Auglýsingablaðið

442. TBL 03. október 2008 kl. 13:59 - 13:59 Eldri-fundur

Vinsamlegast athugið

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð föstudaginn 17. október n. k. vegna námsstefnu. Ef brýna nauðsyn ber til, er hægt að hringja í Stefán s: 864 6444.

Auglýsingablaðið verður prentað fimmtudaginn 16. október og
þurfa auglýsingar að hafa borist fyrir kl. 10 þann dag.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Uppskeruhátíð Umf. Samherja
Sunnudaginn 5. október klukkan 15:00

Uppskeruhátíð Umf. Samherja verður í (og við) íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar frá klukkan 15 – 18 sunnudaginn 5. október. Og uppskeruhátíðin er fyrir alla sem æfa, hafa æft eða ætla að æfa hjá félaginu og fjölskyldur þeirra.
á uppskeruhátíðinni verður glaðst yfir árangri sumarsins og veittar viðurkenningar fyrir þátttöku og árangur. Vetrarstarf félagsins verður kynnt, tímasetningar, þjálfarar og umsjónarmenn. Að þessu loknu verða grillaðir hamborgarar og farið í leiki. Verið klædd eftir veðri og takið sundfötin með.

Nú mæta allir Samherjar og höfum gaman saman.

Stjórnin




Frá Laugalandsprestakalli

Minni á kyrrðar og bænastund í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 5.október kl. 21:00.
Við biðjum fyrir ástvinum.

Kv. Hannes




Glúmurinn 2008

ágætu vinningshafar í happadrætti Glúmsins 2008. þið sem ekki hafið fengið vinningana í hendur, getið vitjað þeirra á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
 
Starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar


Melgerðismelarétt, sölusýning, réttarball

Melgerðismelarétt í Eyjafirði, hefst kl. 13 laugardaginn 4. október.
í beinu framhaldi verða um 50 hross sýnd í sölusýningu,
tamin hross, tryppi og folöld.
Réttarball verður síðan í Funaborg frá kl. 22 og hljómsveitin
í sjöunda himni mun sjá um fjörið fram eftir nóttu.

Hestamannafélagið Funi
Hrossaræktarfélagið Náttfari




Eldsmíði og miðaldakjólasaumur

Beate Stormo verður með námskeið í eldsmíði helgina 10. -12 .október næstkomandi. Allt efni er innifalið. Einungis komast 4 að í einu.

Hún verður einnig með námskeið í miðaldakjólasaum helgina 24.-26.október. Hver þátttakandi velur sér efni til að sauma úr og hægt er að panta vönduð ullarefni á góðu verði í gegnum Beate.

Sjá nánari upplýsingar á www.listalind.is




Rósa er týnd.

Rósa er gul, grá og hvít læða. Hún hvarf frá Kvisti í sumar.
Ef þið finnið hana skuluð þið endilega hringja í síma 4622598

Auðunn Hlynsson




Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3. – 6. ára

Nú er komið að því að sinna betur yngsta aldurshópnum í sveitarfélaginu. íþrótta- og tómstundanefnd stendur fyrir leikjaskóla fyrir 3. – 5. ára börn (2003-2005) sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Hann verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla  á sunnudögum milli kl. 12:10 – 12:50. Kennari er ólöf Matthíasdóttir, hjúkrunarfræðingur. Um er að ræða 8 skipti fyrir áramót og þátttökugjald er einungis 3.000.- þar sem nefndin ætlar að niðurgreiða námskeiðið. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 12. október og þá verða meðlimir íþrótta- og tómstundanefndar viðstaddir til að taka við greiðslum.

Hægt er að skrá þátttakendur dagana 6.-8. október í netföngin kristin@krummi.is og nanna@krummi.is
þar þarf að koma fram fullt nafn barns og kennitala ásamt nafni foreldris eða forráðamanns og símanúmer.

íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar




Fyrsti kabarettfundur!

Kabarett Freyvangsleikhússins verður 7. og 8. nóvember næstkomandi. áhugafólk um að gera hann sem skemmtilegastan kemur saman þriðjudaginn 7. október í Freyvangi kl. 20.30 til skrafs og ráðagerða. Upp úr því hefjast svo æfingar og alls konar skemmtan. þeir sem vilja vera með eru hvattir til að láta sjá sig á fyrsta fundi svo við getum gert okkur grein fyrir þátttöku en þeir sem komast ekki af óviðráðanlegum orsökum en vilja samt vera með skulu senda línu á rolla77@simnet.is þess efnis.

Allir velkomnir!

Freyvangsleikhúsið




Frá Tónlistarhúsinu Laugarborg

Sunnudaginn 5. október 2008 kl. 15:00

Anna áslaug Ragnarsdóttir leikur á píanó

Aðgangseyrir kr. 2.000,-

Tónlistarhúsið Laugarborg




Haustmarkaður í Laugarborg
sunnudaginn 12. október

Fyrirhugað er að halda haust markað 12. október í Laugarborg frá klukkan 12 - 17. Kaffisala verður á staðnum að hætti Samherjafélaga, svo allir geta sest niður og fengið sér köku og kaffi á vægu verði.

Margt verður í boði eins og vanalegt er.

 
Kristallar.
Heilsu vara.
Notuð og ný Föt.
Snyrtivara.
Skartgripir.
Bækur.
Sultur.
Gler list.
Siginn fiskur og salt fiskur.
Heimatilbúið hunda og kattar nammi.

Og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari
Plássið kostar 2.000,- kr og það eru nokkur pláss eftir.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 461-3344 og 864 3199,  Selma.
Getum við bætt efni síðunnar?