Auglýsingablaðið

1109. TBL 22. september 2021

Auglýsingablað 1109. tbl. 13. árg. 22. september 2021



Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021

Kjörskrá Eyjafjarðarsveitar
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna Alþingiskosninga 25. september 2021, liggur frammi frá 15. september, almenningi til sýnis, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl. 10:00-14:00.
Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar á auðveldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Kjörfundur í Eyjafjarðarsveit
Kjörfundur er í Hrafnagilsskóla þann 25. september og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.

F.h. kjörstjórnar, Einar Grétar Jóhannsson.

 


Rjómavöfflur, kaffi og djús á kjördag 2021
Laugardaginn 25. september verða Alþingiskosningar og þann dag ætlum við nemendur í 10. bekk að vera með vöfflukaffi kl. 10:00-17:00 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Kaffi eða djús og vaffla með rjóma kostar 1.000 kr.
Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóðinn okkar.
Athugið að enginn posi er á staðnum.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest.
Nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.

 


Hrossasmölun og stóðréttir
Hrossasmölun verður 1. október og stóðréttir í framhaldi þann
2. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Gangaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd.


BREYTTUR OPNUNARTÍMI Á GÁMASVÆÐI
Frá og með 4. október breytist opnunartími gámasvæðisins. Verður þá opið á fimmtudögum í stað föstudaga og er með því verið að tryggja að mögulegt sé að tæma gámana fyrir opnun svæðisins á laugardögum.
Opnunartími gámasvæðisins frá 4. október verður því eftirfarandi:
Þriðjudagar 13:00-17:00
Fimmtudagar 13:00-17:00
Laugardagar 13:00-17:00
Sveitarstjóri.

 

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2021
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess. Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 1. október til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, í síma 463-0600 eða á esveit@esveit.is. Umhverfisnefndin.


Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Mikið væri gaman að fá skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins ef einhverjar ábendingar eru um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni þætti okkur vænt um að fá þær.
Fyrir hönd ritnefndar, Auður og Benjamín.
Auður, s: 660-9034, audur@melgerdi.is
Benjamín, s: 899-3585, tjarnir@simnet.is



Ágætu sveitungar
Í tilefni af áttræðis afmælinu mínu verður opið hús í Félagsborg/aðstöðu félags aldraðra sunnudaginn 26. sept. nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Allir velkomnir sem sjá sér fært að gleðjast með mér á þessum tímamótum.
Kærar kveðjur, Ingibjörg Gústavsdóttir.



Aqua zumba í sundlauginni 29. sept. kl. 17:30
Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar bíður íbúum í Aqua Zumba í sundlauginni miðvikudaginn 29. september 2021 klukkan 17:30 í tilefni hreyfiviku UMFÍ.
Þórunn Kristín Sigurðardóttir Esquivel mun sjá um kennsluna og er um að gera að mæta og taka þátt í skemmtilegum tíma. Um að gera að koma og prófa, allir geta tekið þátt. Tíminn er um 45-50 mínútur.
ATH. það gæti þurft að fella tímann niður ef veður verður ekki gott.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.



Gjöf frá Kvenfélaginu Iðunni
Kvenfélagið Iðunn kom færandi hendi á dögunum og afhenti íþróttamiðstöðinni göngugrind að gjöf. Göngugrindin er til afnota fyrir gesti sundlaugar og íþróttahúss og mun án efa koma að góðum notum. Endilega spyrja eftir grindinni í afgreiðslunni ef þið viljið nota hana, til þess er hún.
Í miðju Covid fengum við aðra að gjöf frá Iðunnarkonum.
Það voru sturtusæti sem þegar hafa verið sett upp í báðum klefum, einnig í fjölnota klefa. Þessi sæti hafa komið sér vel fyrir þá sem þurfa á smá hvíld að halda af og til.
Þökkum enn og aftur kærlega fyrir þessar veglegu gjafir sem munu koma sér mjög vel fyrir gesti íþróttamiðstöðvarinnar.
Erna Lind, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.



Skógarganga í Leyningshólum 26. sept. kl. 13:00-14:00
Lýðheilsunefnd stendur fyrir og býður áhugasömum í Eyjafjarðarsveit í skógargöngu í Leyningshólum, í tilefni af hreyfiviku UMFÍ.
Gangan er skipulögð í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga og verður sunnudaginn 26. september klukkan 13:00-14:00 í Leyningshólaskógi.
Lýsing: Stjórnarfólk frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga mætir og segir frá sögu skógarins, gróðri og sveppum um leið og gengið er um helstu göngustíga svæðisins. Að göngu lokinni býður skógræktarfélagið upp á ketilkaffi og saft. Allir eru hvattir til að hafa fjölnota mál meðferðis.
Hægt er að fræðast um reitinn á vef félagsins https://www.kjarnaskogur.is/leyningsholar en vegvísum verður komið fyrir á Eyjafjarðarbraut vestri þar sem á að beygja upp í átt að Villingadal og eins þar sem á að beygja inn á skógarslóðann en malarslóði liggur um skóginn.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?