Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 16.september.
Messa í Grundarkirkju kl.11:00. Væntanleg fermingarbörn mæti ásamt aðstandendum. Eftir messu er fundur er varðar fermingarundirbúning .
Sunnudaginn 16.september.
Helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 14:00.
Hannes örn
Frá Félagi aldraðra
Vetrarstarf félagsins hefst mánudaginn 24. september kl. 14:20 í Hrafnagilsskóla.
þórdís ólafsdóttir verður í fríi í vetur en Guðrún Steingrímsdóttir kemur til starfa hjá okkur og verður með sýnishorn og kynningu á mánudaginn.
Að öðru leyti er sama starfslið og síðast liðinn vetur.
Verið hjartanlega velkomin í félagsstarfið
Stjórnin
æfingar veturinn 2007-2008.
Frjálsíþróttaæfingar verða á mánudögum kl. 14:10 - 15:15 fyrir 10 ára og yngir og fyrir 11 ára og eldri frá kl. 15:15 - 16:45.
á föstudögum ætlum við að bjóða upp á sundæfingar.
Kl. 13:30-14:30 er æfing fyrir 6 til 10 ára.
Kl. 14:30-15:30 er æfing fyrir 11 ára og eldri.
Ari Jósavinsson er með þessar æfingar sími 8920777.
Fleiri æfingar hafa ekki verið ákveðnar en það verður vonandi hægt að auglýsa fleiri æfingar um næstu helgi.
Umf. Samherjar.
Uppskeruhátíð Umf. Samherja
Ungmennafélagið Samherjar heldur uppskeruhátíð sína, laugardaginn 22. september, klukkan 14:00 – 16:30.
Hátíðin verður haldin í Funaborg. Við ætlum að leika okkur, grilla og skemmta okkur saman.
Viðurkenningar verða einnig veittar.
Mætum öll með góða skapið.
Sjáumst, stjórnin.
Eyvindur 1. leit
Við í ritnefnd viljum minna á að efnisöflun er hafin fyrir næsta blað.
Hægt er að senda inn efni á netfangið abs1@hi.is eða hafa samband við okkur beint, einnig eru allar ábendingar vel þegnar um viðtöl og annað áhugavert sem ykkur finnst eiga heima í blaðinu.
Ritnefndina skipa: Benjamín á Ytri-Tjörnum, Dísa á Sámsstöðum, Páll í Reykhúsum og Hannes á Syðra-Laugalandi.
Til sölu
Til sölu gömul dekkja umfelgunarvél í vel nothæfu ástandi.
Verð kr 25.000
Upplýsingar veitir Kristján á Bílapartasölunni Austurhlíð
Sími 4626512 eða 8979999
Kettlingur fæst gefins.
þoka er 10 vikna gömul, grá læða sem vantar nýtt heimili. Auðvitað kassavön, stórskemmtileg og mikill grallari.
Uppl. í síma 4350033.