Auglýsingablaðið

1076. TBL 21. janúar 2021

Auglýsingablað 1076. tbl. 13. árg. 21. jan. 2021.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Nú er safnið opið fyrir almenning sem hér segir:
Þriðjudagar frá 16:00-19:00
Miðvikudagar frá 16:00-19:00
Fimmtudagar frá 16:00-19:00

Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur og tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.



Aðalfundarboð

Ungmennafélagið Samherjar boðar til aðalfundar 3. febrúar
kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla. Grímur og spritt verða á staðnum.

Dagskrá fundar:
1. Kosnir fastir starfsmenn.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Gjaldkeri leggur fram reikninga.
4. Umræður um skýrslur og reikninga.
5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra.
6. Kosning stjórnar.
7. Önnur mál.



Frá Þorrablótsnefnd

Eins og fram hefur komið fellur þorrablótið 2021 niður. Nefndin vill hins vegar benda hörðustu stuðningsmönnum á að hægt er að panta sér „þorrablót heim í stofu“ á síðunni: https://torrablot.is/ en þar er hægt að kaupa bæði þorramat og aðgang að skemmtidagskrá. Það skal tekið fram að þorrablótsnefndin hefur hvorki aðkomu né milligöngu að þessu heldur kaupir fólk sér þessa þjónustu milliliðalaust á netinu.
Endilega skoðið heimasíðuna og sjáið hvort þetta henti ykkur.
Góðar kveðjur.



Volare – vörur fyrir húð og hár

Ýmsar vörulínur eru í Volare s.s. Sjö jurta, SPA, vörur unnar úr Dauðahafinu og vörur fyrir krakka svo eitthvað sé nefnt.
Nánari upplýsingar í síma 866-2796 og/eða á facebook; Hrönn Volare þar sem hægt er að sjá myndir af vörunum, verð og stutta lýsingu.
Myndin er af Popi, mildu freyðibaði.



Vefsölusíða Matarstígsins

Við viljum vekja athygli á því að vefsölusíðan okkar á slóðinni www.helgimagri.is er líka fyrir sveitunga okkar. Matvörur beint frá framleiðendum innan Matarstígsins. Pöntunarfrestur er í viku hverri til hádegis á fimmtudögum og afhending er eftir hádegi á föstudögum eða eftir nánara samkomulagi.
Styrkjum framleiðendur í heimabyggð og fáum vörurnar afhentar með Vistvænni dreifileið.
Nánar á helgimagri.is.
Matarstígur Helga magra – helgimagri@esveit.is.



Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

BÓNDADAGURINN nálgast !!! Gefðu bóndanum gjafabréf í fótadekur. Fóstsnyrting er ekki bara fyrir konur. Í fótsnyrtingu er tekið sigg, klippt neglur, pússaðar niður þykkar neglur, líkþorn fjarlægð (ef þarf) og endað með léttu fótanuddi.
Til að panta gjafabréf er best að hafa samband í síma 833-7888 eða senda skilaboð gegnum facebooksíðu Snyrtistofunnar Sveitasælu https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela. Nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði og verð eru einnig inn á síðunni undir liðnum ÞJÓNUSTUR. Gjafabréf eru tilvalin gjöf við öll tækifæri.

Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Símsvari eftir opnunartíma. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

 

Getum við bætt efni síðunnar?