Jódísarstaðir, Eyjafjarðarsveit, deiliskipulag
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 17. apríl 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi
íbúðarreits íS15 að Jódísarstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er um lóðir fyrir 7
íbúðarhús og er í samræmi við aðalskipulag. Tillagan verður kynnt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitarhttp://www.eyjafjardarsveit.is og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9
frá 16. maí til 27. júní 2012. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 27. júní 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar.
11. maí 2012, Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið verður uppstigningardag 17. maí kl. 10:00 - 20:00
Sumaropnun sundlaugar hefst föstudaginn 18. maí.
Opið verður frá kl. 6:30 - 22:00 alla virka daga og kl. 10:00 - 20:00 um helgar.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk sundlaugar.
Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1996, 1997 og 1998 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum
fyrir 25. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-0600
Eyðing á skógarkerfli
í síðustu viku var haldinn fundur með landeigendum um eyðingu á skógarkerfli. þar var fyrirkomulag þessa árs kynnt en í stórum
dráttum gengur það út á að landeigendur bera sjálfir ábyrgð á því að úða á sinni landareign en
sveitarfélagið leggur til eitur. Einnig verður fjármunum varið í styrki sem greiddir verða í hlutfalli við útlagðan kostnað.
Starfsmaður mun hafa yfirumsjón með verkinu og hjá honum geta landeigendur nálgast eitur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sumarsins verður að
finna á heimasíðu sveitarfélagsins. þeir landeigendur sem vilja hefjast handa strax, geta sett sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins
varðandi afhendingu á eitri. Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
þá fer að styttast í sumarlokun bókasafnsins. Fimmtud. 31. maí er opið í síðasta sinn á þessu vori. Enn er þó
tími til að ná sér í spennandi glæpasögu, góða ævisögu, bók um garðrækt eða hvað sem hugurinn girnist.
Safnið er lokað á uppstigningardag og annan í hvítasunnu. Safnið er opið:
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 9:00-12:30
Smámunasafnið
Sumaropnun Smámunasafnsins hófst 15. maí og stendur til 15. September. Opið
alla daga milli kl. 13 og 18 sama hvað dagurinn heitir. Að venju er getraun í gangi ,,Hvað átti Jón A. Jónsson marga penna?“ þú horfir
á safnið og giskar, skrifar svo svarið á blað og lætur í viðeigandi kassa. Laugardaginn 19. maí verður ,,Safnvörðurinn,,
afhjúpaður. Hann er gerður af félögum í List án landamæra.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, Smámunasafnið
Silva opnar að Syðra-Laugalandi efra þann 19. maí
þá er komið að opnun
veitingastaðarins Silvu sem sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðiréttum ásamt hollum og gómsætum kökum. Einnig er
boðið upp á ýmis konar smárétti, hristinga og safa. Svo má ekki gleyma hveitigras- og engiferskotunum. það verður gaman að
sjá hverjir þora í þau!
Opnunartímar eru frá kl. 11:00 – 21: 00 alla daga vikunnar.
Alla rétti og drykki er hægt að taka með sér sé þess óskað.
Hlakka til að sjá sem flesta sveitunga, Kristín Kolbeinsdóttir
Meistaraflokkur karla hjá Samherja
Jæja, nú er vel liðið á vorið, fótboltavöllurinn orðinn iðagrænn og býður eftir að við hefjum æfingar.
ákveðið hefur verið að senda liðið til þáttöku í Utandeild K.D.N og mun hún hefjast fimmtudaginn 31. maí. Allir sem hafa
náð 16 ára aldri er velkomið að spila með. Gjaldfrálst verður á æfingum en þeir sem hyggjast spila með í Utandeildinni munu
þurfa að greiða vægt keppnisgjald. æfingar hófust þriðjudaginn 15. maí og verður næsta æfing á morgun fimmtud. 17. maí
á velli Samherja kl. 20:00.
æfingar í sumar verða eftirfarandi:
Sunnudagar kl. 20:00
þriðjudagar kl. 20:00
Fimmtudagar kl. 20:00 þegar leikir falla niður í Utandeildinni og svo fyrir þá sem spila ekki með.
Með von um að sem flestir láti sjá sig, kv. Guðmundur Einarsson s: 694-6101
Allir krakkar áhugsamir um hesta!
það verður pizzukvöld í Funaborg föstudaginn 18. maí n.k. kl. 19:00. Auk þess ætlum við að fræðast svolítið um
hestinn og sjá myndir frá námskeiðinu frá því um daginn. þeir krakkar sem luku reiðnámskeiðinu fá afhent
þátttökuskjal. Allir krakkar áhugasamir um hesta eru velkomnir. þátttaka tilkynnist á netfangið holsgerdi@simnet.is í síðasta lagi fimmtudagskvöldið kl. 21:00.
F.h. barna og unglingaráðs hestamannafélagsins Funa, Sigríður í Hólsgerði
Bændur og búalið
Komið og kynnist stórbrotnum örlögum Magnúsar Benediktssonar sem
bjó að Hólum í Eyjafirði í byrjun 18. aldar. Stuttmyndin Fjörsváfnir verður sýnd í Freyvangi sunnudaginn 20. maí kl.14, kl.15
og kl.16. þetta er hreyfimynd (animation) og einnig verða til sýnis leikmyndir og annað sem búið var til við framleiðslu myndarinnar. Hlökkum til að
sjá ykkur, Gallerí Víð8tta, Helgi þórsson og Smámunasafnið
þarftu að losna við járnarusl?
Hringdu þá í síma 892-3354 (Hjalti) og ég
kem með gám undir brotajárn og þess háttar án endurgjalds. Kveðja, Hjalti þórsson