Fótboltakskónna minna er sárt saknað!
ég týndi hvítum PUMA fótboltaskóm nr. 34 eða 35 fyrir ca. tveimur vikum, mjög líklega eftir fótboltaæfingu á Hrafnagili.
þeir eru ómerktir og sem nýir. Ef einhver hefur tekið þá í misgripum bið ég þann að hringja í mömmu mína, Selmu
í síma: 861-9106.
Tristan Darri
---
Fundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði verður haldinn í Hrafnsgilsskóla laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Rætt verður um nýtt húsnæði fyrir starfsemina og fleira sem því tengist á 20 ára afmælisári félagsins.
Nýir félagar velkomnir 60+.
Mætum sem flest
Stjórnin
---
Frá Laugarlandsprestakalli :
Sunnudaginn 22. febrúar er messa í Kaupangskirkju kl. 11:00
Væntanlega fermingarbörn lesa úr ritningunni.
Sunnudaginn 1. mars er fjölskyldumessa í Grundarkirkju kl. 11:00
Sama dag um kvöldið, er kyrrðar og bænastund í Hólakirkju kl. 21:00
Verið velkomin
Kv. Hannes
----
árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2009
ágæta starfsfólk Eyjafjarðarsveitar, þá er komið að því …
Laugardaginn 21. mars (ATH! Breytt dagsetning) verður árleg árshátíð starfsmanna Eyjafjarðarsveitar haldin í Laugarborg.
í ár verður árshátíðin að hluta til með óhefðbundnu sniði.
Húsið mun opna kl. 19:00 og þá munum við hefja kvöldið með freyðandi fordrykk. Síðan mun nefndin sjá um hefbunda
skemmtidagskrá og á meðan munu gestir njóta dýrindis veitinga að hætti Valdemars Valdemarssonar. Hann svíkur ekki frekar en fyrri
daginn.
á meðan við gæðum okkur á ljúffengum eftirréttinum munum við fá að njóta glæsilegrar sýningar, en það er
ekkert annað en „Cabaret“. árshátíðargestir munu því baða sig í glæsilegri umgjörð ljósa og leiktjalda
þar sem Laugarborg mun breytast í næturklúbb í Berlín árið 1935.
Að þessu loknu mun óvæntur gestur rífa alla út á dansgólfið og fá okkur til að dilla mjöðmunum og
skvetta úr klaufunum fram á rauða nótt.
Skráning hefst 2. mars og miðar verða síðan seldir mánudaginn 16. mars og miðvikudaginn 18. mars frá kl. 8:00-16:00 hjá
Elísabetu Skarphéðinsdóttur (gsm: 894 1303) í Hrafnagilsskóla.
Miðaverð er aðeins 3900 krónur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll !!!
Nefndin
Af gefnu tilefni: það skal sérstaklega tekið fram að þið sem sitjið í nefndum Eyjafjarðarsveitar eruð hjartanlega velkomin.