laugardaginn 4. apríl kl.20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar hvattir til að fjölmenna.
Stjórn Náttfara

Veiðileyfi í Eyjafjarðará
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um veiðileyfi í Eyjafjarðará á komandi sumri. Umsóknareyðublöð er að finna á www.eyjafjardara.is. Umsóknarfrestur er til
7. apríl og skulu umsóknir sendar á netfangið veidileyfi@eyjafjardara.is.
Þegar úthlutun veiðileyfa á grundvelli umsókna er lokið verða lausir dagar seldir í netsölu á heimasíðunni og í versluninni Hornið veiði- og sportvöruverslun, Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Áfram verður hægt að fara í vorveiði á svæði 0 og 1 sem hefst 25. apríl og veitt verður út maí.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár

Fundur kvenfélagsins Aldan-Voröld
Fundur hjá kvenfélaginu Aldan-Voröld verður haldinn þann 15. apríl kl.20:00 í Félagsborg. Gígja í Jurtasmiðjunni heimsækir okkur og kynnir sína framleiðslu.
Stjórnin

Faldbúningsnámskeið Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans
Námskeið í faldbúning, þjóðbúningasaumi og balderingsnámskeið
verður haldið í húsnæði Handraðans á Laugalandi helgina 25.-26. apríl.
Kennarar eru Oddný Kristjánsdóttir og Inda Benjamínsdóttir.
Áhugasamir skrái sig í gegnum tölvupóst á heimasíðu félagsins www.heimilisidnadur.is eða í s:551-5500.

Getum við bætt efni síðunnar?