Eyjafjarðarsveit - mat á umhverfisáhrifum
Skógrækt í Laugarengi – ákvörðun um matsskyldu
Eyjafjarðarsveit hefur tekið ákvörðun um að skógrækt Norðurlandsskóga í Laugarengi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Ákvörðunin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 30. mars 2016.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
Silva – Syðra-Laugalandi efra
Borðað í sal eða tekið með heim.
Opið föstudaginn 4. mars frá kl. 18 - 20
Fjósafólk- ekkert mál að hringja á undan og láta vita ef ykkur seinkar.
Matarmikla súpan okkar, heitur matur og hráfæðiréttir af matseðli, kökur, gómsætir eftirréttir og nammi. Kaffi/te í boði hússins eftir matinn.
Einnig verða vörurnar okkar til sölu eins og venjulega.
Gott að panta borð í síma 851 1360 eða á silva@silva.is
Kíkið á heimasíðuna eða Silva hráfæði á facebook
Grundarsókn
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 15. mars
kl.20.30 í Víðigerði. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórninn
Frá Laugalandsprestkalli
Sunnudagurinn 6. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Af því tilefni verður barna og fjölskyldumessa í Grundarkirkju kl. 11
þennan dag. Ég hef beðið nokkur væntanleg fermingarbörn að annast lestra
en bið jafnframt alla sem nenna og mega að koma og syngja og gleðjast
með börnum sínum og barnabörnum.
Best kveðjur,
Hannes
Áríðandi tilkynning frá Freyvangsleikhúsinu
Saumastofan verður frumsýnd laugardaginn 12. mars kl. 20 og eru sýningar svo áætlaðar á föstudags- og laugardagskvöldum.
Nánari upplýsingar og miðapantanir fást í síma 857-5598 eða á netfangið freyvangur@gmail.com. Heimasíðan okkar er svo freyvangur.net. Einnig hægt að kaupa miða í Eymundsson og á tix.is.
Aðalfundur fjárræktarfélaganna
Aðalfundur fjárræktarfélaganna verður haldin þann 16. mars kl. 20 í Funaborg. Nánar auglýst í næstu viku.
Fjárræktarfélag Öngulsstaðahrepps og Fjárræktarfélagið Freyr
Kæru konur
Þann 8. mars næstkomandi er alþjóðlegur dagur kvenna og að því tilefni er verið að skipuleggja alheims hugleiðslu kvenna þar sem yfirskriftin er Umbreytum okkur - umbreytum heiminum. Hér á landi eru tveir viðburðir á dagskrá og eru báðir í okkar frábæru heimasveit. Mikilvægt er að skrá sig á þann viðburð sem þú vilt fara á og hringja í skráningaraðila. Nánari upplýsingar á www.women.unify.org/ og FB
1. Gaia gyðjuhof á Knarrarbergi 8. mars kl 19–21. Hafið samband við Þóru Sólveigu í síma 857-6177.
2. Sólarljósið á Finnastöðum 8. mars kl. 19-21 (pláss fyrir 8-10). Hafið samband við Sólarljósið í síma 863-6912.
Árshátíð miðstigs 2016
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 10. mars og hefst kl. 20.
Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af leikritinu „Konungi ljónanna“.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22.30. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.400 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð grunnskólaaldri. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla
Tónleikar í Laugarborg
Tónleikar verða haldnir í Laugarborg næstkomandi laugardag, 5. mars kl. 15.
Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó. Hún leikur verk eftir tónskáldin S. Couperin, F. Liszt, G. Faure, X. Montsalvatge og F. Chopin.
Aðgangur ókeypis
Tónvinafélag Laugarborgar