Auglýsingablað 1193. tbl. 15. árg. 17. maí 2023.
Sveitarstjórnarfundur
611. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. maí og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf
Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinenda.
Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu.
Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
- Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
- Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
- Góð íslenskukunnátta.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Messa á Uppstigningardag í Akureyrarkirkju kl. 14:00
Uppstigningardagur er tileinkaður eldri borgurum í kirkjunni.
Sameiginleg guðsþjónusta fyrir kirkjurnar á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit verður í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 14:00.
Ræðumaður er Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Kór eldri borgara ,,Í fínu formi“ leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdótttur organista. Eftir stundina býður Kvenfélag Akureyrarkirkju upp á veglegar kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Verið öll hjartanlega velkomin kæru sveitungar!
Kvenfélagið Iðunn – Vorfundur í Félagsborg laugardaginn 20. maí kl. 11:00
Bröns, kaffi og kruðerý á boðstólum.
Nýjar konur eru boðnar sérstaklega velkomnar á fundinn.
Vorkveðjur, stjórnin.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar – Lokanir í maí
22.-25. maí mun starfsfólk Íþróttamiðstöðvar sitja árleg skyndihjálparnámskeið og þreyta sundpróf samhliða því að sinna vorverkum og viðhaldi.
Það verður því lokað hjá okkur þessa daga.
Opnum aftur föstudaginn 26. maí kl. 6:30 skv. vetaropnun.
1. júní tekur sumaropnunartíminn við.
Við sjáumst svo hress í sundi í sumar, langtímaspáin er góð!
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
Gönguferðir eldri borgara sumarið 2023
Gengið verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00.
30. maí Eyjafjarðarbakkar í suður.
6. júní Göngustígur, Teigur-Syðra Gil.
13. -- Keyrt fram á bílastæði Glerárdal, austan ár, genginn þar einhver spotti.
20. -- Göngustígur um Aldísarlund, bílastæði við Laugarborg.
27. -- Jólagarður—Kristnesafleggjari.
4. júlí Nýi vegur frá gamla gámasvæði, gengið í norður.
11. -- Kristnesskógur.
18. -- Lystigarðurinn.
25. -- Grundarskógur.
1. ágúst Göngustígur um Vaðlareit, lagt við Skógarböðin.
8. -- Rifkelsstaðir, lagt við réttina.
15. --Leyningshólar.
22. -- Kjarnaskógur.
29. -- Nýi vegur í suður.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Allir velkomnir, verum dugleg að mæta og höfum gaman saman. 🏃♀️🏃♀️😊
Uppl. í síma 846-3222.
Sjáumst, göngunefndin.