Skógarkerfill – tíminn að renna út
Nú er kominn sá tími að skógarkerfillinn fer að fella fræ þannig að þeir sem ekki hafa lokið við að eitra verða að gera
það strax ef vinnan á ekki að verða til einskis.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar og atvinnumálanefnd
þakkir til íbúa
Stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar þakkar íbúum fyrir jákvæðar undirtektir við skreytingu
póstkassa. Skreytingarnar stórar sem smáar skapa skemmilegt andrúmsloft og hafa vakið mikla athygli. Stöðugt bætast við prúðbúnir
póstkassar og við hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.
Timbur- og járngámar
Timbur- og járngámar verða staðsettir við Rifkelsstaði og Litla-Garð frá föstudeginum 13. júlí n. k. til mánudagsins 24.
júlí og verða þá fluttir að Vatnsenda og þverá.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Reiðtúr að skriðunni í Torfufellsdal
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir reiðtúr að skriðunni inná Torfufellsdal laugardaginn 14. júlí kl. 11:00. Um er að ræða
léttan reiðtúr eftir frábærum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. áætlaður ferðatími er 4 klst. Lagt verður af
stað frá Torfufelli. Allir hestfærir einstaklingar velkomnir með í ferðina. Stjórn og ferðanefnd Funa
ágætu Eyfirðingar,
stuttmyndin Fjörsváfnir er komin til sýningar í Smámunasafninu. Myndin segir frá dramatískum atburðum í ævi Magnúsar
Benediktssonar sem bjó að Hólum í Eyjafirði í byrjun 18. aldar og er unnin eftir heimildum frá þeim tíma. Myndin er hreyfimynd (animation) og
knýr frumsamin tónlist Helga og hljóðfæraleikaranna atburðarásina áfram samhliða mynd og texta.
Eitthvað af leikmunum er einnig til sýnis og búið er að gefa myndina út á DVD-disk með íslenskum og enskum texta og er hann til sölu í
Smámunasafninu.
Njótið vel,
kveðja, Dísa og Steini - Gallerí Víð8ttu
æskulýðsdagar
Barna- og unglingaráð hestamannafélagsins FUNA minnir á æSKULýðSDAGA á Melgerðismelunum 20.-22. júlí.
þrautabraut, reiðtúr, grillveisla og öðruvísi keppni – bara gaman ☺
Allir velkomnir, gott að skrá sig fyrirfram (netfangið holsgerdi@simnet.is
) – nánari upplýsingar á vefsíðu Funa, www.funamenn.is
Er kötturinn þinn týndur, ólarlausir kettir.
Grábröndóttur högni með hvítar loppur hefur verið á vappi í kringum Tjarnagerði í vetur og að undanförnu, einnig höfum
við orðið vör við annan högna, kolsvartan með hvítar loppur. þeir eru ekki gæfir þessi grey og bera þess merki að hafa verið lengi
að heiman. þessir ágætu kettir gera okkur lífið leitt því við erum líka með högna og þeir slást allverulega. einnig er
það vegna andar- og hænuvarps. Ef einhver saknar þeirra vinsamlegast hafa samband við Vilborgu 899-6290.
í leiðinni er ég með endur til sölu, ef þér finnst endur skemmtilegar þá á ég tvo mjög fallega alíandarsteggi,
ársgamla og óaðskiljanlega. þeir þurfa að komast í vatn og busla, ganga vel með hænum.
Ljóni frá Ketilsstöðum
Ljóni frá Ketilsstöðum IS2004176173 verður í hólfi í Hólsgerði, Eyjafjarðarsveit, í sumar.
Ljóni er undan álfasteini frá Selfossi og Ljónslöpp frá Ketilsstöðum. Hann hlaut í aðaleinkunn 8,47 á kynbótasýningu
á Gaddstaðaflötum nú í vor. Ljóni er með 123 í aðaleinkunn í kynbótamatinu. Verð 110.000 með vsk., innifalið folatollur,
hagagjald og 1 sónarskoðun. Nánari upplýsingar veita Brynjar (899-8755) eða Sigríður (857-5457), hs. 463-1551 eða um netfangið holsgerdi@simnet.is
Lamb Inn – Gamli bærinn öngulsstöðum
Laugardaginn 14. júlí. Skoðunarferð í Gamla bæinn á öngulsstöðum og matur á Lamb Inn. Gamli bærinn á
öngulsstöðum er eitt best varðveitta leyndarmál í byggingarsögu Eyjafjarðar. Skoðun á bænum með leiðsögn. Matur í
Lamb inn að lokinni skoðun – lambalæri eða lambasalat og gamla góða rjómatertan í eftirrétt.
Mæting kl 17.30 við Ferðaþjónustuna öngulsstöðum/Lamb Inn. Göngutúr upp á Háuborg eftir máltíðina fyrir
þá sem það kjósa. Verð kr. 4.200 á mann. Pantanir í síma 463 1500.
Til sölu
Til sölu er lítill kofi sem gæti hentað fyrir kanínur, hænur eða hund.
Kofinn er úr timbri 110x130 cm. að grunnfleti og rammgerður.
Upplýsingar í síma 462-7034.