íbúafundur - Opinn dagur í Eyjafjarðarsveit
íbúafundur var haldinn mánudaginn 4. mars og þar var ákveðið að sumardaginn fyrsta verði fólki boðið í sveitina. ætlunin
er að lista- og handverksmenn opni vinnustofur sínar, bændur, félagasamtök og ferðaþjónustu¬aðilar kynni starfsemi sína,
sumardags¬gleði verði í Funaborg og svo mætti lengi telja. Vegna veðurs komu fáir á fundinn og því er boðað til annars
íbúafundar í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 13. mars kl. 20.00. á fundinum verður rætt um frekari útfærslu á þessari
hugmynd og jafnframt um nýja útgáfu á korti um ferðaþjónustu og afþreyingu í Eyjafjarðarsveit. þeir sem hafa áhuga á
að taka þátt og þeir sem vilja kynna starfsemi sína á nýju korti eru hvattir til að mæta, en allir eru velkomnir. Kaffi og með
því.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Opnunartímar bókasafns Eyjafjarðarsveitar eru sem hér segir:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Gullbrekku miðvikudaginn 13. mars kl. 10.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Dalbjörg býður þér í heimsókn
Hjálparsveitin Dalbjörg verður 30 ára þann 5. mars. Af því tilefni verðum við með opið hús í Bangsabúð við
Steinhóla, fyrir sveitunga og velunnara laugardaginn 9. mars frá kl. 14:30-17:00. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi
hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar. Við hvetjum alla til að heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag, þiggja veitingar og
njóta dagsins með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hjálparsveitin Dalbjörg
Eyjafjarðarsveit
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherjar
Verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 14. mars kl. 20.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um stefnu og starf félagsins.
Mætum öll!! Stjórnin
Frá Meðferðarheimilinu Laugalandi: Takk takk!!
Síðastliðin sunnudag héldum við kaffihlaðborð sem er liður í fjáröflun stúlknanna. Mæting var mjög góð og
stemningin frábær.
Við viljum þakka öllum sem mættu og tóku þátt í góðum og ánægjulegum degi. Við viljum líka þakka Pálma
og Ingibjörgu í Freyvangi fyrir hjálpina.
Kær kveðja, starfsfólk og stelpur á Laugalandi
Vetrarþjónusta - íbúar Eyjafjarðarsveitar
Hreinsum snjó af heimreiðum og plönum með snjóplóg eða snjóblásara.
Erum með hálkusand á svellin.
Vanir menn og vönduð vinna.
Gerum tilboð.
Pantanir í síma 895-5899 Hlynur eða 863-1207 Aðalsteinn.
GK verktakar ehf. Garði
óska eftir að kaupa hálmrúllur. Sími 862-6833 Kristinn
Neglur
Nú nálgast páskarnir :-) Gelneglur; ásetning og lagfæring á „nemaverði“ !
Tímapantanir a.v.d. eftir kl. 17:00 og kl. 13:00-17:00 um helgar í síma 866-2796.
Hrönn
Atvinna
Lamb Inn öngulsstöðum auglýsir eftir starfsfólki í vor og sumar. Um er að ræða vinnu við matseld, framreiðslu og vinnu á
hótelgangi. Einnig fylgir einhver útivinna við tiltekt og viðhald. Hlutastarf kemur til greina. Nánari upplýsingar í síma 892-8827
Hefur þú áhuga á barnapössun?
Ert þú áreiðanlegur, umhyggjusamur og sjálfstæður einstaklingur sem hefur gaman að börnum? Ert þú á aldinum 14-18 ára?
þá gætir þú fengið vinnu einstaka seinniparta eða kvöld eftir samkomulagi!!! þorsteinn Búi er tveggja ára ljúflingur (og
prakkari) sem hefur yndi af að leika sér og hlæja. Endilega hafðu samband við Immu í síma 824-3129 oftast eftir kl. 16.
Bestu kveðjur, Imma og Pálmi í Freyvangi
Freyvangsleikhúsið kynnir Dagatalsdömurnar
13. sýning 8. mars kl. 20 - örfá sæti laus
14. sýning 9. mars kl. 20
15. sýning 15. mars kl. 20
16. sýning 16. mars kl. 20
Sýnt á föstudögum og laugardögum í mars.
Miðapantanir milli kl.17:00 og 20:00 í síma 857-5598 og á freyvangur.net
Aðalsafnaðarfundur Hólasóknar verður haldinn miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20:30 í
Villingadal (hjá Ingu).
Kveðja, sóknarnefndin