Kálfateyming og fagurt fiðurfé
Á landbúnaðarsýningu sem haldin verður samhliða Handverkshátíðinni í ár verður keppt í kálfateymingu og skorum við á ungviði sveitarinnar að hefja þjálfun. Skráning verður auglýst síðar.
Þá væri einnig upplagt að hefja stífbónun á fiðurfé en keppt verður um fallegasta hanann og fallegustu landnámshænuna.
Sökum dræmrar þátttöku var hins vegar hætt við skreytingu á heyrúllum.
Hlökkum til að heyra frá ykkur og þiggjum með þökkum myndir af fallegum hönum og krúttlegum kálfum í þjálfun.
Með sólarkveðjum,
Kata og Guðný
Ps. Myndirnar mega koma á netfangið gudny@esveit.is
Ágætu sveitungar
Laugardaginn 23. júlí verður skottsölu og markaðsdagur sunnan við Smámunsafnið. Er ekki tilvalið að laga til í geymslunni og koma með til að selja. Áhugasamir endilega hafið samband við Siggu Rósu 898-5468 eða Möggu 863-1246 fyrir fimmtudaginn 21. júlí. Dagurinn verður auglýstur í N4 dagskránni.
Sumarkveðja,
stúlkurnar á Smámunasafninu
Æskulýðsdagar Norðurlands
verða að vanda haldnir þriðju helgina í júlí, að þessu sinni dagana 15.-17. júlí. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þá er síðasti skráningardagur á morgun, fimmtudaginn 14. júlí. Skráningu má senda á netfangið annasonja@gmail.com. Ítarlega dagskrá má sjá á heimasíðu Funa www.funamenn.is.
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Funa
Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann og Nordplus, ætlar að halda námskeið dagana 2.-4. ágúst í Laugalandi. Textílkennarar frá Finnlandi og Eistlandi munu kenna framhaldsnámskeið í knippli, sólarlitun, finnskt og eistneskt prjón og leðursaum sem uppruninn er frá eyjunni Vormsi. Hvert námskeið kostar 10.000 krónur og er efniskostnaður innifalinn.
Áhugasamir hafi samband við Kristínu Völu Breiðfjörð hjá Handraðanum. Sendið línu á kristinbreidfjord@gmail.com
Kæliskápur óskast
Óska eftir kæliskáp með frystihólfi til kaups, hæð 150 cm.
Upplýsingar í símum 4627034 og 8462864.
Mótormessa
Fimmtudagskvöldið 14. júli kl. 20:00 verður svokölluð mótormessa í Grundarkirkju.
Vélhjólamenn og konur munu þeysa til messu á fákum sínum og taka þátt í helgihaldi en allir eru auðvitað velkomnir til kirkju.
Sóknarprestur
Handverkshátíð 2016
Nú styttist í Handverkshátíð en hún verður haldið 4. - 7. ágúst. Líkt og undanfarin ár sjá Umf. Samherjar og hjálparsveitin Dalbjörg um veitingasölu og gæslu á hátíðinni en þetta er langstærsta fjáröflunarverkefni sem ungmennafélagið tekur þátt í ár hvert og skiptir sköpum fyrir starfsemi félagsins.
Stjórn félagsins vill hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram krafta sína þessa helgi, hvort sem er með vinnu í veitingasölu, eldhúsi, gæslu eða bakstri fyrir helgina. Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap :-)
Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar.
Uppskriftir eru á heimasíðu félagsins ef einhvern skortir slíkar www.samherjar.is
Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu, eldhús, veitingasölu, gæslu eða aðra umhirðu, eru beðnir að hringja í Óskar í síma 8692363 eða oskar@melgerdi.is. Í sama númer má skrá bökunarloforð.
Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 - 13:00
12:00 - 16:00
15:00 - 20:00
Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 13 á hverja vakt
10:30 - 15:00
15:00 - 19:30
Krakkar í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.
Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 - 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.
Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.
Sjáumst á Handverkshátíð 2016
Stjórn Umf. Samherja
Frá Sólarmusterinu
Helgina 21. – 24. júlí þá mun ýmislegt vera í boði á Finnastöðum þar sem við ætlum að hittast og eiga góðar stundir saman, hægt er að komast í svitahof, kakóathöfn, náttúrugöngu á orkustað og Seiðlist verður á svæðinu með vinnustofu. Margt fleira verður í boði. Ef eitthvað af þessu heillar látið mig þá vita og ég get skráð þig á einhvern viðburðinn.
Svitahof, Seiðlist og náttúruganga verður 22., 23. og 24. kl. 09:00 - 12:00
Kakóathöfn 21. kl. 20:00
http://sigridurasny.wix.com/solarmusterid og Sólarljósið í síma 863-6912
Land til þökuskurðar óskast
Vantar land til þökuskurðar, þarf að vera njóla og fíflalaust og helst ekki með snarrót. Benedikt Hjaltason s: 8946946