Auglýsingablaðið

470. TBL 30. apríl 2009 kl. 10:41 - 10:41 Eldri-fundur

Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Vegna jarðarfarar, lokar skrifstofa Eyjafjarðarsveitar á hádegi í dag, fimmtudaginn 30. apríl. Starfsfólk skrifstofu.



Vinna fyrir unglinga. Eyjafjarðarsveit býður unglingum vinnu við ýmiss umhverfisverkefni á komandi sumri. Unglingar, sem fæddir eru 1993, 1994 og 1995 eiga kosta á að ráða sig til starfa. þeir sem áhuga hafa á að ráða sig til umræddra starfa eru beðnir að skrá sig á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra - Laugalandi í síðasta lagi 20. maí n. k. Tekið er á móti umsóknum á staðnum, í síma 463 1335 og á netfanginu thorny@esveit.is þeir sem ekki hafa skráð sig áður en frestur rennur út munu mæta afgangi ef takmarka þarf fjölda þeirra sem ráðnir verða eða ef stytta þarf ráðningartímann. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Sundlaug Eyjafjarðarsveitar. þann 1. maí n. k. verður sundlaugin opin kl. 10:00 – 20:00.



Atvinna Starfsfólk óskast. Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í ræstingu. Vinnutími er frá 13:00 – 17:00. Upplýsingar veitir þorvaldur skólastjóri Krummakots í síma:  4648120 / 4648122 Netfang krummakot@krummi.is Heimasíðuslóð: http://www.krummakot.krummi.is



Vorfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn laugardaginn 16. maí 2009 kl. 11:00 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar. Kveðja stjórnin.



Taubleiukynning - sparnaður – umhverfisvænt. Laugardagskvöldið 2. maí kl 20.00 verða þumalína og Isbambus með taubleiukynningu hjá mér. Allir velkomnir en þar sem það er takmarkað húsnæði þá þætt mér vænt um ef fólk boðaði komu sína með e-mali hrafnagil@hrafnagil.is eða í síma 4631197/6936524. Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu þeirra www.isbambus.com og www.thumalina.is Kveðja, Berglind Kristinsdóttir Hrafnagili



Eyfirski safnadagurinn 2. maí á Smámunasafninu opið milli kl. 11:00 og 17:00. Hadda verður með námskeið í að endurnýta gamlar flíkur. Námskeiðið verður milli kl. 14:00 og 17:00, kostar kr. 6000.- efni innifalið. Leikfangasýningin er enn í gangi, kvikmyndin ,,Gamalt er gott“ á sínum stað. Léttar veitingar í boði og enginn aðgangseyrir. Verið velkomin. www.smamunasafnid.is



æskan og Hesturinn 2009. Top Reiter Höllin – Lögmannshlíð. Laugardaginn 2. maí kl 14:00 og 16:00. AðGANGUR óKEYPIS. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna !



Skólakór Hrafnagilsskóla verður með tónleika í Laugarborg sunnudaginn 3. maí kl. 15:00. Undirleikari er Daníel þorsteinsson. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona ætlar að syngja með kórnum nokkur lög ásamt hljómsveit hússins en hana skipa: þorvaldur Yngvi Schiöth á vibrafón, Brynjólfur Brynjólfsson á gítar og Eiríkur G. Stephensen á kontrabassa. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Með kærri kveðju, Skólakór Hrafnagilsskóla og María Gunnarsdóttir kórstjóri



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði. Bingó verður haldið föstudaginn 8. maí kl 14:30 í Hrafnagilsskóla. Fjöldi góðra vinninga. Kaffihlaðborð kr. 1.500.- + tvö bingóspjöld pr. mann. Nefndin



Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg föstudagskvöldið 1. maí
(á morgun) kl. 20.30.  Aðgangseyrir 2.000 kr. ATH tökum ekki kort. Karlakór Eyjafjarðar.



Vantar ömmu. Okkur vantar góða konu að koma heim til okkar í haust allavega þrjá daga vikunnar til ca. 14.00 á daginn að passa hana Elfu Rún sem er fædd 080808. Nánari upplýsingar og viðtal veitir Elín Halldórsdóttir á Borg v/öngulsstaði, sími 462-6276 eða 891-6276, tilvalið fyrir konur sem hættar eru að vinna en langar að komast aðeins frá og fá að sjálfsögðu greitt fyrir. Að lokum langar mig til að biðja ykkur ökumenn Eyjafjarðarsveitar að hægja á ykkur þegar þið keyrið framhjá okkur gangandi vegfarendum. því miður er allt of mikið um hraðakstur og ekki öruggt að ganga um götuna með lítil kríli í vagni. það vantar óneitanlega göngubraut um Eyjafjarðarhringinn en það er líklega ekki rétti tíminn að biðja um það í kreppunni, en vonandi verður það skoðað einhvern tímann í framtíðinni. þá verður ennþá betra að búa í Eyjafjarðarsveit.



Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar verða haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg laugardaginn 2. maí kl. 16:00. Stjórnandi og undirleikari er Daníel þorsteinsson.
á efnisskránni er skemmtileg blanda af lögum úr ýmsum áttum. Aðgangseyrir 1.500 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Ath. Getum því miður ekki tekið við greiðslukortum. Góða skemmtun!



Framhaldsprófstónleikar. Sara María Davíðsdóttir þverflautunemandi heldur framhaldsprófstónleika laugardaginn 2. maí kl. 13:00 í Laugarborg. Meðleikari á píanó er þórarinn Stefánsson. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónlistarskóli Eyjafjarðar.



Aldan-Voröld. Skemmtikvöld í Ytra-Laugalandi hjá Vilborgu fimmtudaginn 7. maí kl. 20. Nánar í tölvupóstinum ykkar. Stjórnin



Sunnudagaskóli. Sunnudagaskólinn fellur niður næsta sunnudag (3. maí) en lokasamvera vetrarins verður sunnudaginn 10. maí á sama tíma og stað og venjulega! Við stefnum svo á að enda veturinn með stæl og fara í vorferðalag sunnudaginn 17. maí. Sú ferð verður nánar auglýst síðar! Brynhildur, Katrín og Hannes



Einbýlishús til sölu. Fasteignin Brekkutröð 5 er til sölu. Upplýsingar í síma 861 4809.

Getum við bætt efni síðunnar?