Handverkshátíð 2012
Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðar 2012.
Hátíðin sem nú verður haldin í 20. sinn verður sérstaklega vegleg af því tilefni. Umsóknarfresturinn rennur út 1.
apríl.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is
Atvinna
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á
heimilum nokkrar klukkustundir á viku og/eða hálfsmánaðarlega. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600
og/eða í tölvupósti; esveit@esveit.is. Eldri
starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Gámur undir dýraleifar
Föstudaginn 9. mars verður gámurinn undir dýraleifar ekki til
staðar vegna viðgerða og viðhalds. Upplýsingar í síma 892-3354. Hjalti þórsson
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Hvernig væri að skreppa á bókasafnið og líta á hvað til er af tímaritum. á safninu eru t.d. föndurblöð,
prjónablöð, blöð um garðrækt, matreiðslu og fleira og fleira. Auk þess er auðvitað mikið úrval bóka um allt milli himins og
jarðar og hljóðbókunum fjölgar dag frá degi. Safnið er opið alla daga kl. 9-12.30 og auk þess á mánudögum kl. 13-16 og á
þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 16-19. Bókavörður
Framhaldsprófstónleikar Herdísar ármannsdóttur söngnemanda
Laugardaginn 10. mars
verða framhaldsprófstónleikar Herdísar ármannsdóttur söngnemanda. Herdís hefur stundað nám við Tónlistarskóla
Eyjafjarðar undir leiðsögn þuríðar Baldursdóttur söngkennara. á tónleikunum syngur hún vel valin verk úr safni
söngbókmennta bæði íslensk og erlend. Með henni syngja bæði núverandi og fyrrverandi samnemendur hennar. Undirleikari: Dóróthea
Dagný Tómasdóttir.
Tónleikarnir eru í Laugarborg Eyjafjarðarsveit og hefjast þeir kl. 13:30.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskóli á sínum stað í Hjartanu Hrafnagilsskóla næstkomandi sunnudag
11. mars, klukkan 11. Söngur, gleði og gaman. Allir velkomnir.
Hannes, Katrín, ósk, Brynhildur og Hrund
Fræðslufyrirlestur – frestun!
Fræðslufyrirlesturinn sem átti að vera þann 8. mars
verður frestað um óákveðinn tíma. Fræðslunefnd Funa
Frá Möðruvallasókn
Aðalfundur Möðruvallarsóknar verður haldinn
þriðjudaginn 13. mars kl. 20:30 í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin
Fjárræktarfélagið Freyr
Aðalfundur Fjárræktarfélagsins Freys verður haldinn
í Funaborg, þriðjudagskvöldið 13. mars n.k. og hefst kl. 20.00. Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf auk þess mun Sigurður þór
Guðmundsson ráðunautur fara yfir skýrsluhald og fleira sem við kemur sauðfjárrækt. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin
Sameiginlegur fundur fjárræktarfélaga öngulsstaða- og Hrafnagilshrepps
Fundur
fjárræktarfélaganna verður haldinn 14. mars næstkomandi kl. 20.30 í Félagsborg. Sigurður þór Guðmundsson
sauðfjárræktarráðunautur mætir á fundinn og fer yfir málin. Félagar hvattir til að mæta.
Stjórnir félaganna
Saurbæjarsókn
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn laugardaginn 17. mars kl. 10.30 í Sandhólum. Venjuleg aðalfundarstörf. öll
sóknarbörn hjartanlega velkomin.
Sóknarnefndin
Grundarsókn
Aðalfundur Grundarsóknar verður haldinn fimmtud. 22. mars kl. 20:30 í
Víðigerði.
Sóknarnefndin
Freyvangsleikhúsið auglýsir næstu sýningar á Himnaríki – geðklofnum
gamanleik:
7. sýning 9. mars – örfá sæti laus
8. sýning 10. mars - uppselt
9. sýning 16. mars - Stjánasýning
10. sýning 17. mars
Miðasala í síma 857-5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Einnig er hægt
að panta miða á www.freyvangur.net og með því að
senda póst á freyvangur@gmail.com. Miðaverð: 2.500,- kr.
Við minnum sveitunga okkar sérstaklega á Stjánasýningu 16. mars.
Sjáumst í Freyvangi
Herrakvöld
Frumlegt, forvitnilegt og öðruvísi herrakvöld verður haldið á Kaffi
Kú þann 16. mars n.k. kl. 20:31. Allir karlmenn velkomnir. Takið kvöldið frá.
Margrét og Helga
Hnakkarónar
Næsta föstudagskvöld koma hestamenn sveitarinnar saman á Kaffi Kú og ætla að horfa á upptökur af stóðhestum frá
síðasta landsmóti.
Herlegheitin byrja kl. 20:30, tilboð á léttöli. Ef þú ert hestamaður þá mætirðu á þetta og velur þér
stóðhest til notkunar.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is