Auglýsingablaðið

404. TBL 18. janúar 2008 kl. 15:32 - 15:32 Eldri-fundur

Umhverfisviðurkenningar 2007

Umhverfisnefnd hefur afhent umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengni á bújörð, skógrækt og áhuga á varðveislu minja, þau Leifur Guðmundsson og þórdís Karlsdóttir eigendur og ábúendur í  Klauf. Eigendur Samkomugerðis II, Baldvin Birgisson og Hanna María Skaftadóttir, fengu viðurkenningu fyrir metnaðarfulla endurbyggingu eldra húss ræktun umhverfis.

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar




Kæru sveitungar.

Við viljum minna ykkur  á að þorrablótið verður 9. febrúar, grínlaust. Dustið nú rykið af dansskónum, rifjið upp „Undir bláhimni“ og aðra stórsmelli og skiljið eftir nóg af landa. Drífið nú í að skipuleggja tímann vel elskurnar, svo þið getið örugglega mætt.

þorrablótsnefndin




Frá Hrafnagilsskóla

þar sem djöflaeyjan rís

Okkur vantar 3 eintök af bókinni þar sem djöflaeyja rís eftir Einar Kárason. Verið er að lesa bókina í 10. bekk en hún er ófáanleg sem stendur. því leitum við til sveitunga ef einhverjir skyldu luma á bókinni og vera tilbúnir að lána, gefa eða selja okkur.
Vinsamlega hafið samband við Nönnu ritara ef þið getið aðstoðað okkur.

Fundur með foreldrum 7. bekkjar

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 15:45 – 16:45 er boðað til fundar með foreldrum nemenda í 7. bekk.
Fundurinn verður haldinn í stofu 7 (á miðstigi).
Fundarefni: Niðurstöður könnunar á vinnufriði og stríðni og viðbrögð við þeim.

Anna Guðmundsdóttir, starfandi skólastjóri




Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit tilkynnir!

þorrablót (góublót) verður haldið í Sveinbjarnargerði laugardaginn 23. febrúar n. k. Matur verður á staðnum, dansað verður eftir borðhald. Vinsamlegast takið þennan dag frá, þeir sem hafa áhuga. þátttöku þarf að tilkynna, en það verður auglýst síðar.

Nefndin.




Konur í öllum kvenfélögum í Eyjafjarðarsveit.

Við minnum á boðið í Freyvangi sem auglýst var í síðasta fréttapósti.
Skemmtikvöldið verður þann 26. Jan. Kl.20:30

Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu hattana

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þann 21. janúar í síma:

        463-1472, 868-8436    Vilborg G. þórðardóttir
        463-1215, 864-0049    Valgerður Schiöth
        463-1203, 895-3862     Guðrún Finnsdóttir

Munið að skrá ykkur í tíma.




Ungmennafélagið Samherjar

Innanfélagsmót í badminton verður haldið laugardaginn 26.01. n. k. í íþróttahúsinu að Hrafnagili frá kl.: 11:00 til kl.:14:00. Mótið er opið öllum íbúum sveitarinnar. Keppt verður í einliða-, tvenndar- og tvíliðaleik.
Skráning fer fram á staðnum frá kl.: 10:30 – 11:00.




Athugið

Hjá mér fást gefins hvolpar. Móðirin er Border Collier en faðernið er örlítið á huldu .
þeir eru fæddir 11.desember og þurfa því að fara að komast annað, á gott heimili eða góðan sveitabæ.

Anna í Brúnalaug
Símar : 4631206 eða 8488479, netfang : brunalaug@nett.is




Atvinna

Starfsmaður óskast í 50% stöðu við mötuneyti Hrafnagilsskóla.
Upplýsingar gefur Valdemar Valdemarsson í síma 897 4792.




Dansskóli Elínar

Er að byrja með dansnámskeið fimmtudaginn 24. janúar kl. 19.30-20.50 fyrir framhalds hóp (fullorðnir). þessi hópur er búinn að vera tvö námskeið, en það hefur aðeins fækkað í honum og því auglýsum við eftir fleirum.Ef þið hafið einhvern tímann verið í danskennslu og tekið ykkur pásu þá er kominn tími til að taka upp dansskóna og hafa samband í síma 891-6276.
Ef einhverjir byrjendur hafa áhuga þá er Anna Breiðfjörð danskennari með námskeið á Bjargi sem byrjar í næstu viku. Nánari upplýsingar fyrir það námskeið gefur Anna í síma 897-1693

Kveðja Elín Halldórsdóttir.




Forsala hafin á þið munið hann Jörund

Vegna mikils áhuga og fyrirspurna er hafin forsala aðgöngumiða á sýninguna þið munið hann Jörund í Freyvangsleikhúsinu. Fyrstu sýningar verða sem hér segir:

Frumsýning föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
önnur sýning sunnudaginn 24. febrúar kl 20.30 UPPSELT
þriðja sýning föstudaginn 29. febrúar kl. 20.30
Fjórða sýning Sunnudaginn 2. mars kl. 20.30
Fimmta sýning föstudaginn 7. mars kl. 20.30
Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30

Nánari upplýsingar á www.freyvangur.net

Freyvangsleikhúsið
Getum við bætt efni síðunnar?