Auglýsingablaðið

1082. TBL 04. mars 2021

Auglýsingablað 1082. tbl. 13. árg. 4. mars 2021.



Nýbygging Hrafnagilsskóla, markmið og áherslur sveitarstjórnar – umsagnarfrestur til klukkan 8:00 þann 16. mars

Íbúum Eyjafjarðarsveitar og starfsmönnum sveitarfélagsins gefst nú kostur á að koma á framfæri umsögnum um þau markmið og áherslur sem sveitarstjórn hefur að leiðarljósi við undirbúning og hönnun nýbyggingarinnar og varðandi þá leið sem sveitarfélagið hefur ákveðið að fara í byggingunni. Mögulegt er að skila inn umsögnum til klukkan 8:00 að morgni þriðjudags, þann 16. mars næstkomandi.

Greinagerð sveitarstjórnar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.



Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk – afleysingarstaða vegna fæðingarorlofs

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða starfsmanns með aðra háskólamenntun (B.s.,B.a.,B.ed) sem nýtist í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn
• Góð íslenskukunnátta

Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.



Skólaliði

Óskum eftir að ráða skólaliða í afleysingar fram að skólalokum 10. júní. Starfsmaðurinn þarf helst að geta hafið störf 15. mars.
Leitað er eftir starfsmanni sem:
• Sýnir metnað í starfi
• Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra
• Er fær og lipur í samskiptum
• Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar veita Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri hrund@krummi.is og Björk Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri bjork@krummi.is í síma 464-8100.



Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 7. mars kl. 11:00

Við fögnum því að geta hafið helgihald í Eyjafjarðarsveit á nýjan leik. Í fyrstu messunni okkar munu fermingarbörn úr Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla láta ljós sitt skína í tilefni þess að fyrsti sunnudagur marsmánaðar er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson. Prestar eru Jóhanna Gísladóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Öllum sóttvarnarreglum verður fylgt. Minnum á að grímuskylda er í öllum kirkjum landsins hjá kirkjugestum sem fæddir eru árið 2005 eða fyrr.



Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Er ekki komin tími á að koma saman eftir langt hlé. Ætlum að byrja að hittast þriðjudaginn 9. mars kl. 13:00 í Félagsborg.
Kaffi og spjall. Minnum á tímana í íþróttahúsinu á mánudögum kl. 10:30-12:00 og á fimmtudögum kl. 12:30-14:00.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Kv. stjórnin.



Frá Munkaþverársókn

Við viljum minna á áður auglýstan aðalsafnaðarfund Munkaþverársóknar þann 10. mars kl. 20:00 að Rifkelsstöðum 2. Auk aðalfundarstarfa verður tekin ákvörðun um sameiningu sókna.
Sóknarnefnd.



Aðalfundur Saurbæjarsóknar

Boðað er til aðalfundar sunnudaginn 14. mars kl. 11:00 í Öldu.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram sameiningartillaga Saurbæjarsóknar við aðrar sóknir í sveitinni.
Sóknarnefndin.



Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á Brúnum mánudaginn 15. mars næstkomandi kl. 10:30.

Dagskrá fundarins:
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Erindi gesta

Stjórnin.


Íbúð óskast
Róleg og reglusöm kona óskar eftir lítilli íbúð til leigu. Er reyklaus og ekki með gæludýr. Skilvísum greiðslum heitið og get lagt fram ábyrgðartryggingu.
Upplýsingar í síma 898-0677 eða á nordurhof5@simnet.is.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?